Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. maí 2015 07:00 Rannsókn málsins hófst eftir að Múrbúðin snéri sér til Samkeppniseftirlitsins. fréttablaðið/ernir Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 650 milljóna króna stjórnvaldssekt á Byko vegna umfangsmikils ólögmæts samráðs við gömlu Húsasmiðjuna. Rannsókn málsins hefur staðið yfir allt frá árinu 2011, en ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var birt í gær. Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið telur að brot Byko séu mjög alvarleg og hafi verið framin af ásetningi. Brotin hafi verið til þess fallin að valda húsbyggjendum og almenningi öllum umtalsverðu tjóni. Sektin er lögð á móðurfélag Byko, Norvík. Rannsókn málsins hófst eftir að Múrbúðin sneri sér til Samkeppniseftirlitsins og upplýsti um tilraunir Byko og Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til þess að taka þátt í ólögmætu samráði. Auk þess upplýsti Múrbúðin um verðsamráð milli Byko og Húsasmiðjunnar. Að undangengnu mati á þessum upplýsingum ákvað Samkeppniseftirlitið að kæra nokkra einstaklinga, starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar, til lögreglu vegna gruns um brot gegn samkeppnislögum. Í kjölfarið var framkvæmd húsleit hjá Byko og Húsasmiðjunni þann 8. mars 2011. Í samræmi við ákvæði samkeppnislaga hefur Samkeppniseftirlitið rannsakað þátt fyrirtækjanna og lögregla þátt starfsmanna þeirra. Steinull hf., sem áður hét Steinullarverksmiðjan, er einnig sektuð um 20 milljónir króna fyrir að hafa veitt Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Múrbúðarinnar. Með því braut Steinull gegn skilyrðum sem sett voru vegna kaupa Byko, Húsasmiðjunnar og Kaupfélags Skagfirðinga á eignarhlutum í Steinullarverksmiðjunni. Skilyrðunum var ætlað að vinna gegn því að sameiginleg eignaraðild Byko og Húsasmiðjunnar að Steinull myndi takmarka samkeppni. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að brot þessa máls tengjast ekki núverandi rekstraraðilum Húsasmiðjunnar. Rannsókn á þætti Húsasmiðjunnar í málinu lauk í júlí á síðasta ári. Fyrrverandi rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., segir að gamla Húsasmiðjan hafi gert sátt við Samkeppniseftirlitið og viðurkennt að hafa átt í ólögmætu samráði við Byko. Þann 9. apríl síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness í sakamáli sem embætti sérstaks saksóknara höfðaði gegn starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar. Þeim dómi hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar. Samkeppniseftirlitið segir að sakamálið hafi ekki áhrif á niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Sakar Byko stofnunina um áróður með uppsetningu á upplýsingasíðu sem sett hefur verið upp vegna málsins. Tengdar fréttir BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00 Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 650 milljóna króna stjórnvaldssekt á Byko vegna umfangsmikils ólögmæts samráðs við gömlu Húsasmiðjuna. Rannsókn málsins hefur staðið yfir allt frá árinu 2011, en ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var birt í gær. Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið telur að brot Byko séu mjög alvarleg og hafi verið framin af ásetningi. Brotin hafi verið til þess fallin að valda húsbyggjendum og almenningi öllum umtalsverðu tjóni. Sektin er lögð á móðurfélag Byko, Norvík. Rannsókn málsins hófst eftir að Múrbúðin sneri sér til Samkeppniseftirlitsins og upplýsti um tilraunir Byko og Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til þess að taka þátt í ólögmætu samráði. Auk þess upplýsti Múrbúðin um verðsamráð milli Byko og Húsasmiðjunnar. Að undangengnu mati á þessum upplýsingum ákvað Samkeppniseftirlitið að kæra nokkra einstaklinga, starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar, til lögreglu vegna gruns um brot gegn samkeppnislögum. Í kjölfarið var framkvæmd húsleit hjá Byko og Húsasmiðjunni þann 8. mars 2011. Í samræmi við ákvæði samkeppnislaga hefur Samkeppniseftirlitið rannsakað þátt fyrirtækjanna og lögregla þátt starfsmanna þeirra. Steinull hf., sem áður hét Steinullarverksmiðjan, er einnig sektuð um 20 milljónir króna fyrir að hafa veitt Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Múrbúðarinnar. Með því braut Steinull gegn skilyrðum sem sett voru vegna kaupa Byko, Húsasmiðjunnar og Kaupfélags Skagfirðinga á eignarhlutum í Steinullarverksmiðjunni. Skilyrðunum var ætlað að vinna gegn því að sameiginleg eignaraðild Byko og Húsasmiðjunnar að Steinull myndi takmarka samkeppni. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að brot þessa máls tengjast ekki núverandi rekstraraðilum Húsasmiðjunnar. Rannsókn á þætti Húsasmiðjunnar í málinu lauk í júlí á síðasta ári. Fyrrverandi rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., segir að gamla Húsasmiðjan hafi gert sátt við Samkeppniseftirlitið og viðurkennt að hafa átt í ólögmætu samráði við Byko. Þann 9. apríl síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness í sakamáli sem embætti sérstaks saksóknara höfðaði gegn starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar. Þeim dómi hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar. Samkeppniseftirlitið segir að sakamálið hafi ekki áhrif á niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Sakar Byko stofnunina um áróður með uppsetningu á upplýsingasíðu sem sett hefur verið upp vegna málsins.
Tengdar fréttir BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00 Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12
Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00
Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21