Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2014 12:06 "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður.“ Þrettán fyrrverandi starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins voru í byrjun maí ákærðir fyrir samkeppnislagabrot vegna verðsamráðs á árunum 2010 til 2011. Í ákærunni er tuttugu og eitt tilvik tilgreind þar sem starfsmennirnir skiptust á upplýsingum um verð á tilteknum vörutegundum. Rannsókn málsins hófst í kjölfar kvörtunar frá Múrbúðinni, en fyrirtækin reyndu ítrekað að fá Múrbúðina í samráð. Brotin áttu sér stað á tímabilinu 13. september 2010 til 3. mars 2011 með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja. Krafist er að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Meint brot áttu sér ýmist stað símleiðis og í tölvupósti.„Mun handstýra allri tilboðsgerð“ „Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....,“ kom fram í símtali starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar. Símtal þeirra stóð yfir í rúmar ellefu mínútur. Tilboðsmál fyrirtækjanna voru meðal annars rædd, tilboðsgerð Byko í grófvörum og hvöttu starfsmennirnir hvorn annan meðal annars til að stuðla að því að Byko og Húsasmiðjan myndu ekki stunda samkeppni. „Nei, ég ætla mér semsagt að hækka núna, bara handvirkt tilboð. Alveg sama hvað það er. Þetta verður allt sent til mín hérna... til, skal ég segja þér, yfirferðar, ..ég ætla að hækka allt um lágmark 2%.“ Í ákærunni segir að starfsmaður Byko hafi haft það að markmiði að hækka framlegðina og minnka afslættina tvisvar sinnum um tvö prósent á einum mánuði.Hjaðningavíg „Þetta eru hjaðningavíg. Við erum að blæða báðir tveir,“ sagði starfsmaður Húsasmiðjunnar og tók starfsmaður Byko undir þau orð. „Það sem ég ætla með Akureyri sérstaklega og líka Selfoss, það er að ég ætla mér að draga þetta upp meira þar í tilboðsgerðinni og þeir verða bara undir þeim skipunum og ef þeir ekki hlýða mér og ef ég fæ ekki tilboðin og þeir klára þetta ekki eins og ég vil, þá hérna, fá menn hérna, skriflega áminningu og síðan geta þeir bara kysst starfið sitt bless.“Alvarlegustu brot sem þekkjast Brotin eru alvarlegustu samkeppnislagabrot sem þekkjast og eru oftast nær almenningi til tjóns. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að þetta sé með umfangsmestu samráðsmálum sem komið hafa upp hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem Samkeppniseftirlitið kærir brot til lögreglu á fyrstu stigum eigin rannsóknar. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Þrettán fyrrverandi starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins voru í byrjun maí ákærðir fyrir samkeppnislagabrot vegna verðsamráðs á árunum 2010 til 2011. Í ákærunni er tuttugu og eitt tilvik tilgreind þar sem starfsmennirnir skiptust á upplýsingum um verð á tilteknum vörutegundum. Rannsókn málsins hófst í kjölfar kvörtunar frá Múrbúðinni, en fyrirtækin reyndu ítrekað að fá Múrbúðina í samráð. Brotin áttu sér stað á tímabilinu 13. september 2010 til 3. mars 2011 með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja. Krafist er að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Meint brot áttu sér ýmist stað símleiðis og í tölvupósti.„Mun handstýra allri tilboðsgerð“ „Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....,“ kom fram í símtali starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar. Símtal þeirra stóð yfir í rúmar ellefu mínútur. Tilboðsmál fyrirtækjanna voru meðal annars rædd, tilboðsgerð Byko í grófvörum og hvöttu starfsmennirnir hvorn annan meðal annars til að stuðla að því að Byko og Húsasmiðjan myndu ekki stunda samkeppni. „Nei, ég ætla mér semsagt að hækka núna, bara handvirkt tilboð. Alveg sama hvað það er. Þetta verður allt sent til mín hérna... til, skal ég segja þér, yfirferðar, ..ég ætla að hækka allt um lágmark 2%.“ Í ákærunni segir að starfsmaður Byko hafi haft það að markmiði að hækka framlegðina og minnka afslættina tvisvar sinnum um tvö prósent á einum mánuði.Hjaðningavíg „Þetta eru hjaðningavíg. Við erum að blæða báðir tveir,“ sagði starfsmaður Húsasmiðjunnar og tók starfsmaður Byko undir þau orð. „Það sem ég ætla með Akureyri sérstaklega og líka Selfoss, það er að ég ætla mér að draga þetta upp meira þar í tilboðsgerðinni og þeir verða bara undir þeim skipunum og ef þeir ekki hlýða mér og ef ég fæ ekki tilboðin og þeir klára þetta ekki eins og ég vil, þá hérna, fá menn hérna, skriflega áminningu og síðan geta þeir bara kysst starfið sitt bless.“Alvarlegustu brot sem þekkjast Brotin eru alvarlegustu samkeppnislagabrot sem þekkjast og eru oftast nær almenningi til tjóns. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að þetta sé með umfangsmestu samráðsmálum sem komið hafa upp hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem Samkeppniseftirlitið kærir brot til lögreglu á fyrstu stigum eigin rannsóknar.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira