Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2014 12:06 "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður.“ Þrettán fyrrverandi starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins voru í byrjun maí ákærðir fyrir samkeppnislagabrot vegna verðsamráðs á árunum 2010 til 2011. Í ákærunni er tuttugu og eitt tilvik tilgreind þar sem starfsmennirnir skiptust á upplýsingum um verð á tilteknum vörutegundum. Rannsókn málsins hófst í kjölfar kvörtunar frá Múrbúðinni, en fyrirtækin reyndu ítrekað að fá Múrbúðina í samráð. Brotin áttu sér stað á tímabilinu 13. september 2010 til 3. mars 2011 með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja. Krafist er að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Meint brot áttu sér ýmist stað símleiðis og í tölvupósti.„Mun handstýra allri tilboðsgerð“ „Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....,“ kom fram í símtali starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar. Símtal þeirra stóð yfir í rúmar ellefu mínútur. Tilboðsmál fyrirtækjanna voru meðal annars rædd, tilboðsgerð Byko í grófvörum og hvöttu starfsmennirnir hvorn annan meðal annars til að stuðla að því að Byko og Húsasmiðjan myndu ekki stunda samkeppni. „Nei, ég ætla mér semsagt að hækka núna, bara handvirkt tilboð. Alveg sama hvað það er. Þetta verður allt sent til mín hérna... til, skal ég segja þér, yfirferðar, ..ég ætla að hækka allt um lágmark 2%.“ Í ákærunni segir að starfsmaður Byko hafi haft það að markmiði að hækka framlegðina og minnka afslættina tvisvar sinnum um tvö prósent á einum mánuði.Hjaðningavíg „Þetta eru hjaðningavíg. Við erum að blæða báðir tveir,“ sagði starfsmaður Húsasmiðjunnar og tók starfsmaður Byko undir þau orð. „Það sem ég ætla með Akureyri sérstaklega og líka Selfoss, það er að ég ætla mér að draga þetta upp meira þar í tilboðsgerðinni og þeir verða bara undir þeim skipunum og ef þeir ekki hlýða mér og ef ég fæ ekki tilboðin og þeir klára þetta ekki eins og ég vil, þá hérna, fá menn hérna, skriflega áminningu og síðan geta þeir bara kysst starfið sitt bless.“Alvarlegustu brot sem þekkjast Brotin eru alvarlegustu samkeppnislagabrot sem þekkjast og eru oftast nær almenningi til tjóns. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að þetta sé með umfangsmestu samráðsmálum sem komið hafa upp hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem Samkeppniseftirlitið kærir brot til lögreglu á fyrstu stigum eigin rannsóknar. Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Þrettán fyrrverandi starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins voru í byrjun maí ákærðir fyrir samkeppnislagabrot vegna verðsamráðs á árunum 2010 til 2011. Í ákærunni er tuttugu og eitt tilvik tilgreind þar sem starfsmennirnir skiptust á upplýsingum um verð á tilteknum vörutegundum. Rannsókn málsins hófst í kjölfar kvörtunar frá Múrbúðinni, en fyrirtækin reyndu ítrekað að fá Múrbúðina í samráð. Brotin áttu sér stað á tímabilinu 13. september 2010 til 3. mars 2011 með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja. Krafist er að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Meint brot áttu sér ýmist stað símleiðis og í tölvupósti.„Mun handstýra allri tilboðsgerð“ „Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....,“ kom fram í símtali starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar. Símtal þeirra stóð yfir í rúmar ellefu mínútur. Tilboðsmál fyrirtækjanna voru meðal annars rædd, tilboðsgerð Byko í grófvörum og hvöttu starfsmennirnir hvorn annan meðal annars til að stuðla að því að Byko og Húsasmiðjan myndu ekki stunda samkeppni. „Nei, ég ætla mér semsagt að hækka núna, bara handvirkt tilboð. Alveg sama hvað það er. Þetta verður allt sent til mín hérna... til, skal ég segja þér, yfirferðar, ..ég ætla að hækka allt um lágmark 2%.“ Í ákærunni segir að starfsmaður Byko hafi haft það að markmiði að hækka framlegðina og minnka afslættina tvisvar sinnum um tvö prósent á einum mánuði.Hjaðningavíg „Þetta eru hjaðningavíg. Við erum að blæða báðir tveir,“ sagði starfsmaður Húsasmiðjunnar og tók starfsmaður Byko undir þau orð. „Það sem ég ætla með Akureyri sérstaklega og líka Selfoss, það er að ég ætla mér að draga þetta upp meira þar í tilboðsgerðinni og þeir verða bara undir þeim skipunum og ef þeir ekki hlýða mér og ef ég fæ ekki tilboðin og þeir klára þetta ekki eins og ég vil, þá hérna, fá menn hérna, skriflega áminningu og síðan geta þeir bara kysst starfið sitt bless.“Alvarlegustu brot sem þekkjast Brotin eru alvarlegustu samkeppnislagabrot sem þekkjast og eru oftast nær almenningi til tjóns. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að þetta sé með umfangsmestu samráðsmálum sem komið hafa upp hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem Samkeppniseftirlitið kærir brot til lögreglu á fyrstu stigum eigin rannsóknar.
Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira