Ólafur Börkur Þorvaldsson einn af sex dómurum sem tilkynnti ekki um hlutabréfaviðskipti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2016 20:35 Fjallað var um Ólaf Börk Þorvaldsson í umfjöllun Kastljóss. Skjáskot/RÚV Ólafur Börkur Þorvaldsson er einn af þeim sex núverandi dómurum við hæstarétt sem áttu í hlutabréfaviðskiptum fyrir hrun án þess að nefnd um aukastörf dómara hefði vitneskju um það. Þetta kom fram í umfjöllun Kastljóss í kvöld. Ólafur Börkur átti hlutabréf í Glitni á árinu 2007 í fimm mánuði. Verðmæti bréfa hans námu 14 milljónum króna. Í desembermánuði sama ár nam virði þeirra 11,4 milljónum króna áður en hann seldi þau til þess að fjárfesta í Sjóði 9, hlutabréfasjóði Glitnis en það fé leysti hann út með hálfra milljóna króna gróða fjórum mánuðum síðar. Þá sýna gögn Kastljóss að hann átti hlut í fleiri fyrirtækjum og bönkum sem seld voru í desember árið 2007 líkt og Straum, Eimskipafélaginu og Landsbankanum. Vefmiðillinn Eyjan sendi fyrirspurnir á hæstaréttardómara árið 2010 um mögulegar eignir þeirra og hæfi þeirra til þess að dæma í málum tengdum hruninu. Ólafur svaraði fyrirspurninni þannig að ómögulegt væri að vita hverjir yrðu í málaferlum vegna bankahrunsins og því erfitt að meta nokkuð um hæfi, en að hann myndi víkja ef lög leyfa. Þar sagði hann fjármálaumsvif fjölskyldu sinnar nánast engin en að honum hefði tæmst lítill arfur á síðustu árum og þar hafi verið hlutabréf sem hann hafi selt í kjölfarið. Í upplýsingum frá formanni nefndar um aukastörf dómara kemur fram að Ólafur Börkur hafi ekki tilkynnt um hlutabréfaeign sína þrátt fyrir að verðmæti hlutabréfa hans í Glitni hafi verið það hátt að heimild hafi þurft fyrir eignahlutnum. Tengdar fréttir Vinir og vandamenn í dómarasætin Þá hafa margir af frammámönnum Sjálfstæðisflokksins á síðustu árum komið að stöðuveitingunum umdeildu. 21. desember 2007 15:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Ólafur Börkur Þorvaldsson er einn af þeim sex núverandi dómurum við hæstarétt sem áttu í hlutabréfaviðskiptum fyrir hrun án þess að nefnd um aukastörf dómara hefði vitneskju um það. Þetta kom fram í umfjöllun Kastljóss í kvöld. Ólafur Börkur átti hlutabréf í Glitni á árinu 2007 í fimm mánuði. Verðmæti bréfa hans námu 14 milljónum króna. Í desembermánuði sama ár nam virði þeirra 11,4 milljónum króna áður en hann seldi þau til þess að fjárfesta í Sjóði 9, hlutabréfasjóði Glitnis en það fé leysti hann út með hálfra milljóna króna gróða fjórum mánuðum síðar. Þá sýna gögn Kastljóss að hann átti hlut í fleiri fyrirtækjum og bönkum sem seld voru í desember árið 2007 líkt og Straum, Eimskipafélaginu og Landsbankanum. Vefmiðillinn Eyjan sendi fyrirspurnir á hæstaréttardómara árið 2010 um mögulegar eignir þeirra og hæfi þeirra til þess að dæma í málum tengdum hruninu. Ólafur svaraði fyrirspurninni þannig að ómögulegt væri að vita hverjir yrðu í málaferlum vegna bankahrunsins og því erfitt að meta nokkuð um hæfi, en að hann myndi víkja ef lög leyfa. Þar sagði hann fjármálaumsvif fjölskyldu sinnar nánast engin en að honum hefði tæmst lítill arfur á síðustu árum og þar hafi verið hlutabréf sem hann hafi selt í kjölfarið. Í upplýsingum frá formanni nefndar um aukastörf dómara kemur fram að Ólafur Börkur hafi ekki tilkynnt um hlutabréfaeign sína þrátt fyrir að verðmæti hlutabréfa hans í Glitni hafi verið það hátt að heimild hafi þurft fyrir eignahlutnum.
Tengdar fréttir Vinir og vandamenn í dómarasætin Þá hafa margir af frammámönnum Sjálfstæðisflokksins á síðustu árum komið að stöðuveitingunum umdeildu. 21. desember 2007 15:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Vinir og vandamenn í dómarasætin Þá hafa margir af frammámönnum Sjálfstæðisflokksins á síðustu árum komið að stöðuveitingunum umdeildu. 21. desember 2007 15:00