Innlent

Vegabréf hækka um 20 prósent

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá skrifstofu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem fólk sækir um nýtt  vegabréf.
Frá skrifstofu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem fólk sækir um nýtt vegabréf. vísir/vilhelm
Gjöld fyrir útgáfu vegabréfa hækka um 20 prósent samkvæmt frumvarpi til laga um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps næsta árs.

Almennt gjald fyrir þá sem eru á aldrinum 18 til 66 ára fer úr 10.250 krónum í 12.300 krónur en önnur gjöld vegna útgáfu vegabréfa hækka einnig. Þannig hækkar gjaldið fyrir skyndiútgáfu vegabréfa úr 20.250 krónum í 24.300 krónur og gjaldið fyrir neyðarvegabréfið fer úr 5.150 krónum í 6.200 krónur.

 

Gjöldin fyrir öryrkja, útgáfu diplómatískra vegabréfa og þjónustuvegabréfa og aðra hækka einnig en þau gjöld eru lægri en almenna gjaldið.

Í frumvarpinu segir að þessar hækkanir séu lagðar á til að mæta viðbótarframlagi til Þjóðskrár Íslands á næsta ári.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.