Innlent

Hætta þvingunum gegn Líberíu

Þorgeir Helgason skrifar
Lilja Alfreðsdóttir, 
utanríkisráðherra
Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra vísir/stefán
„Það er mat öryggisráðsins að Líbería og Fílabeinsströndin séu að mestu leyti orðin stöðug. Því hafa aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ákveðið að breyta regluverki um þvingunarráðstafanir og er það gert í samræmi við ákvörðun öryggisráðsins,“ segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra.

Í síðustu viku voru reglugerðir um þvingunaraðgerðir gegn Líberíu og Fílabeinsströndinni felldar niður af hálfu utanríkisráðuneytisins.

Ísland hefur beitt Líberíu þvingunaraðgerðum síðan 2003 og Fílabeinsströndina síðan 2004. Mat öryggisráðsins er að ástandið í löndunum sé orðið stöðugt og er unnið með löndunum til þess að koma í veg fyrir að vopn og annað slíkt lendi í röngum höndum.

Ísland framfylgir öryggis- og refsiaðgerðum gagnvart 28 löndum eins og er. Flestar aðgerðirnar felast í frystingu fjármuna og landgöngubanni. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×