VG vilja auka umsvif ríkissjóðs um tæpa 30 milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2016 19:00 Formaður Vinstri grænna segir að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári eigi að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Þetta sé eitt af því sem samkomulag verði að nást um í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Í dag er vika liðin frá því Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata fékk umboð forseta Íslands til að reyna öðru sinni að mynda ríkisstjórn fimm flokka sem Katrín Jakobsdóttir hafði áður reynt að mynda. Hingað til hafa viðræðurnar verið á óformlegum nótum og hafa flokkarnir ákveðið að taka sér helgina til að halda þeim áfram. En þá ætti að liggja fyrir hvort forsendur séu til að þeir hefji samningu stjórnarsáttmála. Fyrir liggur að þótt margt sameini flokkana er einnig margt sem skilur þá að. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir ljóst hvar stærstu ásteitingarsteinarnir liggi. „Og það sem við erum að ræða eru kannski annars vegar sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og hins vegar eru stórmál á sviði útgjalda og tekjuöflunar. Þá sérstaklega varðandi það sem nú er mest í umræðunni sem varðar ekki hvað síst heilbrigðiskerfið okkar og menntakerfið. Hvort flokkarnir geti náð saman um raunhæfa útgjaldaaukningu á því sviði,“ segir Katrín. Talað hefur verið um að lengst væri á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í viðræðum flokkanna fimm en Katrín segist ekki ætla að leggja neitt mat á það. En það liggur algerlega fyrir að við í Vinstri grænum leggjum höfuð áherslu á það að standa undir væntingum þegar kemur að heilbrigðis- og menntamálum. Fjárlagafrumvarp var lagt fram á þriðjudag með 28 milljarða króna afgangi á rekstri ríkissjóðs, sem er á mörkum þess sem ný lög um fjárlög gera ráð fyrir. Svigrúm er því ekki mikið til nýrra útgjalda án nýrra tekna. „Svona eftir að hafa farið yfir fjárlagafrumvarpið bæði hvað varðar það sem vantar upp á í samgöngumálum en líka í heilbrigðis- og menntamálum, þá er það umtalsverð aukning sem ég tel að þurfi að koma til að það frumvarp geti staðið undir væntingum,“ segir formðaur Vinstri grænna. Erum við að tala um nokkra milljarða eða einn eða tvo tugi milljarða? „Ég myndi segja að þetta væri á þriðja tug milljarða.“Sem vantar inn í fjárlög næsta árs til að standa undir væntingum? „Já.“Það eru töluverðar upphæðir og kannski erfitt fyrir aðra að kyngja eða hvað, þótt allir séu með þau markmið að styrkja innviðina? „Það skiptir auðvitað máli að fólk standi við það sem sagt var fyrir kosningar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Það kemur í ljós í upphafi næstu viku hvort flokkunum fimm tekst að ná saman. En Katrín hefur áður sagt að hún teldi eðlilegast við núverandi stöðu mála að mynda einhvers konar þjóðstjórn og kjósa síðan á nýjan leik eftir eitt og hálft ár eða svo. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári eigi að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Þetta sé eitt af því sem samkomulag verði að nást um í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Í dag er vika liðin frá því Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata fékk umboð forseta Íslands til að reyna öðru sinni að mynda ríkisstjórn fimm flokka sem Katrín Jakobsdóttir hafði áður reynt að mynda. Hingað til hafa viðræðurnar verið á óformlegum nótum og hafa flokkarnir ákveðið að taka sér helgina til að halda þeim áfram. En þá ætti að liggja fyrir hvort forsendur séu til að þeir hefji samningu stjórnarsáttmála. Fyrir liggur að þótt margt sameini flokkana er einnig margt sem skilur þá að. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir ljóst hvar stærstu ásteitingarsteinarnir liggi. „Og það sem við erum að ræða eru kannski annars vegar sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og hins vegar eru stórmál á sviði útgjalda og tekjuöflunar. Þá sérstaklega varðandi það sem nú er mest í umræðunni sem varðar ekki hvað síst heilbrigðiskerfið okkar og menntakerfið. Hvort flokkarnir geti náð saman um raunhæfa útgjaldaaukningu á því sviði,“ segir Katrín. Talað hefur verið um að lengst væri á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í viðræðum flokkanna fimm en Katrín segist ekki ætla að leggja neitt mat á það. En það liggur algerlega fyrir að við í Vinstri grænum leggjum höfuð áherslu á það að standa undir væntingum þegar kemur að heilbrigðis- og menntamálum. Fjárlagafrumvarp var lagt fram á þriðjudag með 28 milljarða króna afgangi á rekstri ríkissjóðs, sem er á mörkum þess sem ný lög um fjárlög gera ráð fyrir. Svigrúm er því ekki mikið til nýrra útgjalda án nýrra tekna. „Svona eftir að hafa farið yfir fjárlagafrumvarpið bæði hvað varðar það sem vantar upp á í samgöngumálum en líka í heilbrigðis- og menntamálum, þá er það umtalsverð aukning sem ég tel að þurfi að koma til að það frumvarp geti staðið undir væntingum,“ segir formðaur Vinstri grænna. Erum við að tala um nokkra milljarða eða einn eða tvo tugi milljarða? „Ég myndi segja að þetta væri á þriðja tug milljarða.“Sem vantar inn í fjárlög næsta árs til að standa undir væntingum? „Já.“Það eru töluverðar upphæðir og kannski erfitt fyrir aðra að kyngja eða hvað, þótt allir séu með þau markmið að styrkja innviðina? „Það skiptir auðvitað máli að fólk standi við það sem sagt var fyrir kosningar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Það kemur í ljós í upphafi næstu viku hvort flokkunum fimm tekst að ná saman. En Katrín hefur áður sagt að hún teldi eðlilegast við núverandi stöðu mála að mynda einhvers konar þjóðstjórn og kjósa síðan á nýjan leik eftir eitt og hálft ár eða svo.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira