450 milljónir í ný verkefni hjá Reykjavíkurborg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2016 19:00 Reykjavíkurborg áætlar að verja um fjögur hundruð og fimmtíu milljónum króna í verkefni sem íbúar í hverfum borgarinnar greiddu atkvæði um í rafrænum kosningum sem lauk aðfaranótt fimmtudags. Um er að ræða smærri nýframkvæmdir og ýmis viðhaldsverkefni sem koma til framkvæmda á næsta ári. Á kjörskrá voru um 99.000 íbúar en af þeim auðkenndu sig rúmlega 9.000 til þátttöku. Þátttakan jókst töluvert frá fyrra ári en 9.4% tóku þátt samanborið við 7.3% árið 2015 þegar fjöldi þátttakenda var tæplega 6500. Kosið var í gegnum vef Reykjavíkurborgar en tillögurnar sem settar voru í kjör voru um 170 verkefni og verða 112 þeirra sett í framkvæmd næsta sumar. Verkefnin eru af ýmsum toga. „Ég get sagt að það frumlegasta sem hlaut kosningu að mínu mati hefur verið þessi ljóð á gangstéttirnar. Þannig að þegar að það rignir þá birtist ljóð á gangstéttum á Ægissíðunni,“ segir Sonja Wiium, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg Miðað við niðurstöður kosninganna er borgarbúum umhugað um umhverfi sitt því því í mörgum hverfum var óskað eftir því að fjölga ruslatunnum og laga göngustíga. Til ráðstöfunar eru um 450 milljónir sem er 50% meira fjármagn en á síðasta ári. Fjármunum er skipt milli hverfa eftir reiknireglu sem tekur mið af fjölda íbúa í hverju hverfi. Eitt fjárfrekasta verkefnið verður ný vatnsrennibraut í sundlauginni Grafarvogi. „Þetta eru bæði nýframkvæmdir og viðhald og skemmtileg afþreying inn í hverfin. Til dæmis eins og heit vaðlaug í Hljómskálagarðinn og svo líka alls konar viðhald og gangstéttar, ný umferðarljós á Ánanaustum og við Lönguhlíð. Allt sem fékk kosningu það fer í framkvæmd næsta sumar og á að vera lokið fyrir árslok 2017,“ segir Sonja. Fleiri konur tóku þátt í könnuninni eða um 58% og er mynstrið svipað eftir öllum hverfum borgarinnar. Sonja segir að verkefnið sé skemmtilegt og krefjandi og reynslan af því að taka íbúa borgarinnar inn í ákvarðanir af þessu tagi hefur reynst góð. „Lýðræðið býður upp á samtal mjög margra og við erum að ryðja brautina fyrir önnur sveitarfélög. En auðvitað erum við að hleypa öllum að borðinu og íbúar hafa skoðun á því hvernig hverfin sín eiga að vera og þar af leiðandi er þetta svolítið stórt umstang. Þetta er stór verkefni,“ segir Sonja. Nánar má kynna sér niðurstöður kosninganna á vef Reykjavíkurborgar. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Reykjavíkurborg áætlar að verja um fjögur hundruð og fimmtíu milljónum króna í verkefni sem íbúar í hverfum borgarinnar greiddu atkvæði um í rafrænum kosningum sem lauk aðfaranótt fimmtudags. Um er að ræða smærri nýframkvæmdir og ýmis viðhaldsverkefni sem koma til framkvæmda á næsta ári. Á kjörskrá voru um 99.000 íbúar en af þeim auðkenndu sig rúmlega 9.000 til þátttöku. Þátttakan jókst töluvert frá fyrra ári en 9.4% tóku þátt samanborið við 7.3% árið 2015 þegar fjöldi þátttakenda var tæplega 6500. Kosið var í gegnum vef Reykjavíkurborgar en tillögurnar sem settar voru í kjör voru um 170 verkefni og verða 112 þeirra sett í framkvæmd næsta sumar. Verkefnin eru af ýmsum toga. „Ég get sagt að það frumlegasta sem hlaut kosningu að mínu mati hefur verið þessi ljóð á gangstéttirnar. Þannig að þegar að það rignir þá birtist ljóð á gangstéttum á Ægissíðunni,“ segir Sonja Wiium, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg Miðað við niðurstöður kosninganna er borgarbúum umhugað um umhverfi sitt því því í mörgum hverfum var óskað eftir því að fjölga ruslatunnum og laga göngustíga. Til ráðstöfunar eru um 450 milljónir sem er 50% meira fjármagn en á síðasta ári. Fjármunum er skipt milli hverfa eftir reiknireglu sem tekur mið af fjölda íbúa í hverju hverfi. Eitt fjárfrekasta verkefnið verður ný vatnsrennibraut í sundlauginni Grafarvogi. „Þetta eru bæði nýframkvæmdir og viðhald og skemmtileg afþreying inn í hverfin. Til dæmis eins og heit vaðlaug í Hljómskálagarðinn og svo líka alls konar viðhald og gangstéttar, ný umferðarljós á Ánanaustum og við Lönguhlíð. Allt sem fékk kosningu það fer í framkvæmd næsta sumar og á að vera lokið fyrir árslok 2017,“ segir Sonja. Fleiri konur tóku þátt í könnuninni eða um 58% og er mynstrið svipað eftir öllum hverfum borgarinnar. Sonja segir að verkefnið sé skemmtilegt og krefjandi og reynslan af því að taka íbúa borgarinnar inn í ákvarðanir af þessu tagi hefur reynst góð. „Lýðræðið býður upp á samtal mjög margra og við erum að ryðja brautina fyrir önnur sveitarfélög. En auðvitað erum við að hleypa öllum að borðinu og íbúar hafa skoðun á því hvernig hverfin sín eiga að vera og þar af leiðandi er þetta svolítið stórt umstang. Þetta er stór verkefni,“ segir Sonja. Nánar má kynna sér niðurstöður kosninganna á vef Reykjavíkurborgar.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira