Bara geðveik: Í draumaferð í Suður-Afríku en dreymir að tvíburinn sé dáinn Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 21. nóvember 2016 16:00 Sól og hiti. Adrenalín og gleði. Davíð Arnar Oddgeirsson er í Suður-Afríku að lifa draumalífi, gera allt það sem honum finnst skemmtilegast, en á morgnana hrekkur hann upp með andfælum eftir að hafa dreymt að tvífari hans og tvíburabróðir sé dáinn. Það skar hann í hjartað að vita af bróður sínum í geðrofi, í sinni fyrstu maníu, hinum megin á hnettinum á meðan hann sjálfur var að skemmta sér konunglega við að uppfylla drauma sína. Það fer ekkert á milli mála að geðhvarfasýki Brynjars hefur tekið á samband þeirra bræðra, eins og þeir ræða í myndskeiðinu sem hér fylgir og er úr 3. þætti af Bara geðveik. Geðsjúkdómar leggjast á fjölskyldur og lita samskipti hins veika við sína nánustu. Sú staða verður enn erfiðari þegar sá sem veikist er eins og þú. Með nákvæmlega sama DNA. Því ef einn eineggja tvíburi veikist af geðhvörfum eða geðklofa, er hinn tvíburinn í langtum meiri hættu en næsti maður á að veikjast líka. Brynjar er einn fjórum hugrökkum Íslendingum sem ákváðu að hleypa Lóu Pind og Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni inn í líf sitt. Þau hafa fylgst með Brynjari, Ágústu Ísleifsdóttur, Silju Björk Björnsdóttur og Bjarneyju Vigdísi Ingimundardóttur mánuðum saman, sumum í tæplega ár til að fá djúpa innsýn í tilveru fólks með geðsjúkdóma. Þriðji þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni Bara geðveik fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. Lóa Pind Aldísardóttir hefur umsjón með þáttunum, Egill Aðalsteinsson er myndatökumaður og Ómar Daði Kristjánsson sér um klippingu. Í 3. þætti áttum við okkur á því af hverju kærasti Silju hefur skilning á þunglyndi og kvíða, við hittum systkini Ágústu í Breiðholtinu og hittum í fyrsta sinn eineggja tvíbura Brynjars Orra. Bara geðveik Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sól og hiti. Adrenalín og gleði. Davíð Arnar Oddgeirsson er í Suður-Afríku að lifa draumalífi, gera allt það sem honum finnst skemmtilegast, en á morgnana hrekkur hann upp með andfælum eftir að hafa dreymt að tvífari hans og tvíburabróðir sé dáinn. Það skar hann í hjartað að vita af bróður sínum í geðrofi, í sinni fyrstu maníu, hinum megin á hnettinum á meðan hann sjálfur var að skemmta sér konunglega við að uppfylla drauma sína. Það fer ekkert á milli mála að geðhvarfasýki Brynjars hefur tekið á samband þeirra bræðra, eins og þeir ræða í myndskeiðinu sem hér fylgir og er úr 3. þætti af Bara geðveik. Geðsjúkdómar leggjast á fjölskyldur og lita samskipti hins veika við sína nánustu. Sú staða verður enn erfiðari þegar sá sem veikist er eins og þú. Með nákvæmlega sama DNA. Því ef einn eineggja tvíburi veikist af geðhvörfum eða geðklofa, er hinn tvíburinn í langtum meiri hættu en næsti maður á að veikjast líka. Brynjar er einn fjórum hugrökkum Íslendingum sem ákváðu að hleypa Lóu Pind og Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni inn í líf sitt. Þau hafa fylgst með Brynjari, Ágústu Ísleifsdóttur, Silju Björk Björnsdóttur og Bjarneyju Vigdísi Ingimundardóttur mánuðum saman, sumum í tæplega ár til að fá djúpa innsýn í tilveru fólks með geðsjúkdóma. Þriðji þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni Bara geðveik fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. Lóa Pind Aldísardóttir hefur umsjón með þáttunum, Egill Aðalsteinsson er myndatökumaður og Ómar Daði Kristjánsson sér um klippingu. Í 3. þætti áttum við okkur á því af hverju kærasti Silju hefur skilning á þunglyndi og kvíða, við hittum systkini Ágústu í Breiðholtinu og hittum í fyrsta sinn eineggja tvíbura Brynjars Orra.
Bara geðveik Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira