„Ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 13:18 Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Oddný Harðardóttir fyrrverandi formaður flokksins koma til fundar við Katrínu Jakobsdóttur í liðinni viku. vísir/ernir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. Formenn flokkanna funduðu í morgun og lauk fundinum um hádegi. Formennirnir funda aftur klukkan 16 í dag. „Við bárum saman bækur okkar og ætlum svo að hitta þingflokkana, fá stemninguna þar og auðvitað vinna úr nokkrum málum,“ segir Logi í samtali við Vísi. Aðspurður hvort komið sé að ögurstundu í viðræðunum segir Logi: „Ögurstund er nú dálítið dramatískt orð en auðvitað í nokkurra daga ferli þá getur auðvitað hvenær sem er brugðið til beggja vona en það er ekkert þannig í kortunum annað en að menn einsetji sér að finna lausnir og skoða þær og bera þær saman.“ Logi segir að verið sé að skoða stöðu ríkissjóðs en það vakti athygli í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði að staðan væri þrengri en búist hefði verið við. Logi segir útgjöld kosta og auðvitað verði að finna leiðir til að fjármagna þau. „Þannig að það er svo sem bara allt opið í því,“ segir Logi. Hann svarar því ekki hvort hann telji að það muni liggja fyrir í dag hvort af myndun ríkisstjórnar verði eða ekki og segir Katrínu örugglega svara því en ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. „Þetta er búið að vera gott samtal og menn eru opnir og lausnamiðaðir og ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil svo við sjáum bara til,“ segir Logi.Þannig að þú ert bjartsýnn á að þið náið saman? „Já, ég er svona hóflega bjartsýnn.“ Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Menn geta ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, furðar sig á því að nú sé haldið fram í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og Viðreisnar að staða ríkisfjármála sé þrengri en búist var við. 23. nóvember 2016 10:49 Flókin staða varðandi ríkisfjármál í stjórnarmyndunarviðræðum Formaður Viðreisnar segir að fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt sér fyrir ýmsum fjárútlátum á síðustu dögum þings fyrir kosningar sem kosti ríkissjóð tugi milljarða án þess að verkefni hafi verið fjármögnuð. Þetta hafi áhrif á hvað ný ríkisstjórn geti gert. Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag. 23. nóvember 2016 12:29 Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. Formenn flokkanna funduðu í morgun og lauk fundinum um hádegi. Formennirnir funda aftur klukkan 16 í dag. „Við bárum saman bækur okkar og ætlum svo að hitta þingflokkana, fá stemninguna þar og auðvitað vinna úr nokkrum málum,“ segir Logi í samtali við Vísi. Aðspurður hvort komið sé að ögurstundu í viðræðunum segir Logi: „Ögurstund er nú dálítið dramatískt orð en auðvitað í nokkurra daga ferli þá getur auðvitað hvenær sem er brugðið til beggja vona en það er ekkert þannig í kortunum annað en að menn einsetji sér að finna lausnir og skoða þær og bera þær saman.“ Logi segir að verið sé að skoða stöðu ríkissjóðs en það vakti athygli í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði að staðan væri þrengri en búist hefði verið við. Logi segir útgjöld kosta og auðvitað verði að finna leiðir til að fjármagna þau. „Þannig að það er svo sem bara allt opið í því,“ segir Logi. Hann svarar því ekki hvort hann telji að það muni liggja fyrir í dag hvort af myndun ríkisstjórnar verði eða ekki og segir Katrínu örugglega svara því en ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. „Þetta er búið að vera gott samtal og menn eru opnir og lausnamiðaðir og ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil svo við sjáum bara til,“ segir Logi.Þannig að þú ert bjartsýnn á að þið náið saman? „Já, ég er svona hóflega bjartsýnn.“
Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Menn geta ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, furðar sig á því að nú sé haldið fram í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og Viðreisnar að staða ríkisfjármála sé þrengri en búist var við. 23. nóvember 2016 10:49 Flókin staða varðandi ríkisfjármál í stjórnarmyndunarviðræðum Formaður Viðreisnar segir að fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt sér fyrir ýmsum fjárútlátum á síðustu dögum þings fyrir kosningar sem kosti ríkissjóð tugi milljarða án þess að verkefni hafi verið fjármögnuð. Þetta hafi áhrif á hvað ný ríkisstjórn geti gert. Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag. 23. nóvember 2016 12:29 Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Bjarni Benediktsson: Menn geta ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, furðar sig á því að nú sé haldið fram í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og Viðreisnar að staða ríkisfjármála sé þrengri en búist var við. 23. nóvember 2016 10:49
Flókin staða varðandi ríkisfjármál í stjórnarmyndunarviðræðum Formaður Viðreisnar segir að fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt sér fyrir ýmsum fjárútlátum á síðustu dögum þings fyrir kosningar sem kosti ríkissjóð tugi milljarða án þess að verkefni hafi verið fjármögnuð. Þetta hafi áhrif á hvað ný ríkisstjórn geti gert. Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag. 23. nóvember 2016 12:29
Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01