„Ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 13:18 Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Oddný Harðardóttir fyrrverandi formaður flokksins koma til fundar við Katrínu Jakobsdóttur í liðinni viku. vísir/ernir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. Formenn flokkanna funduðu í morgun og lauk fundinum um hádegi. Formennirnir funda aftur klukkan 16 í dag. „Við bárum saman bækur okkar og ætlum svo að hitta þingflokkana, fá stemninguna þar og auðvitað vinna úr nokkrum málum,“ segir Logi í samtali við Vísi. Aðspurður hvort komið sé að ögurstundu í viðræðunum segir Logi: „Ögurstund er nú dálítið dramatískt orð en auðvitað í nokkurra daga ferli þá getur auðvitað hvenær sem er brugðið til beggja vona en það er ekkert þannig í kortunum annað en að menn einsetji sér að finna lausnir og skoða þær og bera þær saman.“ Logi segir að verið sé að skoða stöðu ríkissjóðs en það vakti athygli í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði að staðan væri þrengri en búist hefði verið við. Logi segir útgjöld kosta og auðvitað verði að finna leiðir til að fjármagna þau. „Þannig að það er svo sem bara allt opið í því,“ segir Logi. Hann svarar því ekki hvort hann telji að það muni liggja fyrir í dag hvort af myndun ríkisstjórnar verði eða ekki og segir Katrínu örugglega svara því en ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. „Þetta er búið að vera gott samtal og menn eru opnir og lausnamiðaðir og ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil svo við sjáum bara til,“ segir Logi.Þannig að þú ert bjartsýnn á að þið náið saman? „Já, ég er svona hóflega bjartsýnn.“ Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Menn geta ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, furðar sig á því að nú sé haldið fram í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og Viðreisnar að staða ríkisfjármála sé þrengri en búist var við. 23. nóvember 2016 10:49 Flókin staða varðandi ríkisfjármál í stjórnarmyndunarviðræðum Formaður Viðreisnar segir að fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt sér fyrir ýmsum fjárútlátum á síðustu dögum þings fyrir kosningar sem kosti ríkissjóð tugi milljarða án þess að verkefni hafi verið fjármögnuð. Þetta hafi áhrif á hvað ný ríkisstjórn geti gert. Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag. 23. nóvember 2016 12:29 Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. Formenn flokkanna funduðu í morgun og lauk fundinum um hádegi. Formennirnir funda aftur klukkan 16 í dag. „Við bárum saman bækur okkar og ætlum svo að hitta þingflokkana, fá stemninguna þar og auðvitað vinna úr nokkrum málum,“ segir Logi í samtali við Vísi. Aðspurður hvort komið sé að ögurstundu í viðræðunum segir Logi: „Ögurstund er nú dálítið dramatískt orð en auðvitað í nokkurra daga ferli þá getur auðvitað hvenær sem er brugðið til beggja vona en það er ekkert þannig í kortunum annað en að menn einsetji sér að finna lausnir og skoða þær og bera þær saman.“ Logi segir að verið sé að skoða stöðu ríkissjóðs en það vakti athygli í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði að staðan væri þrengri en búist hefði verið við. Logi segir útgjöld kosta og auðvitað verði að finna leiðir til að fjármagna þau. „Þannig að það er svo sem bara allt opið í því,“ segir Logi. Hann svarar því ekki hvort hann telji að það muni liggja fyrir í dag hvort af myndun ríkisstjórnar verði eða ekki og segir Katrínu örugglega svara því en ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. „Þetta er búið að vera gott samtal og menn eru opnir og lausnamiðaðir og ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil svo við sjáum bara til,“ segir Logi.Þannig að þú ert bjartsýnn á að þið náið saman? „Já, ég er svona hóflega bjartsýnn.“
Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Menn geta ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, furðar sig á því að nú sé haldið fram í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og Viðreisnar að staða ríkisfjármála sé þrengri en búist var við. 23. nóvember 2016 10:49 Flókin staða varðandi ríkisfjármál í stjórnarmyndunarviðræðum Formaður Viðreisnar segir að fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt sér fyrir ýmsum fjárútlátum á síðustu dögum þings fyrir kosningar sem kosti ríkissjóð tugi milljarða án þess að verkefni hafi verið fjármögnuð. Þetta hafi áhrif á hvað ný ríkisstjórn geti gert. Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag. 23. nóvember 2016 12:29 Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Bjarni Benediktsson: Menn geta ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, furðar sig á því að nú sé haldið fram í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og Viðreisnar að staða ríkisfjármála sé þrengri en búist var við. 23. nóvember 2016 10:49
Flókin staða varðandi ríkisfjármál í stjórnarmyndunarviðræðum Formaður Viðreisnar segir að fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt sér fyrir ýmsum fjárútlátum á síðustu dögum þings fyrir kosningar sem kosti ríkissjóð tugi milljarða án þess að verkefni hafi verið fjármögnuð. Þetta hafi áhrif á hvað ný ríkisstjórn geti gert. Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag. 23. nóvember 2016 12:29
Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01