Erlent

Schultz snýr aftur í þýsk stjórnmál

Atli Ísleifsson skrifar
Martin Schulz hefur gegnt embætti forseta Evrópuþingsins frá árinu 2012.
Martin Schulz hefur gegnt embætti forseta Evrópuþingsins frá árinu 2012. Vísir/AFP
Forseti Evrópuþingsins, þýski jafnaðarmaðurinn Martin Schultz, hyggst ekki bjóða sig fram til endurkjörs í næstu kosningum til Evrópuþingsins. Þess í stað hyggst hann snúa aftur í landsmálin í heimalandinu.

Frá þessu greinir ARD.

Nafn Schultz hefur ítrekað komið upp í umræðunni um hver verði kanslaraefni Jafnaðarmanna í þýsku þingkosningunum næsta haust.

Süddeutsche Zeitung segir að Schultz sé einnig nefndur í umræðunni um hver muni leiða Jafnaðarmannaflokkinn í Norðurrín-Vestfalen í þingkosningunum.

Martin Schulz hefur gegnt embætti forseta Evrópuþingsins frá árinu 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×