Leiðir Katrínar lokaðar Snærós Sindradóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/Eyþór Úti er um tilraunir Katrínar Jakobsdóttur til að mynda fimm flokka stjórn frá vinstri og yfir miðju. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vinstri græn vildu skoða hvort skipta mætti á Viðreisn og Framsóknarflokknum í fimm flokka ríkisstjórn en hugmyndin strandar á Bjartri framtíð og Pírötum. Þingmenn Bjartrar framtíðar funduðu fyrir hádegi í gær og með stjórn flokksins, sem í eru um áttatíu manns, í gærkvöldi. Á stjórnarfundinum var framtíð samstarfs flokksins við Viðreisn ekki á formlegri dagskrá. Þegar Fréttablaðið náði tali af Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, seinni partinn í gær sagði hann að ekki hefði verið rætt annað en að samstarfinu við Viðreisn yrði haldið áfram. Samstarf við Framsóknarflokkinn hafi ekki verið rætt. „Við höfum ekki sett það á borðið einu sinni. Það er bara eins og hver önnur fræðilega útreiknuð pæling. Við erum lítill flokkur og jafnvel í bandalagi við Viðreisn tiltölulega lítill hluti af þinginu.“Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar.Vísir/AntonÓttarr hafði í gær rætt við flesta formenn annarra flokka, þar á meðal Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Engar formlegar þreifingar hafa þó átt sér stað. Fari svo að það gliðni á milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á enn eftir að sannfæra Pírata um samstarf við Framsóknarflokkinn. Píratar funduðu stíft í gær um þann möguleika en hljóðið var þungt eftir fundahöldin. „Við lendum alltaf á þeim stað að þjóðin kallaði eftir þessum kosningum út af Panamaskjölunum. Í Framsóknarflokknum er þingmaður sem var í skjölunum og tók að sér að semja við kröfuhafa um það hvernig kakan myndi skiptast á milli kröfuhafanna og þjóðarinnar, þegar konan hans var kröfuhafi. Við lendum alltaf þar,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Heimildir Fréttablaðsins herma að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum formaður flokksins sem var í Panamaskjölunum, sé algjörlega einangraður innan hans og á meðal þingmanna sé talað um Framsóknarflokkinn sem sjö manna þingflokk í stað átta. Píratar hafa velt því upp hvort afstaða þeirra væri önnur ef Sigmundur væri ekki fyrir á fleti. „En þá horfum við á önnur mál sem flestir flokkar töluðu um, sem er að fara markaðsleið með útboði á aflanum. Vinstri græn í þessum stjórnarviðræðum voru búin að opna á markaðsleiðina en við sjáum bara ekki möguleikann á að Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn að gera það. Hann er sérhagsmunagæsluflokkur fyrir sjávarútveginn,“ segir Jón Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Úti er um tilraunir Katrínar Jakobsdóttur til að mynda fimm flokka stjórn frá vinstri og yfir miðju. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vinstri græn vildu skoða hvort skipta mætti á Viðreisn og Framsóknarflokknum í fimm flokka ríkisstjórn en hugmyndin strandar á Bjartri framtíð og Pírötum. Þingmenn Bjartrar framtíðar funduðu fyrir hádegi í gær og með stjórn flokksins, sem í eru um áttatíu manns, í gærkvöldi. Á stjórnarfundinum var framtíð samstarfs flokksins við Viðreisn ekki á formlegri dagskrá. Þegar Fréttablaðið náði tali af Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, seinni partinn í gær sagði hann að ekki hefði verið rætt annað en að samstarfinu við Viðreisn yrði haldið áfram. Samstarf við Framsóknarflokkinn hafi ekki verið rætt. „Við höfum ekki sett það á borðið einu sinni. Það er bara eins og hver önnur fræðilega útreiknuð pæling. Við erum lítill flokkur og jafnvel í bandalagi við Viðreisn tiltölulega lítill hluti af þinginu.“Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar.Vísir/AntonÓttarr hafði í gær rætt við flesta formenn annarra flokka, þar á meðal Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Engar formlegar þreifingar hafa þó átt sér stað. Fari svo að það gliðni á milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á enn eftir að sannfæra Pírata um samstarf við Framsóknarflokkinn. Píratar funduðu stíft í gær um þann möguleika en hljóðið var þungt eftir fundahöldin. „Við lendum alltaf á þeim stað að þjóðin kallaði eftir þessum kosningum út af Panamaskjölunum. Í Framsóknarflokknum er þingmaður sem var í skjölunum og tók að sér að semja við kröfuhafa um það hvernig kakan myndi skiptast á milli kröfuhafanna og þjóðarinnar, þegar konan hans var kröfuhafi. Við lendum alltaf þar,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Heimildir Fréttablaðsins herma að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum formaður flokksins sem var í Panamaskjölunum, sé algjörlega einangraður innan hans og á meðal þingmanna sé talað um Framsóknarflokkinn sem sjö manna þingflokk í stað átta. Píratar hafa velt því upp hvort afstaða þeirra væri önnur ef Sigmundur væri ekki fyrir á fleti. „En þá horfum við á önnur mál sem flestir flokkar töluðu um, sem er að fara markaðsleið með útboði á aflanum. Vinstri græn í þessum stjórnarviðræðum voru búin að opna á markaðsleiðina en við sjáum bara ekki möguleikann á að Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn að gera það. Hann er sérhagsmunagæsluflokkur fyrir sjávarútveginn,“ segir Jón Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira