Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2016 10:39 Benedikt Jóhannesson. vísir/stefán Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir enga formlega fundi á dagskrá milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hann segir marga kosti vera í stöðunni varðandi myndun ríkisstjórnar og að fólk sé að ræða saman þvert á flokka. Aðspurður hvort að líklegra sé að flokkarnir þrír nái saman í þessari tilraun en í þeirri fyrstu, segir Benedikt að ómögulegt sé að segja hver niðurstaðan verði. „Það er kannski meira í gangi en menn halda, þannig að ég veit ekki alveg hvað segja skal. Það eru auðvitað margir kostir. En fólk er að tala saman þvers og kruss. Þannig að það er eiginlega ómögulegt að segja hvað verður. Það er bara ekki komið á það stig,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Sjá einnig:Ræddu Málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis í gær til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hittust formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi í gær til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf. „Við bara töluðum saman, það er svolítið virðulegt að kalla það viðræður.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók tók þá ákvörðun í síðustu viku að veita engum formlegt umboð til stjórnarmyndunar og tók hann þá einnig fram að hann vænti fregna um helgina eða í byrjun þessarar viku.Sjá einnig:Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: „Engin ástæða til taugaveiklunar“ Aðspurður segist Benedikt ekki vita hvort að forsetinn eigi von á símtali um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. „Ég skal ekkert um það segja. En það að minnsta kosti engir fundir komnir á dagskrá ennþá, ekki sem ég veit um.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, staðfesti jafnframt í samtali við Vísi að ekki hefði verið boðað til þingflokksfundar hjá Sjálfstæðisflokknum í dag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43 Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. 27. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir enga formlega fundi á dagskrá milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hann segir marga kosti vera í stöðunni varðandi myndun ríkisstjórnar og að fólk sé að ræða saman þvert á flokka. Aðspurður hvort að líklegra sé að flokkarnir þrír nái saman í þessari tilraun en í þeirri fyrstu, segir Benedikt að ómögulegt sé að segja hver niðurstaðan verði. „Það er kannski meira í gangi en menn halda, þannig að ég veit ekki alveg hvað segja skal. Það eru auðvitað margir kostir. En fólk er að tala saman þvers og kruss. Þannig að það er eiginlega ómögulegt að segja hvað verður. Það er bara ekki komið á það stig,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Sjá einnig:Ræddu Málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis í gær til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hittust formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi í gær til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf. „Við bara töluðum saman, það er svolítið virðulegt að kalla það viðræður.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók tók þá ákvörðun í síðustu viku að veita engum formlegt umboð til stjórnarmyndunar og tók hann þá einnig fram að hann vænti fregna um helgina eða í byrjun þessarar viku.Sjá einnig:Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: „Engin ástæða til taugaveiklunar“ Aðspurður segist Benedikt ekki vita hvort að forsetinn eigi von á símtali um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. „Ég skal ekkert um það segja. En það að minnsta kosti engir fundir komnir á dagskrá ennþá, ekki sem ég veit um.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, staðfesti jafnframt í samtali við Vísi að ekki hefði verið boðað til þingflokksfundar hjá Sjálfstæðisflokknum í dag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43 Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. 27. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43
Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. 27. nóvember 2016 19:00