Erlent

Ók inn í hóp og réðst á fólk með kjöthníf að vopni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Byggingin þar sem árásin átti sér stað
Byggingin þar sem árásin átti sér stað Vísir/Google maps
Minnst níu mans voru send á sjúkrahús eftir árás í Ohio State háskólanum í Bandaríkjunum í dag. Einn hinna særðu er í alvarlegu ástandi. Árásarmaðurinn er sagður hafa verið skotinn af lögreglu. Háskólinn varaði nemendur sína við með því senda skilaboð á Twitter.

Í fyrstu var talið mögulegt að um tvo árásarmenn hafi verið að ræða en lögreglan telur það ekki rétt. Ungur maður sem sagður er eiga ættir sínar að rekja til Sómalíu ók inn í hóp fólks og veittist svo að þeim vopnaður kjöthníf.

„Hlaupa, fela, berjast,“ stóð í einni Twitter-færslu háskólans. Venja er að senda út slíka viðvörun og eru það leiðbeiningar um að best sé að koma sér í burt, ef það takist ekki á að reyna að fela sig. Í versta falli eigi að berjast við árásaraðilina sé ekkert annað í stöðunni.

Ohio State er einn stærsti háskóli Bandaríkjanna með um 60 þúsund nemendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×