Lífið

Fengu skýr fyrirmæli um að reyna aldrei að hafa uppi á móðurinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrsti þátturinn af sögu Rósíku fór í loftið á sunnudaginn.
Fyrsti þátturinn af sögu Rósíku fór í loftið á sunnudaginn.
„Ég vona bara af öllu hjarta að við finnum hana,“ sagði Rósíka Gestsdóttir í þættinum Leitin að upprunanum sem var sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöld, en Rósíka var ættleidd frá Sri Lanka árið 1986 og freistar þess nú að leita að líffræðilegri móður sinni.

Í þættinum kom fram að foreldrum hennar hafi á sínum tíma verið sagt af lögfræðingnum sem sá um ættleiðinguna að þau skyldu aldrei reyna að hafa uppi á konunni sem gaf þeim barnið sitt.

Það er sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem aðstoðar Rósíku við leitina en þær fóru til Sri Lanka þrátt fyrir að hafa litlar sem engar upplýsingar í höndunum, en náttúruhamfarir í landinu settu meðal annars strik í reikninginn.

Þeirra bíður nú það verkefni að nýta tímann í Sri Lanka til að fylgja þeim vísbendingum sem þær hafa, en meðal þeirra er heimilisfangið á sjúkrahúsinu þar sem hún er fædd, götunafnið þar sem móðir hennar bjó og fullt heimilisfang afa hennar.

Meðfylgjandi er brot úr þættinum en í því má heyra viðtal sem var tekið við Rósíku þegar hún var lent í Sri Lanka 30 árum eftir að hún var ættleidd þaðan sex vikna gömul.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×