Lífið

Kolbrún Sara missir sjálf af lokaþættinum: „Vona svo sannarlega að þið njótið og dæmið ekki“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Saga Kolbrúnar Söru líkur í kvöld.
Saga Kolbrúnar Söru líkur í kvöld.
„Ekki það að ég þurfi að minna á en langaði bara að láta ykkur vita að síðasti þátturinn af ferðalagi mínu í leitinni minni að upprunanum er í kvöld. Sjálf er ég að vinna og þar af leiðandi fæ ég ekki að horfa á sama tíma og þið,“ segir Kolbrún Sara Larsen í stöðufærslu á Facebook.

Þriðji og síðasti þátturinn af hennar sögu verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld en hún hefur verið til umfjöllunar undanfarnar tvo sunnudaga í þáttunum Leitin að upprunanum.

Síðasti þáttur var sannarlega ótrúlegur og hlaut óvæntan endi þegar Kolbrún ljóstraði því upp að hún ætlaði að halda til fundar við móður sína í afskekktu fjallaþorpi, þrátt fyrir að fjölskyldan hefði ráðlagt henni að gera það ekki. Það eru því vafalaust margir sem bíða spenntir eftir þættinum í kvöld, en Kolbrún sjálf missir því miður af honum.

„Ég vona svo sannarlega að þið njótið og dæmið ekki, fólk er fólk og allir gera mistök. Enginn er heilagur. Þetta var ansi strembið ferðalag, andlega og líkamlega og sést það best í restina að ég er að verða ansi þreytt og snúin enda upplýsingarnar óyfirstíganlega miklar á tímabili. En þið horfið bara framhjá því.“

Kolbrún hvetur vini sína til að leyfa sér að fylgjast með þeirra upplifun af þessu öllu saman.

„Hvort heldur það er í myndum eða máli. Það er ekki laust við að ég finni fyrir smá stressi, en þið hafið hjálpað mér yfir erfiðasta hjallinn. Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu mikið mig langar heim. Það verður víst að bíða örlítið lengur meðan safnað er í bleika grísinn með stóru bumbuna.“


Tengdar fréttir

Leitin að upprunanum: Hitti systur sínar og föður í fyrsta skipti

"Augnablikið sem ég er búin að bíða eftir í meira en 30 ár var bara áðan og er allt í einu búið,“ sagði Kolbrún Sara Larsen í fjórða þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gær en í þættinum hitti hún fjórar eldri systur sínar og föður í fyrsta skipti síðan hún var ættleidd frá Tyrklandi til Íslands tveggja ára gömul.

Fleiri vilja leita upprunans

Uppkomin ættleidd börn leita í auknum mæli til Íslenskrar ættleiðingar með það í huga að leita upprunans. Færri börn eru ættleidd á milli landa nú en áður. Á því eru fjölþættar skýringar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.