Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. nóvember 2016 14:49 „Við erum að róa lífróður svo þessi starfsemi geti haldið áfram," segir Kristinn. Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. Næstu skref verði að reyna að byggja upp trúverðugleika Brúneggja, sem verði meðal annars gert með því að bjóða fjölmiðlum og verslunum að skoða aðstæður. „Við erum að róa lífróður svo þessi starfsemi geti haldið áfram. Varan okkar er í lagi, okkur hefur ekki verið bannað að selja þær, og við erum með fullgilt starfsleyfi. Við erum með réttan fuglafjölda og góða aðstöðu á okkar búum,“ segir Kristinn Gylfi í samtali við Vísi. Greint var frá því í Kastljósi í gær að fyrirtækið Brúnegg hefði um árabil blekkt neytendur með sölu á vistvænum eggjum. Þar kom einnig fram að aðbúnaði hefði verið verulega ábótavant og hænur illa hirtar. Málið hefur vakið verulegan óhug og hafa fjölmargir lýst því yfir að þeir muni sniðganga vörur Brúneggja, ásamt því sem allar helstu stórverslanir hafa tekið egg þeirra úr sölu. Heldur í vonina Aðspurður segist Kristinn halda í vonina um að málið muni ekki koma fyrirtækinu um koll. „Við ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar. Við ætlum að sýna fram á að aðstæður séu góðar hjá okkur, meðal annars með því að bjóða fjölmiðlum og verslunum að koma og skoða aðstæðurnar,“ segir hann. „Það verður svo að ráðast hvort vörur frá okkur komist í sölu aftur og hvort neytendur vilji þær. Við höfum haft búin okkar opin fyrir fjölmiðlum í gegnum tíðina. Það sem kom fram í Kastljósi í gær eru upplýsingar liðins tíma úr eftirlitsskýrslu og eingöngu dæmi um frávik sem ekki lýsa hvernig rekstri okkar er háttar.“ Hvernig útskýrirðu þá myndskeiðin sem birt voru í Kastljósi? „Þessi myndskeið höfum við reyndar ekki séð áður og þau voru tekin af hópi sem var slátrað stuttu síðar. Hópurinn var kominn á aldur og við lok varpskeiðs. Þetta eru auðvitað ekki góðar myndir og þær lýsa ekki stöðunni eins og hún er í dag heldur þessum frávikum á þeim tíma,“ segir Kristinn. Aðspurður hvort umrædd frávik hafi ekki verið alvarleg, að hans mati, segir hann að svo hafi verið, og að leyst hafi verið úr þeim. „Það getur verið þannig í stórum hópi fugla að sumir líta verr út en aðrir. Þetta var ekki eðlilegt ástand og hænunum slátrað skömmu seinna.“ Þá segist Kristinn ætla að reyna hvað hann getur til að koma fyrirtækinu á skrið aftur. „Ég vona að við náum því.“ Uppfært: Anton Brink ljósmyndari leit við hjá Kristni nú síðdegis og tók eftirfarandi myndskeið. Hér að neðan má sjá myndbandsupptökur frá MAST, sem teknar voru í húsnæði Búreggja. Brúneggjamálið Tengdar fréttir Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Sjá meira
Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. Næstu skref verði að reyna að byggja upp trúverðugleika Brúneggja, sem verði meðal annars gert með því að bjóða fjölmiðlum og verslunum að skoða aðstæður. „Við erum að róa lífróður svo þessi starfsemi geti haldið áfram. Varan okkar er í lagi, okkur hefur ekki verið bannað að selja þær, og við erum með fullgilt starfsleyfi. Við erum með réttan fuglafjölda og góða aðstöðu á okkar búum,“ segir Kristinn Gylfi í samtali við Vísi. Greint var frá því í Kastljósi í gær að fyrirtækið Brúnegg hefði um árabil blekkt neytendur með sölu á vistvænum eggjum. Þar kom einnig fram að aðbúnaði hefði verið verulega ábótavant og hænur illa hirtar. Málið hefur vakið verulegan óhug og hafa fjölmargir lýst því yfir að þeir muni sniðganga vörur Brúneggja, ásamt því sem allar helstu stórverslanir hafa tekið egg þeirra úr sölu. Heldur í vonina Aðspurður segist Kristinn halda í vonina um að málið muni ekki koma fyrirtækinu um koll. „Við ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar. Við ætlum að sýna fram á að aðstæður séu góðar hjá okkur, meðal annars með því að bjóða fjölmiðlum og verslunum að koma og skoða aðstæðurnar,“ segir hann. „Það verður svo að ráðast hvort vörur frá okkur komist í sölu aftur og hvort neytendur vilji þær. Við höfum haft búin okkar opin fyrir fjölmiðlum í gegnum tíðina. Það sem kom fram í Kastljósi í gær eru upplýsingar liðins tíma úr eftirlitsskýrslu og eingöngu dæmi um frávik sem ekki lýsa hvernig rekstri okkar er háttar.“ Hvernig útskýrirðu þá myndskeiðin sem birt voru í Kastljósi? „Þessi myndskeið höfum við reyndar ekki séð áður og þau voru tekin af hópi sem var slátrað stuttu síðar. Hópurinn var kominn á aldur og við lok varpskeiðs. Þetta eru auðvitað ekki góðar myndir og þær lýsa ekki stöðunni eins og hún er í dag heldur þessum frávikum á þeim tíma,“ segir Kristinn. Aðspurður hvort umrædd frávik hafi ekki verið alvarleg, að hans mati, segir hann að svo hafi verið, og að leyst hafi verið úr þeim. „Það getur verið þannig í stórum hópi fugla að sumir líta verr út en aðrir. Þetta var ekki eðlilegt ástand og hænunum slátrað skömmu seinna.“ Þá segist Kristinn ætla að reyna hvað hann getur til að koma fyrirtækinu á skrið aftur. „Ég vona að við náum því.“ Uppfært: Anton Brink ljósmyndari leit við hjá Kristni nú síðdegis og tók eftirfarandi myndskeið. Hér að neðan má sjá myndbandsupptökur frá MAST, sem teknar voru í húsnæði Búreggja.
Brúneggjamálið Tengdar fréttir Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Sjá meira
Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30
Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22
Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32
Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28