„Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 10:38 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir. Vísir „Ég hef bara gert formanni Sjálfstæðisflokks grein fyrir því að ég telji mjög ólíklegt að viðræður myndu skila árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi en í frétt Morgunblaðsins í dag er því haldið fram að Vinstri græn hafi hafnað því að taka upp stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Katrín segir við Vísi að hún vilji ekki vitna frekar í tveggja manna tal þegar hún er spurð hvort þetta sé endanleg niðurstaða, að Vinstri græn hafni alfarið stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn.Bjarni Ben og Kata Jak er formenn tveggja stærstu flokkanna á Alþingi, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.visir/anton brink„Ég hef bara gert honum grein fyrir því að ég telji ólíklegt að þær skili árangri,“ segir Katrín. Bjarni sagði sjálfur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær að það væri útséð um samstarf við Vinstri græn eftir samtöl við flokkinn. Spurð hvert svarið yrði ef Bjarni Benediktsson myndi hringja í hana í dag og biðja hana um að mæta til fundar við sig um meirihlutasamstarf endurtekur Katrín að hún hafi gert Bjarna grein fyrir að hún telji ólíklegt að slíkar viðræður myndu skila árangri.En þú tekur upp símann ef Bjarni hringir í þig? „Já, já. Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni,“ svarar Katrín.Í frétt Morgunblaðsins er því haldið fram að mikill þrýstingur hafi verið á Katrínu Jakobsdóttur innan Vinstri grænna að ræða ekki við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Þrýstingurinn sé að sögn Morgunblaðsins frá ungliðahreyfingu flokksins og grasrót og hafi birst í hótunum um afsagnir úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Spurð út í þetta segir Katrín að það sé alveg kunnugt að fólk innan Vinstri grænna hafi ekki verið áhugasamt um samstarf, eins og áður hefur komið fram í máli Katrínar. „Ég hef ekki fengið neinar hótanir,“ segir Katrín. „Ég hef sagt það margoft að það er mjög langt á milli flokka og þess vegna tel ég ólíklegt að viðræður muni skila árangri. Það er staðan.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15 Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16 Viðræður þurfa að hefjast fyrir vikulok Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mögulegt að hann nái ekki að mynda stjórn. Stjórnarmyndunarviðræður þurfi að hefjast fyrir vikulok. Formenn flokka geri of mikið af því að útiloka valkosti í stjórnarmyndunarviðræðum. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Ég hef bara gert formanni Sjálfstæðisflokks grein fyrir því að ég telji mjög ólíklegt að viðræður myndu skila árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi en í frétt Morgunblaðsins í dag er því haldið fram að Vinstri græn hafi hafnað því að taka upp stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Katrín segir við Vísi að hún vilji ekki vitna frekar í tveggja manna tal þegar hún er spurð hvort þetta sé endanleg niðurstaða, að Vinstri græn hafni alfarið stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn.Bjarni Ben og Kata Jak er formenn tveggja stærstu flokkanna á Alþingi, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.visir/anton brink„Ég hef bara gert honum grein fyrir því að ég telji ólíklegt að þær skili árangri,“ segir Katrín. Bjarni sagði sjálfur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær að það væri útséð um samstarf við Vinstri græn eftir samtöl við flokkinn. Spurð hvert svarið yrði ef Bjarni Benediktsson myndi hringja í hana í dag og biðja hana um að mæta til fundar við sig um meirihlutasamstarf endurtekur Katrín að hún hafi gert Bjarna grein fyrir að hún telji ólíklegt að slíkar viðræður myndu skila árangri.En þú tekur upp símann ef Bjarni hringir í þig? „Já, já. Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni,“ svarar Katrín.Í frétt Morgunblaðsins er því haldið fram að mikill þrýstingur hafi verið á Katrínu Jakobsdóttur innan Vinstri grænna að ræða ekki við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Þrýstingurinn sé að sögn Morgunblaðsins frá ungliðahreyfingu flokksins og grasrót og hafi birst í hótunum um afsagnir úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Spurð út í þetta segir Katrín að það sé alveg kunnugt að fólk innan Vinstri grænna hafi ekki verið áhugasamt um samstarf, eins og áður hefur komið fram í máli Katrínar. „Ég hef ekki fengið neinar hótanir,“ segir Katrín. „Ég hef sagt það margoft að það er mjög langt á milli flokka og þess vegna tel ég ólíklegt að viðræður muni skila árangri. Það er staðan.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15 Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16 Viðræður þurfa að hefjast fyrir vikulok Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mögulegt að hann nái ekki að mynda stjórn. Stjórnarmyndunarviðræður þurfi að hefjast fyrir vikulok. Formenn flokka geri of mikið af því að útiloka valkosti í stjórnarmyndunarviðræðum. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15
Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16
Viðræður þurfa að hefjast fyrir vikulok Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mögulegt að hann nái ekki að mynda stjórn. Stjórnarmyndunarviðræður þurfi að hefjast fyrir vikulok. Formenn flokka geri of mikið af því að útiloka valkosti í stjórnarmyndunarviðræðum. 10. nóvember 2016 07:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda