Deilan á Biskupsstofu leyst með tólf mánaða starfslokasamningi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2016 11:56 Óhætt er að segja að samstarf Ellisifjar og Agnesar hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vísir Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, samdi um áframhaldandi laun í tólf mánuði frá starfslokum í september. Starfslokasamningurinn markar lokin á erfiðu ástandi á Biskupsstofu þar sem framkvæmdastjórinn og biskup hafa ekki átt skap saman. Samkvæmt heimildum Vísis var almennur skilningur á því innan kirkjuráðs að samþykkja tólf mánaða starfslokasamning eftir það sem á undan var gengið. Samkomlagið var staðfest á fundi kirkjuráðs þann 23. september síðastliðinn.Pressan greindi frá starfslokum Ellisifjar í gær þar sem fram kom að heildargreiðslur Þjóðkirkjunnar til Ellisifjar fyrir vinnu auk starfslokasamnings næmi 51 milljón króna. Oddur Einarsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra kirkjuráðs tímabundið eftir brotthvarf Ellisifjar, þvertekur í samtali við Vísi fyrir að upphæðin sé svo há. Ellisif hafi verið starfsmaður á launum samkvæmt launatöflu starfsmanna BHM og öllum ætti að vera ljóst að upphæðin 51 milljón króna væri út úr kortinu.Vinnusálfræðingur kallaður til Kalla þurfti vinnustaðasálfræðing á vettvang vegna samstarfsörðugleika Ellusifjar og biskups, Agnesar M. Sigurðardóttur. Eftir því sem fréttastofa kemst næst stóð vinna sálfræðingsins, starfsmanns sálfræðiþjónustunnar Lífs og Sálar, yfir í nokkrar vikur. Ellisif hætti störfum í ágúst og síðan hefur Oddur gegnt stöðu framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Ellisif var ráðin framkvæmdastjóri kirkjuráðs í mars 2015 og tók til starfa 1. apríl það ár. 33 sóttu um stöðuna og var Ellisif metin hæfust. Hún lét svo af störfum í ágúst eftir sautján mánaða starf og var í framhaldinu gengið frá samkomulagi um starfslok. Deilt um reikninga Ellisif gerði alvarlegar athugasemdir við framkomu biskups í bréfi til kirkjuráðs í janúar síðastliðnum. Agnes tjáði sig um málið í skriflegu svari til RÚV í apríl þar sem hún sagði deilurnar tengjast greinargerð lögfræðinga um valdmörk. Í ljósi þess hefði hún stigið til hliðar sem forstöðumaður Biskupsstofu í viðkomandi máli. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, leysti biskup af hólmi í því hlutverki og var því tengiliður Biskupsstofu við vinnustaðasálfræðinginn. Deilur Agnesar og Ellisifjar munu meðal annars hafa snúið að því hvort framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Ellisif, heyrði undir biskup eða kirkjuráð. Sömuleiðis um reikninga sem biskup skrifaði undir en framkvæmdastjóri kirkjuráðs skrifaði ekki undir að því er fram kom í frétt RÚV. Tengdar fréttir Kirkjan krefur ríkið um 230 milljónir króna Í bréfi biskups til fjárlaganefndar Alþingis er krafist 230 milljóna króna viðbótarframlags á fjárlögum. Pírati segir samning frá 1998 hagstæðan kirkjunni. 14. október 2015 07:00 Ráðlagt á kirkjuþingi að sýna ekki sértekjur Í umræðum um fjármál þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi lögðu tveir prestar til að aflað yrði meiri sértekna. Formaður fjárhagsnefndar þingsins varaði við því þar sem það myndi leiða til skerts framlags úr ríkissjóði vegna fjárlaga. 7. nóvember 2015 07:00 Ellisif Tinna skilar góðu búi Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, var leyst undan reglubundnum starfsskyldum sínum frá og með deginum í gær. Hún verður á launum til áramóta þrátt fyrir engar sérstakar starfsskyldur þangað til. 2. september 2010 05:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, samdi um áframhaldandi laun í tólf mánuði frá starfslokum í september. Starfslokasamningurinn markar lokin á erfiðu ástandi á Biskupsstofu þar sem framkvæmdastjórinn og biskup hafa ekki átt skap saman. Samkvæmt heimildum Vísis var almennur skilningur á því innan kirkjuráðs að samþykkja tólf mánaða starfslokasamning eftir það sem á undan var gengið. Samkomlagið var staðfest á fundi kirkjuráðs þann 23. september síðastliðinn.Pressan greindi frá starfslokum Ellisifjar í gær þar sem fram kom að heildargreiðslur Þjóðkirkjunnar til Ellisifjar fyrir vinnu auk starfslokasamnings næmi 51 milljón króna. Oddur Einarsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra kirkjuráðs tímabundið eftir brotthvarf Ellisifjar, þvertekur í samtali við Vísi fyrir að upphæðin sé svo há. Ellisif hafi verið starfsmaður á launum samkvæmt launatöflu starfsmanna BHM og öllum ætti að vera ljóst að upphæðin 51 milljón króna væri út úr kortinu.Vinnusálfræðingur kallaður til Kalla þurfti vinnustaðasálfræðing á vettvang vegna samstarfsörðugleika Ellusifjar og biskups, Agnesar M. Sigurðardóttur. Eftir því sem fréttastofa kemst næst stóð vinna sálfræðingsins, starfsmanns sálfræðiþjónustunnar Lífs og Sálar, yfir í nokkrar vikur. Ellisif hætti störfum í ágúst og síðan hefur Oddur gegnt stöðu framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Ellisif var ráðin framkvæmdastjóri kirkjuráðs í mars 2015 og tók til starfa 1. apríl það ár. 33 sóttu um stöðuna og var Ellisif metin hæfust. Hún lét svo af störfum í ágúst eftir sautján mánaða starf og var í framhaldinu gengið frá samkomulagi um starfslok. Deilt um reikninga Ellisif gerði alvarlegar athugasemdir við framkomu biskups í bréfi til kirkjuráðs í janúar síðastliðnum. Agnes tjáði sig um málið í skriflegu svari til RÚV í apríl þar sem hún sagði deilurnar tengjast greinargerð lögfræðinga um valdmörk. Í ljósi þess hefði hún stigið til hliðar sem forstöðumaður Biskupsstofu í viðkomandi máli. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, leysti biskup af hólmi í því hlutverki og var því tengiliður Biskupsstofu við vinnustaðasálfræðinginn. Deilur Agnesar og Ellisifjar munu meðal annars hafa snúið að því hvort framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Ellisif, heyrði undir biskup eða kirkjuráð. Sömuleiðis um reikninga sem biskup skrifaði undir en framkvæmdastjóri kirkjuráðs skrifaði ekki undir að því er fram kom í frétt RÚV.
Tengdar fréttir Kirkjan krefur ríkið um 230 milljónir króna Í bréfi biskups til fjárlaganefndar Alþingis er krafist 230 milljóna króna viðbótarframlags á fjárlögum. Pírati segir samning frá 1998 hagstæðan kirkjunni. 14. október 2015 07:00 Ráðlagt á kirkjuþingi að sýna ekki sértekjur Í umræðum um fjármál þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi lögðu tveir prestar til að aflað yrði meiri sértekna. Formaður fjárhagsnefndar þingsins varaði við því þar sem það myndi leiða til skerts framlags úr ríkissjóði vegna fjárlaga. 7. nóvember 2015 07:00 Ellisif Tinna skilar góðu búi Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, var leyst undan reglubundnum starfsskyldum sínum frá og með deginum í gær. Hún verður á launum til áramóta þrátt fyrir engar sérstakar starfsskyldur þangað til. 2. september 2010 05:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Kirkjan krefur ríkið um 230 milljónir króna Í bréfi biskups til fjárlaganefndar Alþingis er krafist 230 milljóna króna viðbótarframlags á fjárlögum. Pírati segir samning frá 1998 hagstæðan kirkjunni. 14. október 2015 07:00
Ráðlagt á kirkjuþingi að sýna ekki sértekjur Í umræðum um fjármál þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi lögðu tveir prestar til að aflað yrði meiri sértekna. Formaður fjárhagsnefndar þingsins varaði við því þar sem það myndi leiða til skerts framlags úr ríkissjóði vegna fjárlaga. 7. nóvember 2015 07:00
Ellisif Tinna skilar góðu búi Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, var leyst undan reglubundnum starfsskyldum sínum frá og með deginum í gær. Hún verður á launum til áramóta þrátt fyrir engar sérstakar starfsskyldur þangað til. 2. september 2010 05:00