Deilan á Biskupsstofu leyst með tólf mánaða starfslokasamningi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2016 11:56 Óhætt er að segja að samstarf Ellisifjar og Agnesar hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vísir Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, samdi um áframhaldandi laun í tólf mánuði frá starfslokum í september. Starfslokasamningurinn markar lokin á erfiðu ástandi á Biskupsstofu þar sem framkvæmdastjórinn og biskup hafa ekki átt skap saman. Samkvæmt heimildum Vísis var almennur skilningur á því innan kirkjuráðs að samþykkja tólf mánaða starfslokasamning eftir það sem á undan var gengið. Samkomlagið var staðfest á fundi kirkjuráðs þann 23. september síðastliðinn.Pressan greindi frá starfslokum Ellisifjar í gær þar sem fram kom að heildargreiðslur Þjóðkirkjunnar til Ellisifjar fyrir vinnu auk starfslokasamnings næmi 51 milljón króna. Oddur Einarsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra kirkjuráðs tímabundið eftir brotthvarf Ellisifjar, þvertekur í samtali við Vísi fyrir að upphæðin sé svo há. Ellisif hafi verið starfsmaður á launum samkvæmt launatöflu starfsmanna BHM og öllum ætti að vera ljóst að upphæðin 51 milljón króna væri út úr kortinu.Vinnusálfræðingur kallaður til Kalla þurfti vinnustaðasálfræðing á vettvang vegna samstarfsörðugleika Ellusifjar og biskups, Agnesar M. Sigurðardóttur. Eftir því sem fréttastofa kemst næst stóð vinna sálfræðingsins, starfsmanns sálfræðiþjónustunnar Lífs og Sálar, yfir í nokkrar vikur. Ellisif hætti störfum í ágúst og síðan hefur Oddur gegnt stöðu framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Ellisif var ráðin framkvæmdastjóri kirkjuráðs í mars 2015 og tók til starfa 1. apríl það ár. 33 sóttu um stöðuna og var Ellisif metin hæfust. Hún lét svo af störfum í ágúst eftir sautján mánaða starf og var í framhaldinu gengið frá samkomulagi um starfslok. Deilt um reikninga Ellisif gerði alvarlegar athugasemdir við framkomu biskups í bréfi til kirkjuráðs í janúar síðastliðnum. Agnes tjáði sig um málið í skriflegu svari til RÚV í apríl þar sem hún sagði deilurnar tengjast greinargerð lögfræðinga um valdmörk. Í ljósi þess hefði hún stigið til hliðar sem forstöðumaður Biskupsstofu í viðkomandi máli. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, leysti biskup af hólmi í því hlutverki og var því tengiliður Biskupsstofu við vinnustaðasálfræðinginn. Deilur Agnesar og Ellisifjar munu meðal annars hafa snúið að því hvort framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Ellisif, heyrði undir biskup eða kirkjuráð. Sömuleiðis um reikninga sem biskup skrifaði undir en framkvæmdastjóri kirkjuráðs skrifaði ekki undir að því er fram kom í frétt RÚV. Tengdar fréttir Kirkjan krefur ríkið um 230 milljónir króna Í bréfi biskups til fjárlaganefndar Alþingis er krafist 230 milljóna króna viðbótarframlags á fjárlögum. Pírati segir samning frá 1998 hagstæðan kirkjunni. 14. október 2015 07:00 Ráðlagt á kirkjuþingi að sýna ekki sértekjur Í umræðum um fjármál þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi lögðu tveir prestar til að aflað yrði meiri sértekna. Formaður fjárhagsnefndar þingsins varaði við því þar sem það myndi leiða til skerts framlags úr ríkissjóði vegna fjárlaga. 7. nóvember 2015 07:00 Ellisif Tinna skilar góðu búi Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, var leyst undan reglubundnum starfsskyldum sínum frá og með deginum í gær. Hún verður á launum til áramóta þrátt fyrir engar sérstakar starfsskyldur þangað til. 2. september 2010 05:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, samdi um áframhaldandi laun í tólf mánuði frá starfslokum í september. Starfslokasamningurinn markar lokin á erfiðu ástandi á Biskupsstofu þar sem framkvæmdastjórinn og biskup hafa ekki átt skap saman. Samkvæmt heimildum Vísis var almennur skilningur á því innan kirkjuráðs að samþykkja tólf mánaða starfslokasamning eftir það sem á undan var gengið. Samkomlagið var staðfest á fundi kirkjuráðs þann 23. september síðastliðinn.Pressan greindi frá starfslokum Ellisifjar í gær þar sem fram kom að heildargreiðslur Þjóðkirkjunnar til Ellisifjar fyrir vinnu auk starfslokasamnings næmi 51 milljón króna. Oddur Einarsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra kirkjuráðs tímabundið eftir brotthvarf Ellisifjar, þvertekur í samtali við Vísi fyrir að upphæðin sé svo há. Ellisif hafi verið starfsmaður á launum samkvæmt launatöflu starfsmanna BHM og öllum ætti að vera ljóst að upphæðin 51 milljón króna væri út úr kortinu.Vinnusálfræðingur kallaður til Kalla þurfti vinnustaðasálfræðing á vettvang vegna samstarfsörðugleika Ellusifjar og biskups, Agnesar M. Sigurðardóttur. Eftir því sem fréttastofa kemst næst stóð vinna sálfræðingsins, starfsmanns sálfræðiþjónustunnar Lífs og Sálar, yfir í nokkrar vikur. Ellisif hætti störfum í ágúst og síðan hefur Oddur gegnt stöðu framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Ellisif var ráðin framkvæmdastjóri kirkjuráðs í mars 2015 og tók til starfa 1. apríl það ár. 33 sóttu um stöðuna og var Ellisif metin hæfust. Hún lét svo af störfum í ágúst eftir sautján mánaða starf og var í framhaldinu gengið frá samkomulagi um starfslok. Deilt um reikninga Ellisif gerði alvarlegar athugasemdir við framkomu biskups í bréfi til kirkjuráðs í janúar síðastliðnum. Agnes tjáði sig um málið í skriflegu svari til RÚV í apríl þar sem hún sagði deilurnar tengjast greinargerð lögfræðinga um valdmörk. Í ljósi þess hefði hún stigið til hliðar sem forstöðumaður Biskupsstofu í viðkomandi máli. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, leysti biskup af hólmi í því hlutverki og var því tengiliður Biskupsstofu við vinnustaðasálfræðinginn. Deilur Agnesar og Ellisifjar munu meðal annars hafa snúið að því hvort framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Ellisif, heyrði undir biskup eða kirkjuráð. Sömuleiðis um reikninga sem biskup skrifaði undir en framkvæmdastjóri kirkjuráðs skrifaði ekki undir að því er fram kom í frétt RÚV.
Tengdar fréttir Kirkjan krefur ríkið um 230 milljónir króna Í bréfi biskups til fjárlaganefndar Alþingis er krafist 230 milljóna króna viðbótarframlags á fjárlögum. Pírati segir samning frá 1998 hagstæðan kirkjunni. 14. október 2015 07:00 Ráðlagt á kirkjuþingi að sýna ekki sértekjur Í umræðum um fjármál þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi lögðu tveir prestar til að aflað yrði meiri sértekna. Formaður fjárhagsnefndar þingsins varaði við því þar sem það myndi leiða til skerts framlags úr ríkissjóði vegna fjárlaga. 7. nóvember 2015 07:00 Ellisif Tinna skilar góðu búi Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, var leyst undan reglubundnum starfsskyldum sínum frá og með deginum í gær. Hún verður á launum til áramóta þrátt fyrir engar sérstakar starfsskyldur þangað til. 2. september 2010 05:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Kirkjan krefur ríkið um 230 milljónir króna Í bréfi biskups til fjárlaganefndar Alþingis er krafist 230 milljóna króna viðbótarframlags á fjárlögum. Pírati segir samning frá 1998 hagstæðan kirkjunni. 14. október 2015 07:00
Ráðlagt á kirkjuþingi að sýna ekki sértekjur Í umræðum um fjármál þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi lögðu tveir prestar til að aflað yrði meiri sértekna. Formaður fjárhagsnefndar þingsins varaði við því þar sem það myndi leiða til skerts framlags úr ríkissjóði vegna fjárlaga. 7. nóvember 2015 07:00
Ellisif Tinna skilar góðu búi Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, var leyst undan reglubundnum starfsskyldum sínum frá og með deginum í gær. Hún verður á launum til áramóta þrátt fyrir engar sérstakar starfsskyldur þangað til. 2. september 2010 05:00