Deilan á Biskupsstofu leyst með tólf mánaða starfslokasamningi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2016 11:56 Óhætt er að segja að samstarf Ellisifjar og Agnesar hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vísir Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, samdi um áframhaldandi laun í tólf mánuði frá starfslokum í september. Starfslokasamningurinn markar lokin á erfiðu ástandi á Biskupsstofu þar sem framkvæmdastjórinn og biskup hafa ekki átt skap saman. Samkvæmt heimildum Vísis var almennur skilningur á því innan kirkjuráðs að samþykkja tólf mánaða starfslokasamning eftir það sem á undan var gengið. Samkomlagið var staðfest á fundi kirkjuráðs þann 23. september síðastliðinn.Pressan greindi frá starfslokum Ellisifjar í gær þar sem fram kom að heildargreiðslur Þjóðkirkjunnar til Ellisifjar fyrir vinnu auk starfslokasamnings næmi 51 milljón króna. Oddur Einarsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra kirkjuráðs tímabundið eftir brotthvarf Ellisifjar, þvertekur í samtali við Vísi fyrir að upphæðin sé svo há. Ellisif hafi verið starfsmaður á launum samkvæmt launatöflu starfsmanna BHM og öllum ætti að vera ljóst að upphæðin 51 milljón króna væri út úr kortinu.Vinnusálfræðingur kallaður til Kalla þurfti vinnustaðasálfræðing á vettvang vegna samstarfsörðugleika Ellusifjar og biskups, Agnesar M. Sigurðardóttur. Eftir því sem fréttastofa kemst næst stóð vinna sálfræðingsins, starfsmanns sálfræðiþjónustunnar Lífs og Sálar, yfir í nokkrar vikur. Ellisif hætti störfum í ágúst og síðan hefur Oddur gegnt stöðu framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Ellisif var ráðin framkvæmdastjóri kirkjuráðs í mars 2015 og tók til starfa 1. apríl það ár. 33 sóttu um stöðuna og var Ellisif metin hæfust. Hún lét svo af störfum í ágúst eftir sautján mánaða starf og var í framhaldinu gengið frá samkomulagi um starfslok. Deilt um reikninga Ellisif gerði alvarlegar athugasemdir við framkomu biskups í bréfi til kirkjuráðs í janúar síðastliðnum. Agnes tjáði sig um málið í skriflegu svari til RÚV í apríl þar sem hún sagði deilurnar tengjast greinargerð lögfræðinga um valdmörk. Í ljósi þess hefði hún stigið til hliðar sem forstöðumaður Biskupsstofu í viðkomandi máli. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, leysti biskup af hólmi í því hlutverki og var því tengiliður Biskupsstofu við vinnustaðasálfræðinginn. Deilur Agnesar og Ellisifjar munu meðal annars hafa snúið að því hvort framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Ellisif, heyrði undir biskup eða kirkjuráð. Sömuleiðis um reikninga sem biskup skrifaði undir en framkvæmdastjóri kirkjuráðs skrifaði ekki undir að því er fram kom í frétt RÚV. Tengdar fréttir Kirkjan krefur ríkið um 230 milljónir króna Í bréfi biskups til fjárlaganefndar Alþingis er krafist 230 milljóna króna viðbótarframlags á fjárlögum. Pírati segir samning frá 1998 hagstæðan kirkjunni. 14. október 2015 07:00 Ráðlagt á kirkjuþingi að sýna ekki sértekjur Í umræðum um fjármál þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi lögðu tveir prestar til að aflað yrði meiri sértekna. Formaður fjárhagsnefndar þingsins varaði við því þar sem það myndi leiða til skerts framlags úr ríkissjóði vegna fjárlaga. 7. nóvember 2015 07:00 Ellisif Tinna skilar góðu búi Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, var leyst undan reglubundnum starfsskyldum sínum frá og með deginum í gær. Hún verður á launum til áramóta þrátt fyrir engar sérstakar starfsskyldur þangað til. 2. september 2010 05:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, samdi um áframhaldandi laun í tólf mánuði frá starfslokum í september. Starfslokasamningurinn markar lokin á erfiðu ástandi á Biskupsstofu þar sem framkvæmdastjórinn og biskup hafa ekki átt skap saman. Samkvæmt heimildum Vísis var almennur skilningur á því innan kirkjuráðs að samþykkja tólf mánaða starfslokasamning eftir það sem á undan var gengið. Samkomlagið var staðfest á fundi kirkjuráðs þann 23. september síðastliðinn.Pressan greindi frá starfslokum Ellisifjar í gær þar sem fram kom að heildargreiðslur Þjóðkirkjunnar til Ellisifjar fyrir vinnu auk starfslokasamnings næmi 51 milljón króna. Oddur Einarsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra kirkjuráðs tímabundið eftir brotthvarf Ellisifjar, þvertekur í samtali við Vísi fyrir að upphæðin sé svo há. Ellisif hafi verið starfsmaður á launum samkvæmt launatöflu starfsmanna BHM og öllum ætti að vera ljóst að upphæðin 51 milljón króna væri út úr kortinu.Vinnusálfræðingur kallaður til Kalla þurfti vinnustaðasálfræðing á vettvang vegna samstarfsörðugleika Ellusifjar og biskups, Agnesar M. Sigurðardóttur. Eftir því sem fréttastofa kemst næst stóð vinna sálfræðingsins, starfsmanns sálfræðiþjónustunnar Lífs og Sálar, yfir í nokkrar vikur. Ellisif hætti störfum í ágúst og síðan hefur Oddur gegnt stöðu framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Ellisif var ráðin framkvæmdastjóri kirkjuráðs í mars 2015 og tók til starfa 1. apríl það ár. 33 sóttu um stöðuna og var Ellisif metin hæfust. Hún lét svo af störfum í ágúst eftir sautján mánaða starf og var í framhaldinu gengið frá samkomulagi um starfslok. Deilt um reikninga Ellisif gerði alvarlegar athugasemdir við framkomu biskups í bréfi til kirkjuráðs í janúar síðastliðnum. Agnes tjáði sig um málið í skriflegu svari til RÚV í apríl þar sem hún sagði deilurnar tengjast greinargerð lögfræðinga um valdmörk. Í ljósi þess hefði hún stigið til hliðar sem forstöðumaður Biskupsstofu í viðkomandi máli. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, leysti biskup af hólmi í því hlutverki og var því tengiliður Biskupsstofu við vinnustaðasálfræðinginn. Deilur Agnesar og Ellisifjar munu meðal annars hafa snúið að því hvort framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Ellisif, heyrði undir biskup eða kirkjuráð. Sömuleiðis um reikninga sem biskup skrifaði undir en framkvæmdastjóri kirkjuráðs skrifaði ekki undir að því er fram kom í frétt RÚV.
Tengdar fréttir Kirkjan krefur ríkið um 230 milljónir króna Í bréfi biskups til fjárlaganefndar Alþingis er krafist 230 milljóna króna viðbótarframlags á fjárlögum. Pírati segir samning frá 1998 hagstæðan kirkjunni. 14. október 2015 07:00 Ráðlagt á kirkjuþingi að sýna ekki sértekjur Í umræðum um fjármál þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi lögðu tveir prestar til að aflað yrði meiri sértekna. Formaður fjárhagsnefndar þingsins varaði við því þar sem það myndi leiða til skerts framlags úr ríkissjóði vegna fjárlaga. 7. nóvember 2015 07:00 Ellisif Tinna skilar góðu búi Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, var leyst undan reglubundnum starfsskyldum sínum frá og með deginum í gær. Hún verður á launum til áramóta þrátt fyrir engar sérstakar starfsskyldur þangað til. 2. september 2010 05:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Kirkjan krefur ríkið um 230 milljónir króna Í bréfi biskups til fjárlaganefndar Alþingis er krafist 230 milljóna króna viðbótarframlags á fjárlögum. Pírati segir samning frá 1998 hagstæðan kirkjunni. 14. október 2015 07:00
Ráðlagt á kirkjuþingi að sýna ekki sértekjur Í umræðum um fjármál þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi lögðu tveir prestar til að aflað yrði meiri sértekna. Formaður fjárhagsnefndar þingsins varaði við því þar sem það myndi leiða til skerts framlags úr ríkissjóði vegna fjárlaga. 7. nóvember 2015 07:00
Ellisif Tinna skilar góðu búi Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, var leyst undan reglubundnum starfsskyldum sínum frá og með deginum í gær. Hún verður á launum til áramóta þrátt fyrir engar sérstakar starfsskyldur þangað til. 2. september 2010 05:00