Kirkjan krefur ríkið um 230 milljónir króna Sveinn Arnarsson skrifar 14. október 2015 07:00 Kirkjan telur að ekki megi draga sértekjur frá til lækkunar á greiðslum frá ríki. vísir/gva Forsvarsmenn þjóðkirkjunnar vilja að ríkissjóður veiti 230 milljónum meira til kirkjunnar á næsta ári en til stendur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í bréfi Agnesar Sigurðardóttur biskups til fjárlaganefndar þingsins. Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að úr ríkissjóði renni 1.580 milljónir króna til þjóðkirkjunnar. Hins vegar er gert ráð fyrir að almennur rekstur hennar muni kosta rúmlega 1,8 milljarða.Agnes Sigurðardóttir, biskupFjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að 229 milljónir króna renni til kirkjunnar í formi sértekna stofnunarinnar og reiknast það til frádráttar heildarframlagi kirkjunnar. Þetta eru kirkjunnar menn ekki sáttir við og benda á samning milli ríkis og kirkju um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað Biskupsstofu, framlag til kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá árinu 1998. Björn Bjarnason var þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra. „Kirkjan telur að áttunda grein samningsins á milli ríkis og kirkju sé skýr um að ekki eigi að draga sértekjur frá til lækkunar á skuldbindingum ríkisins. Kirkjan leggur áherslu á að ríkið standi við sinn hluta samningsins,“ segir Tinna Víðisdóttir, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Píratavísir/vilhelmÁttunda grein samningsins er nokkuð skýr. „Framlag úr ríkissjóði er óháð öðrum tekjum sem þjóðkirkjan kann að afla,“ segir í greininni. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir þennan samning vera mjög hagstæðan fyrir kirkju. „Þjóðkirkjan er sátt við fyrirkomulagið og vill auðvitað að það sé staðið við samninginn við hana. Þetta er hluti af gömlu samkomulagi þar sem kirkjan nýtur gífurlega forréttinda.“ Helgi segir að kirkjan gæti sagt upp samningnum ef það telur ríkið ekki standa við sinn hluta. Hann býst hins vegar ekki við því að kirkjan geri það. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Forsvarsmenn þjóðkirkjunnar vilja að ríkissjóður veiti 230 milljónum meira til kirkjunnar á næsta ári en til stendur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í bréfi Agnesar Sigurðardóttur biskups til fjárlaganefndar þingsins. Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að úr ríkissjóði renni 1.580 milljónir króna til þjóðkirkjunnar. Hins vegar er gert ráð fyrir að almennur rekstur hennar muni kosta rúmlega 1,8 milljarða.Agnes Sigurðardóttir, biskupFjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að 229 milljónir króna renni til kirkjunnar í formi sértekna stofnunarinnar og reiknast það til frádráttar heildarframlagi kirkjunnar. Þetta eru kirkjunnar menn ekki sáttir við og benda á samning milli ríkis og kirkju um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað Biskupsstofu, framlag til kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá árinu 1998. Björn Bjarnason var þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra. „Kirkjan telur að áttunda grein samningsins á milli ríkis og kirkju sé skýr um að ekki eigi að draga sértekjur frá til lækkunar á skuldbindingum ríkisins. Kirkjan leggur áherslu á að ríkið standi við sinn hluta samningsins,“ segir Tinna Víðisdóttir, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Píratavísir/vilhelmÁttunda grein samningsins er nokkuð skýr. „Framlag úr ríkissjóði er óháð öðrum tekjum sem þjóðkirkjan kann að afla,“ segir í greininni. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir þennan samning vera mjög hagstæðan fyrir kirkju. „Þjóðkirkjan er sátt við fyrirkomulagið og vill auðvitað að það sé staðið við samninginn við hana. Þetta er hluti af gömlu samkomulagi þar sem kirkjan nýtur gífurlega forréttinda.“ Helgi segir að kirkjan gæti sagt upp samningnum ef það telur ríkið ekki standa við sinn hluta. Hann býst hins vegar ekki við því að kirkjan geri það.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira