Kirkjan krefur ríkið um 230 milljónir króna Sveinn Arnarsson skrifar 14. október 2015 07:00 Kirkjan telur að ekki megi draga sértekjur frá til lækkunar á greiðslum frá ríki. vísir/gva Forsvarsmenn þjóðkirkjunnar vilja að ríkissjóður veiti 230 milljónum meira til kirkjunnar á næsta ári en til stendur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í bréfi Agnesar Sigurðardóttur biskups til fjárlaganefndar þingsins. Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að úr ríkissjóði renni 1.580 milljónir króna til þjóðkirkjunnar. Hins vegar er gert ráð fyrir að almennur rekstur hennar muni kosta rúmlega 1,8 milljarða.Agnes Sigurðardóttir, biskupFjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að 229 milljónir króna renni til kirkjunnar í formi sértekna stofnunarinnar og reiknast það til frádráttar heildarframlagi kirkjunnar. Þetta eru kirkjunnar menn ekki sáttir við og benda á samning milli ríkis og kirkju um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað Biskupsstofu, framlag til kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá árinu 1998. Björn Bjarnason var þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra. „Kirkjan telur að áttunda grein samningsins á milli ríkis og kirkju sé skýr um að ekki eigi að draga sértekjur frá til lækkunar á skuldbindingum ríkisins. Kirkjan leggur áherslu á að ríkið standi við sinn hluta samningsins,“ segir Tinna Víðisdóttir, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Píratavísir/vilhelmÁttunda grein samningsins er nokkuð skýr. „Framlag úr ríkissjóði er óháð öðrum tekjum sem þjóðkirkjan kann að afla,“ segir í greininni. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir þennan samning vera mjög hagstæðan fyrir kirkju. „Þjóðkirkjan er sátt við fyrirkomulagið og vill auðvitað að það sé staðið við samninginn við hana. Þetta er hluti af gömlu samkomulagi þar sem kirkjan nýtur gífurlega forréttinda.“ Helgi segir að kirkjan gæti sagt upp samningnum ef það telur ríkið ekki standa við sinn hluta. Hann býst hins vegar ekki við því að kirkjan geri það. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Forsvarsmenn þjóðkirkjunnar vilja að ríkissjóður veiti 230 milljónum meira til kirkjunnar á næsta ári en til stendur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í bréfi Agnesar Sigurðardóttur biskups til fjárlaganefndar þingsins. Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að úr ríkissjóði renni 1.580 milljónir króna til þjóðkirkjunnar. Hins vegar er gert ráð fyrir að almennur rekstur hennar muni kosta rúmlega 1,8 milljarða.Agnes Sigurðardóttir, biskupFjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að 229 milljónir króna renni til kirkjunnar í formi sértekna stofnunarinnar og reiknast það til frádráttar heildarframlagi kirkjunnar. Þetta eru kirkjunnar menn ekki sáttir við og benda á samning milli ríkis og kirkju um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað Biskupsstofu, framlag til kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá árinu 1998. Björn Bjarnason var þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra. „Kirkjan telur að áttunda grein samningsins á milli ríkis og kirkju sé skýr um að ekki eigi að draga sértekjur frá til lækkunar á skuldbindingum ríkisins. Kirkjan leggur áherslu á að ríkið standi við sinn hluta samningsins,“ segir Tinna Víðisdóttir, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Píratavísir/vilhelmÁttunda grein samningsins er nokkuð skýr. „Framlag úr ríkissjóði er óháð öðrum tekjum sem þjóðkirkjan kann að afla,“ segir í greininni. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir þennan samning vera mjög hagstæðan fyrir kirkju. „Þjóðkirkjan er sátt við fyrirkomulagið og vill auðvitað að það sé staðið við samninginn við hana. Þetta er hluti af gömlu samkomulagi þar sem kirkjan nýtur gífurlega forréttinda.“ Helgi segir að kirkjan gæti sagt upp samningnum ef það telur ríkið ekki standa við sinn hluta. Hann býst hins vegar ekki við því að kirkjan geri það.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira