Landsleikjahelgin byrjaði á óvæntum og dramatískum sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2016 19:04 Gevorg Ghazaryan. Vísir/EPA Fyrsti sigur Armena í undankeppni HM 2018 var af dramatísku gerðinni en Armenía vann 3-2 endurkomusigur á Svartfjallalandi í kvöld. Svartfellingar voru á toppi E-riðilsins og ekki búnir að tapa fyrir leikinn í kvöld. Armennska liðið hafði aftur á móti tapað fyrstu þremur leikjum sínum og aðeins skorað eitt mark á 270 mínútum. Úrslitin koma því á óvart og enn frekar miðað við gang mála fyrstu 45 mínútur leiksins. Svartfellingar höfðu talsverða yfirburði í fyrri hálfleiknum og lið Svartfjallalands var 2-0 yfir í hálfleik. Damir Kojasevic og Stevan Jovetic skoruðu mörkin með tveggja mínútna kafla á lokakafla hálfleiksins. Það var því ekki mikið í spilunum fyrir heimamenn sem þurftu að tvöfalda markaskor sitt í undankeppninni bara til að jafna metin og fá eitthvað út úr leiknum. Armenar lögðu ekki árar í bát og unnu sig inn í leikinn. Það munaði mikið um að fá mark frá Artak Grigoryan eftir aðeins fimm mínútna leik og jöfnunarmark Varazdat Haroyan kom síðan sextán mínútum fyrir leikslok. Armenarnir voru hinsvegar ekki hættir og pressuðu á lokakaflanum. Það var síðan Gevorg Ghazaryan sem tryggði liðinu öll þrjú stigin með skoti af löngu færi. Markið kom á þriðju mínútu í uppbótartíma en þremur mínútum hafði verið bætt við. Þetta var því alvöru flautumark hjá Gevorg Ghazaryan í kvöld. Leikmenn, þjálfarar, starfsmenn og að sjálfsögðu stuðningsmennirnir fögnuðu gríðarlega í leikslok og það verður örugglega mikið fjör og gaman í miðbæ Jerevan í kvöld og nótt. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Í beinni: Þór/KA - Fram | Lífið án Söndru Maríu Í beinni: Twente - Breiðablik | Amanda og Blikar í úrslitaleik Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Í beinni: Leeds - Newcastle | Hörkuleikur á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Sjá meira
Fyrsti sigur Armena í undankeppni HM 2018 var af dramatísku gerðinni en Armenía vann 3-2 endurkomusigur á Svartfjallalandi í kvöld. Svartfellingar voru á toppi E-riðilsins og ekki búnir að tapa fyrir leikinn í kvöld. Armennska liðið hafði aftur á móti tapað fyrstu þremur leikjum sínum og aðeins skorað eitt mark á 270 mínútum. Úrslitin koma því á óvart og enn frekar miðað við gang mála fyrstu 45 mínútur leiksins. Svartfellingar höfðu talsverða yfirburði í fyrri hálfleiknum og lið Svartfjallalands var 2-0 yfir í hálfleik. Damir Kojasevic og Stevan Jovetic skoruðu mörkin með tveggja mínútna kafla á lokakafla hálfleiksins. Það var því ekki mikið í spilunum fyrir heimamenn sem þurftu að tvöfalda markaskor sitt í undankeppninni bara til að jafna metin og fá eitthvað út úr leiknum. Armenar lögðu ekki árar í bát og unnu sig inn í leikinn. Það munaði mikið um að fá mark frá Artak Grigoryan eftir aðeins fimm mínútna leik og jöfnunarmark Varazdat Haroyan kom síðan sextán mínútum fyrir leikslok. Armenarnir voru hinsvegar ekki hættir og pressuðu á lokakaflanum. Það var síðan Gevorg Ghazaryan sem tryggði liðinu öll þrjú stigin með skoti af löngu færi. Markið kom á þriðju mínútu í uppbótartíma en þremur mínútum hafði verið bætt við. Þetta var því alvöru flautumark hjá Gevorg Ghazaryan í kvöld. Leikmenn, þjálfarar, starfsmenn og að sjálfsögðu stuðningsmennirnir fögnuðu gríðarlega í leikslok og það verður örugglega mikið fjör og gaman í miðbæ Jerevan í kvöld og nótt.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Í beinni: Þór/KA - Fram | Lífið án Söndru Maríu Í beinni: Twente - Breiðablik | Amanda og Blikar í úrslitaleik Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Í beinni: Leeds - Newcastle | Hörkuleikur á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Sjá meira