„Höfum ekki langan tíma" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. nóvember 2016 18:15 Formaður Félags grunnskólakennara telur að deiluaðilar í kjaraviðræðum grunnskólakennara hafi ekki langan tíma til þess að ná nýjum kjarasamningi áður en boðað verði til verkfalls. Hann segir hljóðið í grunnskólakennurum mjög þungt.Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefnd kennara og sveitarfélaganna til fundar á morgun. Kennarar hafa tvistar fellt kjarasamninga sína á þessu ári og hafa verið samningslausir frá því í júní. Frá því að seinni kjarasamningurinn var felldur í byrjun september hefur Félag grunnskólakennara og Samband Íslenskra sveitarfélaga setið á fundum þar sem reynt hefur verið að koma á sáttum í kjaradeilunni. Upp úr þeim viðræðum slitnaði á mánudag og Félag grunnskólakennara vísaði deilunni til Ríkissáttasemjara sem hefur boðað deiluaðila til fundar á morgun. Eftir að síðasti kjarasamningur var felldur fór samninganefnd Félags grunnskólakennara til fundar við kennara víðs vegar um landið það sem kröfum kennara voru gerð betri skil. „Það er ljóst að það þarf að bæta við launaliðinn og bæta ákveðna hluti sem snúa að vinnutímanum okkar. Það er það sem við höfum verið að ræða við sveitarfélögin,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara í dag. Ólafur segir að deiluaðilar séu nokkuð sammála um efnisatriðin í kjaraviðræðunum en spurningin sé alltaf um leiðir til þess að ná endum saman og þar hafi viðræðurnar við sveitarfélögin strandað í síðustu viku. „Við höfum átt ágætis samtal og ég hef enga ástæðu til að ætla en að við tökum það upp svo hjá sáttasemjara en það vantar svolítið uppá þarna á milli,“ segir Ólafur Ólafur segir einnig að mikill hiti sé í félagsmönnum eftir að kjararáð hækkaði laun þingmanna ríflega á kjördag í lok október og svona lýsir hann stöðunni innan stéttarinnar. „Vonbrigði. Þreyta. Búin að fá nóg af stöðunni. Við erum að fara í gegnum þetta aftur á ekkert svo löngum tíma þannig að ég held að það sé ástæða til þess að hafa verulega áhyggjur af stöðunni. Við sjáum það í fjölmiðlum og annarsstaðar að fólk er farið að hugsa um að segja upp,“ segir ÓlafurHvað ætlið þið að gefa þessu langan tíma hjá Ríkissáttasemjara áður en þið boðið til verkfalls„Ja, þú sagðir verkfall. Ég hef áhyggjur af því ef að við þurfum að fara að svo langt að við þurfum að fara hugleiða verkfallsaðgerðir að það muni vera ígildi þess fyrir mjög marga hjá okkur að segja upp frekar. Ég heyri það. En tíma ramminn er mjög stuttur. Ef við ætlum að ná þessu saman án þess að valda verulegum skaða fyrir kennarasamfélagið þá erum við að tala um ekki langan tíma,“ segir Ólafur Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Formaður Félags grunnskólakennara telur að deiluaðilar í kjaraviðræðum grunnskólakennara hafi ekki langan tíma til þess að ná nýjum kjarasamningi áður en boðað verði til verkfalls. Hann segir hljóðið í grunnskólakennurum mjög þungt.Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefnd kennara og sveitarfélaganna til fundar á morgun. Kennarar hafa tvistar fellt kjarasamninga sína á þessu ári og hafa verið samningslausir frá því í júní. Frá því að seinni kjarasamningurinn var felldur í byrjun september hefur Félag grunnskólakennara og Samband Íslenskra sveitarfélaga setið á fundum þar sem reynt hefur verið að koma á sáttum í kjaradeilunni. Upp úr þeim viðræðum slitnaði á mánudag og Félag grunnskólakennara vísaði deilunni til Ríkissáttasemjara sem hefur boðað deiluaðila til fundar á morgun. Eftir að síðasti kjarasamningur var felldur fór samninganefnd Félags grunnskólakennara til fundar við kennara víðs vegar um landið það sem kröfum kennara voru gerð betri skil. „Það er ljóst að það þarf að bæta við launaliðinn og bæta ákveðna hluti sem snúa að vinnutímanum okkar. Það er það sem við höfum verið að ræða við sveitarfélögin,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara í dag. Ólafur segir að deiluaðilar séu nokkuð sammála um efnisatriðin í kjaraviðræðunum en spurningin sé alltaf um leiðir til þess að ná endum saman og þar hafi viðræðurnar við sveitarfélögin strandað í síðustu viku. „Við höfum átt ágætis samtal og ég hef enga ástæðu til að ætla en að við tökum það upp svo hjá sáttasemjara en það vantar svolítið uppá þarna á milli,“ segir Ólafur Ólafur segir einnig að mikill hiti sé í félagsmönnum eftir að kjararáð hækkaði laun þingmanna ríflega á kjördag í lok október og svona lýsir hann stöðunni innan stéttarinnar. „Vonbrigði. Þreyta. Búin að fá nóg af stöðunni. Við erum að fara í gegnum þetta aftur á ekkert svo löngum tíma þannig að ég held að það sé ástæða til þess að hafa verulega áhyggjur af stöðunni. Við sjáum það í fjölmiðlum og annarsstaðar að fólk er farið að hugsa um að segja upp,“ segir ÓlafurHvað ætlið þið að gefa þessu langan tíma hjá Ríkissáttasemjara áður en þið boðið til verkfalls„Ja, þú sagðir verkfall. Ég hef áhyggjur af því ef að við þurfum að fara að svo langt að við þurfum að fara hugleiða verkfallsaðgerðir að það muni vera ígildi þess fyrir mjög marga hjá okkur að segja upp frekar. Ég heyri það. En tíma ramminn er mjög stuttur. Ef við ætlum að ná þessu saman án þess að valda verulegum skaða fyrir kennarasamfélagið þá erum við að tala um ekki langan tíma,“ segir Ólafur
Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira