„Höfum ekki langan tíma" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. nóvember 2016 18:15 Formaður Félags grunnskólakennara telur að deiluaðilar í kjaraviðræðum grunnskólakennara hafi ekki langan tíma til þess að ná nýjum kjarasamningi áður en boðað verði til verkfalls. Hann segir hljóðið í grunnskólakennurum mjög þungt.Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefnd kennara og sveitarfélaganna til fundar á morgun. Kennarar hafa tvistar fellt kjarasamninga sína á þessu ári og hafa verið samningslausir frá því í júní. Frá því að seinni kjarasamningurinn var felldur í byrjun september hefur Félag grunnskólakennara og Samband Íslenskra sveitarfélaga setið á fundum þar sem reynt hefur verið að koma á sáttum í kjaradeilunni. Upp úr þeim viðræðum slitnaði á mánudag og Félag grunnskólakennara vísaði deilunni til Ríkissáttasemjara sem hefur boðað deiluaðila til fundar á morgun. Eftir að síðasti kjarasamningur var felldur fór samninganefnd Félags grunnskólakennara til fundar við kennara víðs vegar um landið það sem kröfum kennara voru gerð betri skil. „Það er ljóst að það þarf að bæta við launaliðinn og bæta ákveðna hluti sem snúa að vinnutímanum okkar. Það er það sem við höfum verið að ræða við sveitarfélögin,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara í dag. Ólafur segir að deiluaðilar séu nokkuð sammála um efnisatriðin í kjaraviðræðunum en spurningin sé alltaf um leiðir til þess að ná endum saman og þar hafi viðræðurnar við sveitarfélögin strandað í síðustu viku. „Við höfum átt ágætis samtal og ég hef enga ástæðu til að ætla en að við tökum það upp svo hjá sáttasemjara en það vantar svolítið uppá þarna á milli,“ segir Ólafur Ólafur segir einnig að mikill hiti sé í félagsmönnum eftir að kjararáð hækkaði laun þingmanna ríflega á kjördag í lok október og svona lýsir hann stöðunni innan stéttarinnar. „Vonbrigði. Þreyta. Búin að fá nóg af stöðunni. Við erum að fara í gegnum þetta aftur á ekkert svo löngum tíma þannig að ég held að það sé ástæða til þess að hafa verulega áhyggjur af stöðunni. Við sjáum það í fjölmiðlum og annarsstaðar að fólk er farið að hugsa um að segja upp,“ segir ÓlafurHvað ætlið þið að gefa þessu langan tíma hjá Ríkissáttasemjara áður en þið boðið til verkfalls„Ja, þú sagðir verkfall. Ég hef áhyggjur af því ef að við þurfum að fara að svo langt að við þurfum að fara hugleiða verkfallsaðgerðir að það muni vera ígildi þess fyrir mjög marga hjá okkur að segja upp frekar. Ég heyri það. En tíma ramminn er mjög stuttur. Ef við ætlum að ná þessu saman án þess að valda verulegum skaða fyrir kennarasamfélagið þá erum við að tala um ekki langan tíma,“ segir Ólafur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Formaður Félags grunnskólakennara telur að deiluaðilar í kjaraviðræðum grunnskólakennara hafi ekki langan tíma til þess að ná nýjum kjarasamningi áður en boðað verði til verkfalls. Hann segir hljóðið í grunnskólakennurum mjög þungt.Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefnd kennara og sveitarfélaganna til fundar á morgun. Kennarar hafa tvistar fellt kjarasamninga sína á þessu ári og hafa verið samningslausir frá því í júní. Frá því að seinni kjarasamningurinn var felldur í byrjun september hefur Félag grunnskólakennara og Samband Íslenskra sveitarfélaga setið á fundum þar sem reynt hefur verið að koma á sáttum í kjaradeilunni. Upp úr þeim viðræðum slitnaði á mánudag og Félag grunnskólakennara vísaði deilunni til Ríkissáttasemjara sem hefur boðað deiluaðila til fundar á morgun. Eftir að síðasti kjarasamningur var felldur fór samninganefnd Félags grunnskólakennara til fundar við kennara víðs vegar um landið það sem kröfum kennara voru gerð betri skil. „Það er ljóst að það þarf að bæta við launaliðinn og bæta ákveðna hluti sem snúa að vinnutímanum okkar. Það er það sem við höfum verið að ræða við sveitarfélögin,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara í dag. Ólafur segir að deiluaðilar séu nokkuð sammála um efnisatriðin í kjaraviðræðunum en spurningin sé alltaf um leiðir til þess að ná endum saman og þar hafi viðræðurnar við sveitarfélögin strandað í síðustu viku. „Við höfum átt ágætis samtal og ég hef enga ástæðu til að ætla en að við tökum það upp svo hjá sáttasemjara en það vantar svolítið uppá þarna á milli,“ segir Ólafur Ólafur segir einnig að mikill hiti sé í félagsmönnum eftir að kjararáð hækkaði laun þingmanna ríflega á kjördag í lok október og svona lýsir hann stöðunni innan stéttarinnar. „Vonbrigði. Þreyta. Búin að fá nóg af stöðunni. Við erum að fara í gegnum þetta aftur á ekkert svo löngum tíma þannig að ég held að það sé ástæða til þess að hafa verulega áhyggjur af stöðunni. Við sjáum það í fjölmiðlum og annarsstaðar að fólk er farið að hugsa um að segja upp,“ segir ÓlafurHvað ætlið þið að gefa þessu langan tíma hjá Ríkissáttasemjara áður en þið boðið til verkfalls„Ja, þú sagðir verkfall. Ég hef áhyggjur af því ef að við þurfum að fara að svo langt að við þurfum að fara hugleiða verkfallsaðgerðir að það muni vera ígildi þess fyrir mjög marga hjá okkur að segja upp frekar. Ég heyri það. En tíma ramminn er mjög stuttur. Ef við ætlum að ná þessu saman án þess að valda verulegum skaða fyrir kennarasamfélagið þá erum við að tala um ekki langan tíma,“ segir Ólafur
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira