Girti niður um mótherja í undankeppni HM og allt varð vitlaust | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2016 21:49 Edin Dzeko, fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi leikmaður Roma á Ítalíu, gerði allt vitlaust í leik Bosníu og Grikklands í undankeppni HM 2018 í kvöld þegar Bosníumaðurinn gerði sig sekann um afar óíþróttamannslega hegðun. Spennustigið var hátt í leiknum á Karaiskakis leikvanginum í Piraeus en Bosníumenn gátu jafnað við Grikki að stigum með sigri. Grikkir höfðu fyrir leikinn unnið alla sína þrjá leiki en Bosníumenn höfðu unnið alla leiki nema þann sem tapaðist á móti gríðarlega sterku liði Belga. Sokratis Papastathopoulos, varnarmaður Grikkja, endaði á nærbuxunum á 75. mínútu leiksins eftir að Edin Dzeko hreinlega girti niður um hann eftir að þeir lentu í átökum um boltann. Dzeko lá þá í grasinu og var búinn að fá aukaspyrnu eftir brot Grikkja. Sokratis kom þá aðvífandi og reyndi að hrifsa boltann af honum. Dzeko greip þá í stuttbuxur Sokratis og girti niður um hann. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þetta ótrúlega atvik. Í framhaldinu varð allt vitlaust og bæði Edin Dzeko og Grikkinn Kyriakos Papadopoulos fengu að líta rauða spjaldið. Það tók samt sænska dómarann Jonas Eriksson dágóða stund að leysa úr öllu enda var mönnum mjög heitt í hamsi. Edin Dzeko fékk þarna sitt annað gula spjald en hann gæti mögulega verið á leið í nokkra leikja bann ákveði aganefnd UEFA að taka hart á framkomu hans í kvöld. Staðan var 1-0 fyrir Bosníumenn þegar allt varð vitlaust en markið var sjálfsmark markvarðar Grikkja á 32. mínútu leiksins. Grikkir náðu hinsvegar að jafna metin í lokin og tryggja sér eitt stig. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð Sjá meira
Edin Dzeko, fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi leikmaður Roma á Ítalíu, gerði allt vitlaust í leik Bosníu og Grikklands í undankeppni HM 2018 í kvöld þegar Bosníumaðurinn gerði sig sekann um afar óíþróttamannslega hegðun. Spennustigið var hátt í leiknum á Karaiskakis leikvanginum í Piraeus en Bosníumenn gátu jafnað við Grikki að stigum með sigri. Grikkir höfðu fyrir leikinn unnið alla sína þrjá leiki en Bosníumenn höfðu unnið alla leiki nema þann sem tapaðist á móti gríðarlega sterku liði Belga. Sokratis Papastathopoulos, varnarmaður Grikkja, endaði á nærbuxunum á 75. mínútu leiksins eftir að Edin Dzeko hreinlega girti niður um hann eftir að þeir lentu í átökum um boltann. Dzeko lá þá í grasinu og var búinn að fá aukaspyrnu eftir brot Grikkja. Sokratis kom þá aðvífandi og reyndi að hrifsa boltann af honum. Dzeko greip þá í stuttbuxur Sokratis og girti niður um hann. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þetta ótrúlega atvik. Í framhaldinu varð allt vitlaust og bæði Edin Dzeko og Grikkinn Kyriakos Papadopoulos fengu að líta rauða spjaldið. Það tók samt sænska dómarann Jonas Eriksson dágóða stund að leysa úr öllu enda var mönnum mjög heitt í hamsi. Edin Dzeko fékk þarna sitt annað gula spjald en hann gæti mögulega verið á leið í nokkra leikja bann ákveði aganefnd UEFA að taka hart á framkomu hans í kvöld. Staðan var 1-0 fyrir Bosníumenn þegar allt varð vitlaust en markið var sjálfsmark markvarðar Grikkja á 32. mínútu leiksins. Grikkir náðu hinsvegar að jafna metin í lokin og tryggja sér eitt stig.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð Sjá meira