Forsetabuffið óvænt tekjulind fyrir Alzheimer-samtökin: „Við mokum þessu út“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. nóvember 2016 11:15 Guðni Th. skartaði buffinu á laugardagsmorgun. Mynd/Forseti.is Alzheimer-samtökin hafa nú vart undan því að selja hið svokallaða forsetabuff, höfuðfat sem forseti Íslands skartaði á laugardagsmorgun við afhjúpun upplýsingaskiltis um gamlar minjar á landi Bessastaða. Buffið er selt á vefsíðu samtakanna og hefur sala margfaldast á síðustu dögum. „Við mokum þessu út núna og það linnir ekki látunum. Þetta er stórkostlegt,“ segir Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við erum ekki búin að ná utan um þetta, það hrúgaðist svo mikið inn í gær og það heldur áfram í dag. Salan er margföld miðað við það sem hefur verið. Þetta bara sprakk alveg.“ Buffið hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Í könnun Vísis má sjá að þjóðin er nánast klofin í afstöðu sinni til buffsins en réttur tæpur meirihluti þeirra sem taka afstöðu vilja að Guðni Th. geymi buffið.Sjá einnig: Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“Svava segist vera mjög ánægð með þá athygli sem samtökin hafi fengið á síðustu dögum og kann hún forseta Íslands bestu þakkir fyrir að vekja svona mikla og góða athygli á samtökunum.Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna.Vísir/Anton„Við erum óskaplega ánægð með forsetann. Hann var ekki bara að ylja sér á eyrunum heldur líka að vekja athygli á þessum félagsskap og þessum sjúklingahópi,“ segir Svava en Alzheimer-samtökin gæta hagsmuna þeirra sem greinast með heilabilun og rekur meðal annars dagþjálfun í þremur húsum fyrir fólk með greindan heilabilunarsjúkdóm. Félagið, sem hét áður FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma, skipti um nafn á síðasta aðalfundi og í tilefni þess lét félagið framleiða ýmsan varning, þar á meðal buffin, sem kaupa má á vefsíðu félagsins til styrktar samtökunum. „Þetta eru fínustu buff og það er fínt fyrir okkur að smá fá pening fyrir samtökin,“ segir Svava sem óttast ekki að buffin hreinlega klárist, nóg sé til. „Við eigum alveg slatta ennþá,“ segir Svava aðspurð um hvort að lagerinn sé að klárast. „Ef að það gerist látum við bara framleiða meira. Það er enginn maður með mönnum nema eiga að minnsta kosti eitt buff.“ Taka má þátt í fyrrnefndri könnun um forsetabuffið hér að neðan auk þess sem að einnig má sjá hina heilmiklu umræðu sem skapaðist um buffið á Twitter. #forsetabuff Tweets ; Tengdar fréttir Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30 Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Heiðar Jónsson snyrtir er orðinn lestarstjóri "buff-vagnsins“. 14. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Alzheimer-samtökin hafa nú vart undan því að selja hið svokallaða forsetabuff, höfuðfat sem forseti Íslands skartaði á laugardagsmorgun við afhjúpun upplýsingaskiltis um gamlar minjar á landi Bessastaða. Buffið er selt á vefsíðu samtakanna og hefur sala margfaldast á síðustu dögum. „Við mokum þessu út núna og það linnir ekki látunum. Þetta er stórkostlegt,“ segir Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við erum ekki búin að ná utan um þetta, það hrúgaðist svo mikið inn í gær og það heldur áfram í dag. Salan er margföld miðað við það sem hefur verið. Þetta bara sprakk alveg.“ Buffið hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Í könnun Vísis má sjá að þjóðin er nánast klofin í afstöðu sinni til buffsins en réttur tæpur meirihluti þeirra sem taka afstöðu vilja að Guðni Th. geymi buffið.Sjá einnig: Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“Svava segist vera mjög ánægð með þá athygli sem samtökin hafi fengið á síðustu dögum og kann hún forseta Íslands bestu þakkir fyrir að vekja svona mikla og góða athygli á samtökunum.Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna.Vísir/Anton„Við erum óskaplega ánægð með forsetann. Hann var ekki bara að ylja sér á eyrunum heldur líka að vekja athygli á þessum félagsskap og þessum sjúklingahópi,“ segir Svava en Alzheimer-samtökin gæta hagsmuna þeirra sem greinast með heilabilun og rekur meðal annars dagþjálfun í þremur húsum fyrir fólk með greindan heilabilunarsjúkdóm. Félagið, sem hét áður FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma, skipti um nafn á síðasta aðalfundi og í tilefni þess lét félagið framleiða ýmsan varning, þar á meðal buffin, sem kaupa má á vefsíðu félagsins til styrktar samtökunum. „Þetta eru fínustu buff og það er fínt fyrir okkur að smá fá pening fyrir samtökin,“ segir Svava sem óttast ekki að buffin hreinlega klárist, nóg sé til. „Við eigum alveg slatta ennþá,“ segir Svava aðspurð um hvort að lagerinn sé að klárast. „Ef að það gerist látum við bara framleiða meira. Það er enginn maður með mönnum nema eiga að minnsta kosti eitt buff.“ Taka má þátt í fyrrnefndri könnun um forsetabuffið hér að neðan auk þess sem að einnig má sjá hina heilmiklu umræðu sem skapaðist um buffið á Twitter. #forsetabuff Tweets ;
Tengdar fréttir Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30 Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Heiðar Jónsson snyrtir er orðinn lestarstjóri "buff-vagnsins“. 14. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30
Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Heiðar Jónsson snyrtir er orðinn lestarstjóri "buff-vagnsins“. 14. nóvember 2016 09:00