Forsetabuffið óvænt tekjulind fyrir Alzheimer-samtökin: „Við mokum þessu út“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. nóvember 2016 11:15 Guðni Th. skartaði buffinu á laugardagsmorgun. Mynd/Forseti.is Alzheimer-samtökin hafa nú vart undan því að selja hið svokallaða forsetabuff, höfuðfat sem forseti Íslands skartaði á laugardagsmorgun við afhjúpun upplýsingaskiltis um gamlar minjar á landi Bessastaða. Buffið er selt á vefsíðu samtakanna og hefur sala margfaldast á síðustu dögum. „Við mokum þessu út núna og það linnir ekki látunum. Þetta er stórkostlegt,“ segir Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við erum ekki búin að ná utan um þetta, það hrúgaðist svo mikið inn í gær og það heldur áfram í dag. Salan er margföld miðað við það sem hefur verið. Þetta bara sprakk alveg.“ Buffið hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Í könnun Vísis má sjá að þjóðin er nánast klofin í afstöðu sinni til buffsins en réttur tæpur meirihluti þeirra sem taka afstöðu vilja að Guðni Th. geymi buffið.Sjá einnig: Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“Svava segist vera mjög ánægð með þá athygli sem samtökin hafi fengið á síðustu dögum og kann hún forseta Íslands bestu þakkir fyrir að vekja svona mikla og góða athygli á samtökunum.Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna.Vísir/Anton„Við erum óskaplega ánægð með forsetann. Hann var ekki bara að ylja sér á eyrunum heldur líka að vekja athygli á þessum félagsskap og þessum sjúklingahópi,“ segir Svava en Alzheimer-samtökin gæta hagsmuna þeirra sem greinast með heilabilun og rekur meðal annars dagþjálfun í þremur húsum fyrir fólk með greindan heilabilunarsjúkdóm. Félagið, sem hét áður FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma, skipti um nafn á síðasta aðalfundi og í tilefni þess lét félagið framleiða ýmsan varning, þar á meðal buffin, sem kaupa má á vefsíðu félagsins til styrktar samtökunum. „Þetta eru fínustu buff og það er fínt fyrir okkur að smá fá pening fyrir samtökin,“ segir Svava sem óttast ekki að buffin hreinlega klárist, nóg sé til. „Við eigum alveg slatta ennþá,“ segir Svava aðspurð um hvort að lagerinn sé að klárast. „Ef að það gerist látum við bara framleiða meira. Það er enginn maður með mönnum nema eiga að minnsta kosti eitt buff.“ Taka má þátt í fyrrnefndri könnun um forsetabuffið hér að neðan auk þess sem að einnig má sjá hina heilmiklu umræðu sem skapaðist um buffið á Twitter. #forsetabuff Tweets ; Tengdar fréttir Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30 Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Heiðar Jónsson snyrtir er orðinn lestarstjóri "buff-vagnsins“. 14. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Alzheimer-samtökin hafa nú vart undan því að selja hið svokallaða forsetabuff, höfuðfat sem forseti Íslands skartaði á laugardagsmorgun við afhjúpun upplýsingaskiltis um gamlar minjar á landi Bessastaða. Buffið er selt á vefsíðu samtakanna og hefur sala margfaldast á síðustu dögum. „Við mokum þessu út núna og það linnir ekki látunum. Þetta er stórkostlegt,“ segir Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við erum ekki búin að ná utan um þetta, það hrúgaðist svo mikið inn í gær og það heldur áfram í dag. Salan er margföld miðað við það sem hefur verið. Þetta bara sprakk alveg.“ Buffið hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Í könnun Vísis má sjá að þjóðin er nánast klofin í afstöðu sinni til buffsins en réttur tæpur meirihluti þeirra sem taka afstöðu vilja að Guðni Th. geymi buffið.Sjá einnig: Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“Svava segist vera mjög ánægð með þá athygli sem samtökin hafi fengið á síðustu dögum og kann hún forseta Íslands bestu þakkir fyrir að vekja svona mikla og góða athygli á samtökunum.Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna.Vísir/Anton„Við erum óskaplega ánægð með forsetann. Hann var ekki bara að ylja sér á eyrunum heldur líka að vekja athygli á þessum félagsskap og þessum sjúklingahópi,“ segir Svava en Alzheimer-samtökin gæta hagsmuna þeirra sem greinast með heilabilun og rekur meðal annars dagþjálfun í þremur húsum fyrir fólk með greindan heilabilunarsjúkdóm. Félagið, sem hét áður FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma, skipti um nafn á síðasta aðalfundi og í tilefni þess lét félagið framleiða ýmsan varning, þar á meðal buffin, sem kaupa má á vefsíðu félagsins til styrktar samtökunum. „Þetta eru fínustu buff og það er fínt fyrir okkur að smá fá pening fyrir samtökin,“ segir Svava sem óttast ekki að buffin hreinlega klárist, nóg sé til. „Við eigum alveg slatta ennþá,“ segir Svava aðspurð um hvort að lagerinn sé að klárast. „Ef að það gerist látum við bara framleiða meira. Það er enginn maður með mönnum nema eiga að minnsta kosti eitt buff.“ Taka má þátt í fyrrnefndri könnun um forsetabuffið hér að neðan auk þess sem að einnig má sjá hina heilmiklu umræðu sem skapaðist um buffið á Twitter. #forsetabuff Tweets ;
Tengdar fréttir Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30 Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Heiðar Jónsson snyrtir er orðinn lestarstjóri "buff-vagnsins“. 14. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30
Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Heiðar Jónsson snyrtir er orðinn lestarstjóri "buff-vagnsins“. 14. nóvember 2016 09:00