Forsetabuffið óvænt tekjulind fyrir Alzheimer-samtökin: „Við mokum þessu út“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. nóvember 2016 11:15 Guðni Th. skartaði buffinu á laugardagsmorgun. Mynd/Forseti.is Alzheimer-samtökin hafa nú vart undan því að selja hið svokallaða forsetabuff, höfuðfat sem forseti Íslands skartaði á laugardagsmorgun við afhjúpun upplýsingaskiltis um gamlar minjar á landi Bessastaða. Buffið er selt á vefsíðu samtakanna og hefur sala margfaldast á síðustu dögum. „Við mokum þessu út núna og það linnir ekki látunum. Þetta er stórkostlegt,“ segir Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við erum ekki búin að ná utan um þetta, það hrúgaðist svo mikið inn í gær og það heldur áfram í dag. Salan er margföld miðað við það sem hefur verið. Þetta bara sprakk alveg.“ Buffið hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Í könnun Vísis má sjá að þjóðin er nánast klofin í afstöðu sinni til buffsins en réttur tæpur meirihluti þeirra sem taka afstöðu vilja að Guðni Th. geymi buffið.Sjá einnig: Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“Svava segist vera mjög ánægð með þá athygli sem samtökin hafi fengið á síðustu dögum og kann hún forseta Íslands bestu þakkir fyrir að vekja svona mikla og góða athygli á samtökunum.Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna.Vísir/Anton„Við erum óskaplega ánægð með forsetann. Hann var ekki bara að ylja sér á eyrunum heldur líka að vekja athygli á þessum félagsskap og þessum sjúklingahópi,“ segir Svava en Alzheimer-samtökin gæta hagsmuna þeirra sem greinast með heilabilun og rekur meðal annars dagþjálfun í þremur húsum fyrir fólk með greindan heilabilunarsjúkdóm. Félagið, sem hét áður FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma, skipti um nafn á síðasta aðalfundi og í tilefni þess lét félagið framleiða ýmsan varning, þar á meðal buffin, sem kaupa má á vefsíðu félagsins til styrktar samtökunum. „Þetta eru fínustu buff og það er fínt fyrir okkur að smá fá pening fyrir samtökin,“ segir Svava sem óttast ekki að buffin hreinlega klárist, nóg sé til. „Við eigum alveg slatta ennþá,“ segir Svava aðspurð um hvort að lagerinn sé að klárast. „Ef að það gerist látum við bara framleiða meira. Það er enginn maður með mönnum nema eiga að minnsta kosti eitt buff.“ Taka má þátt í fyrrnefndri könnun um forsetabuffið hér að neðan auk þess sem að einnig má sjá hina heilmiklu umræðu sem skapaðist um buffið á Twitter. #forsetabuff Tweets ; Tengdar fréttir Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30 Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Heiðar Jónsson snyrtir er orðinn lestarstjóri "buff-vagnsins“. 14. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Alzheimer-samtökin hafa nú vart undan því að selja hið svokallaða forsetabuff, höfuðfat sem forseti Íslands skartaði á laugardagsmorgun við afhjúpun upplýsingaskiltis um gamlar minjar á landi Bessastaða. Buffið er selt á vefsíðu samtakanna og hefur sala margfaldast á síðustu dögum. „Við mokum þessu út núna og það linnir ekki látunum. Þetta er stórkostlegt,“ segir Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við erum ekki búin að ná utan um þetta, það hrúgaðist svo mikið inn í gær og það heldur áfram í dag. Salan er margföld miðað við það sem hefur verið. Þetta bara sprakk alveg.“ Buffið hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Í könnun Vísis má sjá að þjóðin er nánast klofin í afstöðu sinni til buffsins en réttur tæpur meirihluti þeirra sem taka afstöðu vilja að Guðni Th. geymi buffið.Sjá einnig: Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“Svava segist vera mjög ánægð með þá athygli sem samtökin hafi fengið á síðustu dögum og kann hún forseta Íslands bestu þakkir fyrir að vekja svona mikla og góða athygli á samtökunum.Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna.Vísir/Anton„Við erum óskaplega ánægð með forsetann. Hann var ekki bara að ylja sér á eyrunum heldur líka að vekja athygli á þessum félagsskap og þessum sjúklingahópi,“ segir Svava en Alzheimer-samtökin gæta hagsmuna þeirra sem greinast með heilabilun og rekur meðal annars dagþjálfun í þremur húsum fyrir fólk með greindan heilabilunarsjúkdóm. Félagið, sem hét áður FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma, skipti um nafn á síðasta aðalfundi og í tilefni þess lét félagið framleiða ýmsan varning, þar á meðal buffin, sem kaupa má á vefsíðu félagsins til styrktar samtökunum. „Þetta eru fínustu buff og það er fínt fyrir okkur að smá fá pening fyrir samtökin,“ segir Svava sem óttast ekki að buffin hreinlega klárist, nóg sé til. „Við eigum alveg slatta ennþá,“ segir Svava aðspurð um hvort að lagerinn sé að klárast. „Ef að það gerist látum við bara framleiða meira. Það er enginn maður með mönnum nema eiga að minnsta kosti eitt buff.“ Taka má þátt í fyrrnefndri könnun um forsetabuffið hér að neðan auk þess sem að einnig má sjá hina heilmiklu umræðu sem skapaðist um buffið á Twitter. #forsetabuff Tweets ;
Tengdar fréttir Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30 Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Heiðar Jónsson snyrtir er orðinn lestarstjóri "buff-vagnsins“. 14. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30
Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Heiðar Jónsson snyrtir er orðinn lestarstjóri "buff-vagnsins“. 14. nóvember 2016 09:00