GRRM og HBO enn í viðræðum um aðra GOT þáttaröð Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2016 14:51 George R.R. Martin. Vísir/Getty Viðræður standa enn yfir á milli George R.R. Martin og forsvarsmanna HBO um nýja þáttaröð upp úr bókum GRRM, A Song of Ice and Fire. Game of Thrones þáttaröðinni geysivinsælu mun ljúka árið 2018, en af nógu er að taka úr söguheimi GRRM. Í nýlegu viðtalið við Entertainment Weekly sagði Casey Bloys, dagskrárstjóri HBO, að verið væri að ræða hugmyndir um hvað sjónvarpsþættirnir gætu fjallað um. Hann segir þó að viðræðurnar séu enn á frumstigi. Þá er vert að taka fram að svo virðist sem að ekki sé búið að ákveða að fullu hve margir þættir verða í áttundu og síðustu þáttaröðinni. EW spurði Bloys hvort að fregnir af því að hún yrði átta þættir væru sannar, en hann svaraði á þá leið að ekkert lægi fyrir. Næsta þáttaröð, sem sýnd verður næsta sumar, verður sjö þættir og talið var að sú áttunda yrði sex þættir. Meðal þess sem undirrituðum þætti gaman að sjá í nýjum þáttum er uppreisn Robert Baratheon, konungsins sem dó í fyrstu þáttaröðinni. Þá væri einnig hægt að gera þætti um sigurför Aegon „The Conqueror“ Targaryen og systra hans Visenya og Rhaenys en þau lögðu Westeros undir sig og sameinuðu sex af konungsdæmunum sjö. GRRM hefur þó skapað risastóran söguheim þar sem nóg er af sögum til að gera skil í sjónvarpi. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Viðræður standa enn yfir á milli George R.R. Martin og forsvarsmanna HBO um nýja þáttaröð upp úr bókum GRRM, A Song of Ice and Fire. Game of Thrones þáttaröðinni geysivinsælu mun ljúka árið 2018, en af nógu er að taka úr söguheimi GRRM. Í nýlegu viðtalið við Entertainment Weekly sagði Casey Bloys, dagskrárstjóri HBO, að verið væri að ræða hugmyndir um hvað sjónvarpsþættirnir gætu fjallað um. Hann segir þó að viðræðurnar séu enn á frumstigi. Þá er vert að taka fram að svo virðist sem að ekki sé búið að ákveða að fullu hve margir þættir verða í áttundu og síðustu þáttaröðinni. EW spurði Bloys hvort að fregnir af því að hún yrði átta þættir væru sannar, en hann svaraði á þá leið að ekkert lægi fyrir. Næsta þáttaröð, sem sýnd verður næsta sumar, verður sjö þættir og talið var að sú áttunda yrði sex þættir. Meðal þess sem undirrituðum þætti gaman að sjá í nýjum þáttum er uppreisn Robert Baratheon, konungsins sem dó í fyrstu þáttaröðinni. Þá væri einnig hægt að gera þætti um sigurför Aegon „The Conqueror“ Targaryen og systra hans Visenya og Rhaenys en þau lögðu Westeros undir sig og sameinuðu sex af konungsdæmunum sjö. GRRM hefur þó skapað risastóran söguheim þar sem nóg er af sögum til að gera skil í sjónvarpi.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira