Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Benedikt Bóas skrifar 2. nóvember 2016 07:00 Samninganefnd ASÍ áréttar að kjararáð sé á ábyrgð Alþingis og ríkisstjórnar. Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, segir fólki misboðið. vísir/anton brink ASÍ kom saman til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs um að hækka laun æðstu embættismanna. Ákvörðunin um launahækkunina til æðstu embættismanna fór vægast sagt illa í aðila vinnumarkaðsins og almenning í landinu. Flest öll hagsmunasamtök sendu frá sér yfirlýsingu og ályktun, eins og kennarar, lögreglumenn, BSRB, Samtök atvinnulífsins og viðskiptaráð og svona mætti lengi telja.Í minnisblaði fundar ASÍ kemur fram að hækkanirnar komi til viðbótar við 7,2 prósenta launahækkun sem kjararáð úrskurðaði þann 1. júní sl. sem þýðir að þingfararkaup hefur síðastliðið ár hækkað um 55 prósent, laun ráðherra um 46 prósent og forseta Íslands um 29 prósent. ASÍ skoðaði einnig launaþróun þessa hóps frá því í mars 2013, til samræmis við SALEK-samkomulagið sem byggði á sameiginlegri launastefnu um 32 prósenta hækkun launa á tímabilinu frá nóvember 2013 til ársloka 2018. Þar má sjá að þingfararkaup hefur frá árinu 2013 hækkað um 471.000 krónur eða um 75 prósent, laun forsætisráðherra hafa hækkað um 790.733 krónur, eða 64 prósent og laun annarra ráðherra um 713.667 krónur sem einnig er 64 prósenta hækkun. Mánaðarlaun forseta Íslands hafa á sama tímabili hækkað um 936.771 krónu eða 46 prósent. Til samanburðar hefur launavísitalan, sem gefur mynd af almennri launaþróun, hækkað um 29 prósent frá því í mars 2013 og lægstu laun um 27 prósent. „Undanfarið ár hefur verið unnið að því að skapa sátt á vinnumarkaði og leggja þannig grunn að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika. Flestir stjórnmálaleiðtogar á Alþingi Íslendinga hafa tekið undir þá ábyrgu sýn sem felst í breyttum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga og ítrekuðu hana m.a. í stjórnmálaumræðum á nýafstöðnu þingi ASÍ,“ segir meðal annars í ályktun fundarins.„Úrskurður kjararáðs gengur þvert á þessa orðræðu og brýtur alvarlega gegn öllum skynsemisrökum. Það er ekkert réttlæti í því að laun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna hækki um allt að 75 prósent á þremur árum á sama tíma og almenn laun í landinu hafa hækkað um 29 prósent. Ef nýkjörið Alþingi vill halda áfram samtali um stöðugleika og sátt á vinnumarkaði verður þingið að koma saman nú þegar og draga þessar hækkanir til baka. Að öðrum kosti verður óstöðugleiki og upplausn á vinnumarkaði í boði Alþingis,“ segir enn fremur. Fleiri hörmuðu ákvörðun kjararáðsins. Öryrkjabandalag Íslands skorar í harðorðri yfirlýsingu á nýja ríkisstjórn og nýkjörna þingmenn að hafna hækkuninni. „Ótrúleg hækkun skýtur skökku við á meðan hópur fólks í landinu býr við fátækt, börn líða skort og fatlað fólk er fast heima hjá sér og hefur ekki tækifæri til samfélagsþátttöku til jafns við aðra. Ákvörðunin hefur vakið sterk viðbrögð og reiði á meðal fjölda örorkulífeyrisþega.“ Þá krafðist stjórn VR að ákvörðun kjararáðs verði tafarlaust dregin til baka, Samtök atvinnulífsins og viðskiptaráð sögðu að ákvörðunin stuðli að upplausn á vinnumarkaði og Landssamband lögreglumanna lýsti einnig furðu sinni og vanþóknun á úrskurði og vinnubrögðum kjararáðsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir Hækkun á launum alþingismanna tuttuguföld á við hækkun örorkubóta Öryrkjabandalag Íslands harmar ákvörðun kjararáðs. 1. nóvember 2016 17:45 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Lögreglumenn lýsa vanþóknun Landssamband lögreglumanna furðar sig á vinnubrögðum kjararáðs. 1. nóvember 2016 16:55 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira
ASÍ kom saman til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs um að hækka laun æðstu embættismanna. Ákvörðunin um launahækkunina til æðstu embættismanna fór vægast sagt illa í aðila vinnumarkaðsins og almenning í landinu. Flest öll hagsmunasamtök sendu frá sér yfirlýsingu og ályktun, eins og kennarar, lögreglumenn, BSRB, Samtök atvinnulífsins og viðskiptaráð og svona mætti lengi telja.Í minnisblaði fundar ASÍ kemur fram að hækkanirnar komi til viðbótar við 7,2 prósenta launahækkun sem kjararáð úrskurðaði þann 1. júní sl. sem þýðir að þingfararkaup hefur síðastliðið ár hækkað um 55 prósent, laun ráðherra um 46 prósent og forseta Íslands um 29 prósent. ASÍ skoðaði einnig launaþróun þessa hóps frá því í mars 2013, til samræmis við SALEK-samkomulagið sem byggði á sameiginlegri launastefnu um 32 prósenta hækkun launa á tímabilinu frá nóvember 2013 til ársloka 2018. Þar má sjá að þingfararkaup hefur frá árinu 2013 hækkað um 471.000 krónur eða um 75 prósent, laun forsætisráðherra hafa hækkað um 790.733 krónur, eða 64 prósent og laun annarra ráðherra um 713.667 krónur sem einnig er 64 prósenta hækkun. Mánaðarlaun forseta Íslands hafa á sama tímabili hækkað um 936.771 krónu eða 46 prósent. Til samanburðar hefur launavísitalan, sem gefur mynd af almennri launaþróun, hækkað um 29 prósent frá því í mars 2013 og lægstu laun um 27 prósent. „Undanfarið ár hefur verið unnið að því að skapa sátt á vinnumarkaði og leggja þannig grunn að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika. Flestir stjórnmálaleiðtogar á Alþingi Íslendinga hafa tekið undir þá ábyrgu sýn sem felst í breyttum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga og ítrekuðu hana m.a. í stjórnmálaumræðum á nýafstöðnu þingi ASÍ,“ segir meðal annars í ályktun fundarins.„Úrskurður kjararáðs gengur þvert á þessa orðræðu og brýtur alvarlega gegn öllum skynsemisrökum. Það er ekkert réttlæti í því að laun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna hækki um allt að 75 prósent á þremur árum á sama tíma og almenn laun í landinu hafa hækkað um 29 prósent. Ef nýkjörið Alþingi vill halda áfram samtali um stöðugleika og sátt á vinnumarkaði verður þingið að koma saman nú þegar og draga þessar hækkanir til baka. Að öðrum kosti verður óstöðugleiki og upplausn á vinnumarkaði í boði Alþingis,“ segir enn fremur. Fleiri hörmuðu ákvörðun kjararáðsins. Öryrkjabandalag Íslands skorar í harðorðri yfirlýsingu á nýja ríkisstjórn og nýkjörna þingmenn að hafna hækkuninni. „Ótrúleg hækkun skýtur skökku við á meðan hópur fólks í landinu býr við fátækt, börn líða skort og fatlað fólk er fast heima hjá sér og hefur ekki tækifæri til samfélagsþátttöku til jafns við aðra. Ákvörðunin hefur vakið sterk viðbrögð og reiði á meðal fjölda örorkulífeyrisþega.“ Þá krafðist stjórn VR að ákvörðun kjararáðs verði tafarlaust dregin til baka, Samtök atvinnulífsins og viðskiptaráð sögðu að ákvörðunin stuðli að upplausn á vinnumarkaði og Landssamband lögreglumanna lýsti einnig furðu sinni og vanþóknun á úrskurði og vinnubrögðum kjararáðsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir Hækkun á launum alþingismanna tuttuguföld á við hækkun örorkubóta Öryrkjabandalag Íslands harmar ákvörðun kjararáðs. 1. nóvember 2016 17:45 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Lögreglumenn lýsa vanþóknun Landssamband lögreglumanna furðar sig á vinnubrögðum kjararáðs. 1. nóvember 2016 16:55 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira
Hækkun á launum alþingismanna tuttuguföld á við hækkun örorkubóta Öryrkjabandalag Íslands harmar ákvörðun kjararáðs. 1. nóvember 2016 17:45
Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26
Lögreglumenn lýsa vanþóknun Landssamband lögreglumanna furðar sig á vinnubrögðum kjararáðs. 1. nóvember 2016 16:55
Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00