Innlent

Bjarni Ben á Bessastöðum: „Mun ræða við alla“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Bjarni og Guðni skömmu fyrir fundinn.
Bjarni og Guðni skömmu fyrir fundinn. vísir/eyþór
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, mætti til fundar með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands klukkan 11. Gera má ráð fyrir að honum verði veitt umboð til stjórnarmyndunar á fundinum.

„Það er dálítið flókið með þessi úrslit, en ég tel að að aðstæður í landinu, verkefnin fram undan og þessi niðurstaða kosninganna eigi að gera það að verkum að það takist að mynda sterka ríkisstjórn. Þá er ég að vísa til þess að á margan hátt er stöðugleiki og nokkuð bjart fram undan,“ sagði Bjarni áður en hann gekk inn á fund forseta.

Bjarni sagði að ef menn leggi á sig þá muni takast að mynda sterka ríkisstjórn. Aðspurður hvort hann hafi rætt við formenn annarra flokka vegna myndunar ríkisstjórnar svaraði hann:

„Ég mun ræða við alla, ég ætla að eiga orðastað við alla.“

Hér er hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá Bessastöðum. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×