Páll, María og Georg skipuð í óháða rannsóknarnefnd vegna plastbarkamálsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2016 11:15 Nefndin mun rannsaka hvort að aðkoma íslenska stofnanna og starfsmanna þeirra að hinu svokallaða plastbarkamáli hafi verið athugaverð. Vísir/Getty Háskóli Íslands og Landspítali hafa skipað nefnd óháðra utanaðkomandi sérfræðinga til að rannsaka aðkomu stofnananna og starfsmanna þeirra að Plastbarkamálinu svokallaða.Gerðar hafa verið tvær óháðar rannsóknir á starfsemi ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Þróaði hann barkaígræðslu sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Hann græddi plastbarka í átta sjúklinga en sex þeirra eru látnir í dag og fátt sem bendir til þess að aðgerðin hafi haft nokkur áhrif. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Andemariam lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að henni komu tvær íslenskir læknar, Tómas og Óskar Einarsson. Nefndarmenn eru þrír. Í tilkynningu frá HÍ og LSH segir að þeir starfa allir utan Háskóla Íslands og Landspítalans og hafi víðtæka reynslu og þekkingu af vísindastarfi á sviði læknisfræði, lögfræði og siðfræði, auk reynslu af störfum í sérstökum rannsóknarnefndum.Páll Hreinsson varformaður Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008Vísir/VilhelmDr. Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn. Páll var áður dómari við Hæstarétt Íslands, formaður stjórnar Persónuverndar og prófessor við HÍ. Hann hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum á vettvangi hins opinbera. Páll var formaður rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008.María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum við réttargeðdeildina í Dikemark í Noregi. Auk geðlæknisstarfa er María með B.A. gráðu í heimspeki. Hún hefur unnið með ýmis mál innan læknisfræðilegrar siðfræði og framkvæmt réttargeðmat í fjölmörgum málum.Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísindamaður við Sunnybrook-stofnunina í Toronto í Kanada. Georg er alþjóðlega virtur vísindamaður á sínu sviði og hefur mikla reynslu af krabbameinslækningum og vísindarannsóknum þeim tengdum. Rannsóknarnefndinni er ætlað að veita rökstutt álit á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á LSH í tengslum við málið hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla. Einnig er hlutverk nefndarinnar að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í ritun og birtingu greinar um efnið í vísindatímaritinu Lancet og fyrir málþingi sem var haldið í HÍ sumarið 2012. Hlutverk nefndarinnar er að rýna niðurstöður sænskra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið, ræða við skýrsluhöfunda og skoða sérstaklega aðkomu íslenskra stofnana og/eða starfsmanna þeirra að málinu. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Óháð nefnd rannsakar aðkomu Íslendinga að plastbarkamálinu Sjálfstæð og óháð ytri nefnd mun rannsaka hvort að aðkoma íslenskra stofnanna og starfsmanna þeirra að hinu svokallaða plastbarkamáli hafi verið athugaverð. 8. september 2016 18:29 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Háskóli Íslands og Landspítali hafa skipað nefnd óháðra utanaðkomandi sérfræðinga til að rannsaka aðkomu stofnananna og starfsmanna þeirra að Plastbarkamálinu svokallaða.Gerðar hafa verið tvær óháðar rannsóknir á starfsemi ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Þróaði hann barkaígræðslu sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Hann græddi plastbarka í átta sjúklinga en sex þeirra eru látnir í dag og fátt sem bendir til þess að aðgerðin hafi haft nokkur áhrif. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Andemariam lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að henni komu tvær íslenskir læknar, Tómas og Óskar Einarsson. Nefndarmenn eru þrír. Í tilkynningu frá HÍ og LSH segir að þeir starfa allir utan Háskóla Íslands og Landspítalans og hafi víðtæka reynslu og þekkingu af vísindastarfi á sviði læknisfræði, lögfræði og siðfræði, auk reynslu af störfum í sérstökum rannsóknarnefndum.Páll Hreinsson varformaður Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008Vísir/VilhelmDr. Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn. Páll var áður dómari við Hæstarétt Íslands, formaður stjórnar Persónuverndar og prófessor við HÍ. Hann hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum á vettvangi hins opinbera. Páll var formaður rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008.María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum við réttargeðdeildina í Dikemark í Noregi. Auk geðlæknisstarfa er María með B.A. gráðu í heimspeki. Hún hefur unnið með ýmis mál innan læknisfræðilegrar siðfræði og framkvæmt réttargeðmat í fjölmörgum málum.Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísindamaður við Sunnybrook-stofnunina í Toronto í Kanada. Georg er alþjóðlega virtur vísindamaður á sínu sviði og hefur mikla reynslu af krabbameinslækningum og vísindarannsóknum þeim tengdum. Rannsóknarnefndinni er ætlað að veita rökstutt álit á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á LSH í tengslum við málið hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla. Einnig er hlutverk nefndarinnar að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í ritun og birtingu greinar um efnið í vísindatímaritinu Lancet og fyrir málþingi sem var haldið í HÍ sumarið 2012. Hlutverk nefndarinnar er að rýna niðurstöður sænskra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið, ræða við skýrsluhöfunda og skoða sérstaklega aðkomu íslenskra stofnana og/eða starfsmanna þeirra að málinu.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Óháð nefnd rannsakar aðkomu Íslendinga að plastbarkamálinu Sjálfstæð og óháð ytri nefnd mun rannsaka hvort að aðkoma íslenskra stofnanna og starfsmanna þeirra að hinu svokallaða plastbarkamáli hafi verið athugaverð. 8. september 2016 18:29 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56
Óháð nefnd rannsakar aðkomu Íslendinga að plastbarkamálinu Sjálfstæð og óháð ytri nefnd mun rannsaka hvort að aðkoma íslenskra stofnanna og starfsmanna þeirra að hinu svokallaða plastbarkamáli hafi verið athugaverð. 8. september 2016 18:29
Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07