Innlent

Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn.
Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn. Vísir/Eyþór
„Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun, segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, um ákvörðun kjararáðs að hækka laun hans á Bessastöðum rétt í þessu.

Hann sagði marga þingmenn hafa hafa lýst yfir andúð á þessari ákvörðun kjararáðs og vænti þess að þingið muni vinda af þessari ákvörðun. Ef það yrði niðurstaða þingsins að vinda af þessari ákvörðun mun hann una þessari niðurstöðu.

Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna.

„Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun. Þangað til þá sé ég til þess að hækkunin renni ekki í minn vasa.“

Guðni svaraði spurningum blaðamanna á Bessastöðum og má sjá upptöku frá því hér að neðan.


Tengdar fréttir

Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs

Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×