Óásættanleg niðurstaða kjararáðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2016 10:02 "Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á“ VÍSIR/VILHELM Félag grunnskólakennara segir að ákvörðun kjararáðs um hækkun launa forseta Íslands, alþingismanna og ráðherra sé óásættanleg. Ekki sé nóg fyrir ríkisstjórnina að draga hækkunina til baka, hún verði að tryggja að slíkt gerist ekki aftur. Í tilkynningu frá félaginu er bent á að grunnskólakennarar hafa tvívegis hafnað kjarasamningi m.a. vegna þeirra launahækkana sem í boði hafa verið. Ítrekað hafi komið fram í samningaviðræðum við ríki og sveitarfélag að launaþróun kennara og stjórnenda innan KÍ skuli vera 30,5 prósent í heildina á árabilinu 2013-2019. Ekki sé svigrúm til að fara út fyrir þann ramma. „Það er algerlega óásættanlegt að kjararáð telji eðlilegt að hækka laun einstakra hópa langt, langt umfram það sem þorra launamanna stendur til boða. Það verður ekki nóg fyrir komandi ríkisstjórn að gefa strax út yfirlýsingu um að þetta verði dregið til baka – hún verður að tryggja að slíkt gerist ekki aftur,“ segir í tilkynningunni. Telur félagið að hætt sé við því að sá stöðugleiki sem stjórnmálamenn hafa lagt áherslu á að ríki í landinu muni hverfa „eins og dögg fyrir sólu.“ „Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á. Félag grunnskólakennara er reiðubúið í viðræður um slíkar leiðréttingar á launum hvenær sem er,“ segir í tilkynningunni. Kjaramál Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Grunnskólakennari segir starfi sínu lausu vegna hækkunar kjararáðs Guðbjörg Pálsdóttir sagði upp starfi sínu sem grunnskólakennari. Hún segir fleiri kennara vera í svipuðum hugleiðingum. 1. nóvember 2016 19:38 Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Formaður kjararáðs neitar að tjá sig Skýrt í lögum um kjararáð að það skuli ávallt taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 14:13 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Það sé beinlýnis villandi að benda á olíufélögin Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Sjá meira
Félag grunnskólakennara segir að ákvörðun kjararáðs um hækkun launa forseta Íslands, alþingismanna og ráðherra sé óásættanleg. Ekki sé nóg fyrir ríkisstjórnina að draga hækkunina til baka, hún verði að tryggja að slíkt gerist ekki aftur. Í tilkynningu frá félaginu er bent á að grunnskólakennarar hafa tvívegis hafnað kjarasamningi m.a. vegna þeirra launahækkana sem í boði hafa verið. Ítrekað hafi komið fram í samningaviðræðum við ríki og sveitarfélag að launaþróun kennara og stjórnenda innan KÍ skuli vera 30,5 prósent í heildina á árabilinu 2013-2019. Ekki sé svigrúm til að fara út fyrir þann ramma. „Það er algerlega óásættanlegt að kjararáð telji eðlilegt að hækka laun einstakra hópa langt, langt umfram það sem þorra launamanna stendur til boða. Það verður ekki nóg fyrir komandi ríkisstjórn að gefa strax út yfirlýsingu um að þetta verði dregið til baka – hún verður að tryggja að slíkt gerist ekki aftur,“ segir í tilkynningunni. Telur félagið að hætt sé við því að sá stöðugleiki sem stjórnmálamenn hafa lagt áherslu á að ríki í landinu muni hverfa „eins og dögg fyrir sólu.“ „Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á. Félag grunnskólakennara er reiðubúið í viðræður um slíkar leiðréttingar á launum hvenær sem er,“ segir í tilkynningunni.
Kjaramál Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Grunnskólakennari segir starfi sínu lausu vegna hækkunar kjararáðs Guðbjörg Pálsdóttir sagði upp starfi sínu sem grunnskólakennari. Hún segir fleiri kennara vera í svipuðum hugleiðingum. 1. nóvember 2016 19:38 Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Formaður kjararáðs neitar að tjá sig Skýrt í lögum um kjararáð að það skuli ávallt taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 14:13 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Það sé beinlýnis villandi að benda á olíufélögin Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Sjá meira
Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00
Grunnskólakennari segir starfi sínu lausu vegna hækkunar kjararáðs Guðbjörg Pálsdóttir sagði upp starfi sínu sem grunnskólakennari. Hún segir fleiri kennara vera í svipuðum hugleiðingum. 1. nóvember 2016 19:38
Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00
Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00
Formaður kjararáðs neitar að tjá sig Skýrt í lögum um kjararáð að það skuli ávallt taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 14:13