Innlent

Óttarr og Benedikt munu mæta saman til fundar við Bjarna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson funda með Bjarna Benediktssyni í dag.
Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson funda með Bjarna Benediktssyni í dag. vísir
Þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar munu mæta saman til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum síðdegis í dag.

Þetta staðfestir Óttarr í samtali við Vísi og segir að flokkarnir muni ganga samsíða í öllum þeim viðræðum um mögulega ríkisstjórn sem eru framundan enda vilji þeir að rödd frjálslyndrar miðju heyrist vel.

„Við leggjum áherslu á að rödd frjálslyndrar miðju heyrist vel í öllum mögulegum stjórnarviðræðum. Það er mikil samlegð að mörgu leyti milli flokkanna og þess vegna teljum við að það sé sterkara að við komum fram saman,“ segir Óttarr.


Tengdar fréttir

Katrín mætt til fundar við Bjarna

Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×