Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2016 12:05 Vísir/Eyþór Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. Hann hefur enn ekki hafið formlegar stjórnarmyndunarviðræður og útilokar ekki að hann geti myndað stjórn með Vinstri grænum. Í dag eru sex dagar frá því Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Bjarna umboð til að mynda ríkisstjórn. Hann segist hafa rætt við formenn annarra flokka undanfarna daga og lagt mat á stöðuna með þingflokki Sjálfstæðismanna. Hann vilji að eiginlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjist í þessari viku. „Ég er þeirrar skoðunar að það væri best að vera með ekki nema þriggja flokka stjórn við þessar aðstæður og hef verið að ræða við menn um það,“ segir Bjarni.Þá Viðreisn og Bjartra framtíð? „Það er auðvitað einn möguleiki á meirihluta. Það liggur fyrir að hann er veikur sá meirihluti. En það eru fleiri möguleikar í stöðunni. En þetta ræðst eins og skiljanlegt er af málefnunum.“Ertu að bera víurnar í Katrínu? „Mér finnst eðlilegt að við tölum við Vinstri græn líka. Það var snemma ljóst og hefur legið lengi fyrir að það væri kannski mesta bilið að brúa þar.“ Hins vegar yrði það ríkisstjórn sem spannaði meiri pólitíska breidd. „Og kannski við þær aðstæður ´sem eru uppi á kjörtímabilinu sem er að hefjast að þá myndi það ekki skaða,“ segir Bjarni.Hefur hún eitthvað ámálgað það við þig að setjast í alvöru niður og fara að ræða samstarf? „Ég hef ekki tekið málið á það stig gagnvart öðrum formönnum að segja nú hefjast hér stjórnarmyndarviðræður. Til þess hefur þurft að ræðast við oftar en einu sinni. Þetta fólk hefur allt þurft að melta stöðuna. Það þurfti aðeins að losa um spennuna sem fylgir kosningum. Það tók nokkra sólarhringa fannst mér. Ég fann það bara hjá sjálfum mér. Maður þurfti aðeins að komast úr kosningaham og fara að horfa inn í kjörtímabilið. Ég held að það kunni að hafa átt við um fleiri. Þannig að í þessari viku verður þetta að fara að skýrast. Hvort þessi samtöl séu grundvöllur fyrir því að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Það verður að skýrast í þessari viku,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hann sagðist halda áfram að ræða við formenn annarra flokka í dag en vildi ekki gefa nákvæmlega upp hvar og hvenær þeir fundir ættu sér stað. En hann ræddi við forseta Íslands símleiðis á sunnudag og gaf ekki upp hvort hann myndi ræða nánar við hann í dag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. 7. nóvember 2016 21:37 Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05 „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. Hann hefur enn ekki hafið formlegar stjórnarmyndunarviðræður og útilokar ekki að hann geti myndað stjórn með Vinstri grænum. Í dag eru sex dagar frá því Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Bjarna umboð til að mynda ríkisstjórn. Hann segist hafa rætt við formenn annarra flokka undanfarna daga og lagt mat á stöðuna með þingflokki Sjálfstæðismanna. Hann vilji að eiginlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjist í þessari viku. „Ég er þeirrar skoðunar að það væri best að vera með ekki nema þriggja flokka stjórn við þessar aðstæður og hef verið að ræða við menn um það,“ segir Bjarni.Þá Viðreisn og Bjartra framtíð? „Það er auðvitað einn möguleiki á meirihluta. Það liggur fyrir að hann er veikur sá meirihluti. En það eru fleiri möguleikar í stöðunni. En þetta ræðst eins og skiljanlegt er af málefnunum.“Ertu að bera víurnar í Katrínu? „Mér finnst eðlilegt að við tölum við Vinstri græn líka. Það var snemma ljóst og hefur legið lengi fyrir að það væri kannski mesta bilið að brúa þar.“ Hins vegar yrði það ríkisstjórn sem spannaði meiri pólitíska breidd. „Og kannski við þær aðstæður ´sem eru uppi á kjörtímabilinu sem er að hefjast að þá myndi það ekki skaða,“ segir Bjarni.Hefur hún eitthvað ámálgað það við þig að setjast í alvöru niður og fara að ræða samstarf? „Ég hef ekki tekið málið á það stig gagnvart öðrum formönnum að segja nú hefjast hér stjórnarmyndarviðræður. Til þess hefur þurft að ræðast við oftar en einu sinni. Þetta fólk hefur allt þurft að melta stöðuna. Það þurfti aðeins að losa um spennuna sem fylgir kosningum. Það tók nokkra sólarhringa fannst mér. Ég fann það bara hjá sjálfum mér. Maður þurfti aðeins að komast úr kosningaham og fara að horfa inn í kjörtímabilið. Ég held að það kunni að hafa átt við um fleiri. Þannig að í þessari viku verður þetta að fara að skýrast. Hvort þessi samtöl séu grundvöllur fyrir því að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Það verður að skýrast í þessari viku,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hann sagðist halda áfram að ræða við formenn annarra flokka í dag en vildi ekki gefa nákvæmlega upp hvar og hvenær þeir fundir ættu sér stað. En hann ræddi við forseta Íslands símleiðis á sunnudag og gaf ekki upp hvort hann myndi ræða nánar við hann í dag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. 7. nóvember 2016 21:37 Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05 „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25
Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. 7. nóvember 2016 21:37
Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05
„Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19