Sighvatur um Samfylkinguna: „Engum að kenna nema flokknum sjálfum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2016 19:11 Sighvatur Björgvinsson var formaður Alþýðuflokksins þegar Samfylkingin var stofnuð. Vísir/skjáskot Sighvatur Björgvinsson var formaður Alþýðuflokksins og einn af stofnendum Samfylkingarinnar. Hann segir jafnaðarmenn aldrei hafa fengið svo lélega kosningu, ekki einu sinni á frumstigi Alþýðuflokksins en mest fór Samfylkingin upp í 31 prósent árið 2003 og var þá talað um tvo turna í íslenskum stjórnmálum. Sighvatur segir margar ástæður vera fyrir lélegu gengi Samfylkingarinnar í kosningunum. „Sú fyrsta er sú að það var horfið frá því meginmarkmiði flokksins að móta valkost á móti sjálfstæðisflokknum þegar farið var í hrunstjórnina með Sjálfstæðisflokki. Það var byrjunin á ósköpunum,“ segir Sighvatur en nefnir einnig að öll tengsl við verkalýðshreyfinguna hafi verið slitin í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og að of mikil orka hafi farið innbyrðisdeilur í flokknum. Nefnir hann þar til dæmis þegar Sigríður Ingibjörg bauð sig fram gegn Árna Páli með sólarhringsfyrirvara. „Og kosningabaráttan brást og ég sagði þeim það. Hún var með ýmis loforð sem voru dregin upp úr hatti og enginn vissi hvernig átti að efna. Það er ekki góð leið til að vinna kosningar þótt það hafi tekist endrum og sinnum að vinna fylgi fólks með því að lofa þeim að gefa þeim peninga. Þá gengur það ekki alltaf." Hann segir mikla eftirsjá í jafnaðarmannahjarta sínu. „En það er engum hægt að kenna um nema flokknum sjálfum,“ bætir hann við. „En það er huggun harmi gegn að þrír flokkar hafa tekið upp meginatriði Alþýðuflokks um auðlindagjöld. Og af hverju er þetta ekki lengur stefna Samfylkingarinnar einnar? Af því að þegar Samfylkingin hafði möguleika á að koma þessu í framkvæmd þá gerðist ekkert í málinu. Þess vegna missti Samfylkingin trúverðugleika sinn.“ Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson var formaður Alþýðuflokksins og einn af stofnendum Samfylkingarinnar. Hann segir jafnaðarmenn aldrei hafa fengið svo lélega kosningu, ekki einu sinni á frumstigi Alþýðuflokksins en mest fór Samfylkingin upp í 31 prósent árið 2003 og var þá talað um tvo turna í íslenskum stjórnmálum. Sighvatur segir margar ástæður vera fyrir lélegu gengi Samfylkingarinnar í kosningunum. „Sú fyrsta er sú að það var horfið frá því meginmarkmiði flokksins að móta valkost á móti sjálfstæðisflokknum þegar farið var í hrunstjórnina með Sjálfstæðisflokki. Það var byrjunin á ósköpunum,“ segir Sighvatur en nefnir einnig að öll tengsl við verkalýðshreyfinguna hafi verið slitin í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og að of mikil orka hafi farið innbyrðisdeilur í flokknum. Nefnir hann þar til dæmis þegar Sigríður Ingibjörg bauð sig fram gegn Árna Páli með sólarhringsfyrirvara. „Og kosningabaráttan brást og ég sagði þeim það. Hún var með ýmis loforð sem voru dregin upp úr hatti og enginn vissi hvernig átti að efna. Það er ekki góð leið til að vinna kosningar þótt það hafi tekist endrum og sinnum að vinna fylgi fólks með því að lofa þeim að gefa þeim peninga. Þá gengur það ekki alltaf." Hann segir mikla eftirsjá í jafnaðarmannahjarta sínu. „En það er engum hægt að kenna um nema flokknum sjálfum,“ bætir hann við. „En það er huggun harmi gegn að þrír flokkar hafa tekið upp meginatriði Alþýðuflokks um auðlindagjöld. Og af hverju er þetta ekki lengur stefna Samfylkingarinnar einnar? Af því að þegar Samfylkingin hafði möguleika á að koma þessu í framkvæmd þá gerðist ekkert í málinu. Þess vegna missti Samfylkingin trúverðugleika sinn.“
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira