Sighvatur um Samfylkinguna: „Engum að kenna nema flokknum sjálfum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2016 19:11 Sighvatur Björgvinsson var formaður Alþýðuflokksins þegar Samfylkingin var stofnuð. Vísir/skjáskot Sighvatur Björgvinsson var formaður Alþýðuflokksins og einn af stofnendum Samfylkingarinnar. Hann segir jafnaðarmenn aldrei hafa fengið svo lélega kosningu, ekki einu sinni á frumstigi Alþýðuflokksins en mest fór Samfylkingin upp í 31 prósent árið 2003 og var þá talað um tvo turna í íslenskum stjórnmálum. Sighvatur segir margar ástæður vera fyrir lélegu gengi Samfylkingarinnar í kosningunum. „Sú fyrsta er sú að það var horfið frá því meginmarkmiði flokksins að móta valkost á móti sjálfstæðisflokknum þegar farið var í hrunstjórnina með Sjálfstæðisflokki. Það var byrjunin á ósköpunum,“ segir Sighvatur en nefnir einnig að öll tengsl við verkalýðshreyfinguna hafi verið slitin í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og að of mikil orka hafi farið innbyrðisdeilur í flokknum. Nefnir hann þar til dæmis þegar Sigríður Ingibjörg bauð sig fram gegn Árna Páli með sólarhringsfyrirvara. „Og kosningabaráttan brást og ég sagði þeim það. Hún var með ýmis loforð sem voru dregin upp úr hatti og enginn vissi hvernig átti að efna. Það er ekki góð leið til að vinna kosningar þótt það hafi tekist endrum og sinnum að vinna fylgi fólks með því að lofa þeim að gefa þeim peninga. Þá gengur það ekki alltaf." Hann segir mikla eftirsjá í jafnaðarmannahjarta sínu. „En það er engum hægt að kenna um nema flokknum sjálfum,“ bætir hann við. „En það er huggun harmi gegn að þrír flokkar hafa tekið upp meginatriði Alþýðuflokks um auðlindagjöld. Og af hverju er þetta ekki lengur stefna Samfylkingarinnar einnar? Af því að þegar Samfylkingin hafði möguleika á að koma þessu í framkvæmd þá gerðist ekkert í málinu. Þess vegna missti Samfylkingin trúverðugleika sinn.“ Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson var formaður Alþýðuflokksins og einn af stofnendum Samfylkingarinnar. Hann segir jafnaðarmenn aldrei hafa fengið svo lélega kosningu, ekki einu sinni á frumstigi Alþýðuflokksins en mest fór Samfylkingin upp í 31 prósent árið 2003 og var þá talað um tvo turna í íslenskum stjórnmálum. Sighvatur segir margar ástæður vera fyrir lélegu gengi Samfylkingarinnar í kosningunum. „Sú fyrsta er sú að það var horfið frá því meginmarkmiði flokksins að móta valkost á móti sjálfstæðisflokknum þegar farið var í hrunstjórnina með Sjálfstæðisflokki. Það var byrjunin á ósköpunum,“ segir Sighvatur en nefnir einnig að öll tengsl við verkalýðshreyfinguna hafi verið slitin í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og að of mikil orka hafi farið innbyrðisdeilur í flokknum. Nefnir hann þar til dæmis þegar Sigríður Ingibjörg bauð sig fram gegn Árna Páli með sólarhringsfyrirvara. „Og kosningabaráttan brást og ég sagði þeim það. Hún var með ýmis loforð sem voru dregin upp úr hatti og enginn vissi hvernig átti að efna. Það er ekki góð leið til að vinna kosningar þótt það hafi tekist endrum og sinnum að vinna fylgi fólks með því að lofa þeim að gefa þeim peninga. Þá gengur það ekki alltaf." Hann segir mikla eftirsjá í jafnaðarmannahjarta sínu. „En það er engum hægt að kenna um nema flokknum sjálfum,“ bætir hann við. „En það er huggun harmi gegn að þrír flokkar hafa tekið upp meginatriði Alþýðuflokks um auðlindagjöld. Og af hverju er þetta ekki lengur stefna Samfylkingarinnar einnar? Af því að þegar Samfylkingin hafði möguleika á að koma þessu í framkvæmd þá gerðist ekkert í málinu. Þess vegna missti Samfylkingin trúverðugleika sinn.“
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira