Sighvatur um Samfylkinguna: „Engum að kenna nema flokknum sjálfum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2016 19:11 Sighvatur Björgvinsson var formaður Alþýðuflokksins þegar Samfylkingin var stofnuð. Vísir/skjáskot Sighvatur Björgvinsson var formaður Alþýðuflokksins og einn af stofnendum Samfylkingarinnar. Hann segir jafnaðarmenn aldrei hafa fengið svo lélega kosningu, ekki einu sinni á frumstigi Alþýðuflokksins en mest fór Samfylkingin upp í 31 prósent árið 2003 og var þá talað um tvo turna í íslenskum stjórnmálum. Sighvatur segir margar ástæður vera fyrir lélegu gengi Samfylkingarinnar í kosningunum. „Sú fyrsta er sú að það var horfið frá því meginmarkmiði flokksins að móta valkost á móti sjálfstæðisflokknum þegar farið var í hrunstjórnina með Sjálfstæðisflokki. Það var byrjunin á ósköpunum,“ segir Sighvatur en nefnir einnig að öll tengsl við verkalýðshreyfinguna hafi verið slitin í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og að of mikil orka hafi farið innbyrðisdeilur í flokknum. Nefnir hann þar til dæmis þegar Sigríður Ingibjörg bauð sig fram gegn Árna Páli með sólarhringsfyrirvara. „Og kosningabaráttan brást og ég sagði þeim það. Hún var með ýmis loforð sem voru dregin upp úr hatti og enginn vissi hvernig átti að efna. Það er ekki góð leið til að vinna kosningar þótt það hafi tekist endrum og sinnum að vinna fylgi fólks með því að lofa þeim að gefa þeim peninga. Þá gengur það ekki alltaf." Hann segir mikla eftirsjá í jafnaðarmannahjarta sínu. „En það er engum hægt að kenna um nema flokknum sjálfum,“ bætir hann við. „En það er huggun harmi gegn að þrír flokkar hafa tekið upp meginatriði Alþýðuflokks um auðlindagjöld. Og af hverju er þetta ekki lengur stefna Samfylkingarinnar einnar? Af því að þegar Samfylkingin hafði möguleika á að koma þessu í framkvæmd þá gerðist ekkert í málinu. Þess vegna missti Samfylkingin trúverðugleika sinn.“ Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson var formaður Alþýðuflokksins og einn af stofnendum Samfylkingarinnar. Hann segir jafnaðarmenn aldrei hafa fengið svo lélega kosningu, ekki einu sinni á frumstigi Alþýðuflokksins en mest fór Samfylkingin upp í 31 prósent árið 2003 og var þá talað um tvo turna í íslenskum stjórnmálum. Sighvatur segir margar ástæður vera fyrir lélegu gengi Samfylkingarinnar í kosningunum. „Sú fyrsta er sú að það var horfið frá því meginmarkmiði flokksins að móta valkost á móti sjálfstæðisflokknum þegar farið var í hrunstjórnina með Sjálfstæðisflokki. Það var byrjunin á ósköpunum,“ segir Sighvatur en nefnir einnig að öll tengsl við verkalýðshreyfinguna hafi verið slitin í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og að of mikil orka hafi farið innbyrðisdeilur í flokknum. Nefnir hann þar til dæmis þegar Sigríður Ingibjörg bauð sig fram gegn Árna Páli með sólarhringsfyrirvara. „Og kosningabaráttan brást og ég sagði þeim það. Hún var með ýmis loforð sem voru dregin upp úr hatti og enginn vissi hvernig átti að efna. Það er ekki góð leið til að vinna kosningar þótt það hafi tekist endrum og sinnum að vinna fylgi fólks með því að lofa þeim að gefa þeim peninga. Þá gengur það ekki alltaf." Hann segir mikla eftirsjá í jafnaðarmannahjarta sínu. „En það er engum hægt að kenna um nema flokknum sjálfum,“ bætir hann við. „En það er huggun harmi gegn að þrír flokkar hafa tekið upp meginatriði Alþýðuflokks um auðlindagjöld. Og af hverju er þetta ekki lengur stefna Samfylkingarinnar einnar? Af því að þegar Samfylkingin hafði möguleika á að koma þessu í framkvæmd þá gerðist ekkert í málinu. Þess vegna missti Samfylkingin trúverðugleika sinn.“
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira