Katrín hafnar stjórn með Sjálfstæðisflokki Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. október 2016 00:01 Formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn eigi ekki samleið með núverandi ríkisstjórnarflokkum og fyrsti valkostur sé alltaf vinstristjórn, án þátttöku þeirra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það leiða af eðli máls að samstarf við vinstriflokka sé langsóttur kostur. Valkostirnir fyrir kosningar séu afar skýrir. Á internetinu hafa birst fréttir af ummælum sem Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra á að hafa látið falla á fundi með stuðningsmönnum VG í Grímsey á dögunum. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gerði þetta að umtalsefni á Facebook. „Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks,“ sagði Benedikt. Umfjöllun um meint ummæli Steingríms gengu svo langt að greint var frá því í frétt með fyrirsögninni: „Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni“Benedikt segir að Steingrímur hafi gleymt því að stundum birast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum. Steingrímur J. Sigfússon hefur borið þetta til baka og segir það þvætting að hann hafi lýst slíku fram á fundi í Grímsey. En í raun skiptir ekki máli hvað Steingrímur sagði eða sagði ekki á fundinum í Grímsey. Hann er ekki formaður Vinstri grænna því hún heitir Katrín Jakobsdóttir. Katrín var ekki í Grímsey en segist hafa rætt málið við Steingrím sem hafi borið þessar fréttir til baka. Hún segir að það myndi ganga gegn samþykktum flokksþings VG að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Fyrsti valkostur sé alltaf myndun ríkisstjórnar með þátttöku stjórnarandstöðuflokkanna. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að margt hafi verið sagt í umræðunni sem standist illa skoðun en staðan sem sé að teiknast upp sé skýr. Annað hvort ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórn undir forystu VG og Pírata. Kosningar 2016 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn eigi ekki samleið með núverandi ríkisstjórnarflokkum og fyrsti valkostur sé alltaf vinstristjórn, án þátttöku þeirra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það leiða af eðli máls að samstarf við vinstriflokka sé langsóttur kostur. Valkostirnir fyrir kosningar séu afar skýrir. Á internetinu hafa birst fréttir af ummælum sem Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra á að hafa látið falla á fundi með stuðningsmönnum VG í Grímsey á dögunum. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gerði þetta að umtalsefni á Facebook. „Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks,“ sagði Benedikt. Umfjöllun um meint ummæli Steingríms gengu svo langt að greint var frá því í frétt með fyrirsögninni: „Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni“Benedikt segir að Steingrímur hafi gleymt því að stundum birast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum. Steingrímur J. Sigfússon hefur borið þetta til baka og segir það þvætting að hann hafi lýst slíku fram á fundi í Grímsey. En í raun skiptir ekki máli hvað Steingrímur sagði eða sagði ekki á fundinum í Grímsey. Hann er ekki formaður Vinstri grænna því hún heitir Katrín Jakobsdóttir. Katrín var ekki í Grímsey en segist hafa rætt málið við Steingrím sem hafi borið þessar fréttir til baka. Hún segir að það myndi ganga gegn samþykktum flokksþings VG að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Fyrsti valkostur sé alltaf myndun ríkisstjórnar með þátttöku stjórnarandstöðuflokkanna. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að margt hafi verið sagt í umræðunni sem standist illa skoðun en staðan sem sé að teiknast upp sé skýr. Annað hvort ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórn undir forystu VG og Pírata.
Kosningar 2016 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira