Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2016 21:38 Benedikt Jóhannesson segir að Steingrímur J. hafi upplýst um, úti í Grímsey, að VG væri reiðubúið að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi, mun hafa haldið því fram í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar, þá væntanlega með aðkomu Framsóknarflokks – því eins og skoðanakannanir liggja á þessu stigi er tveggja flokka stjórn útilokuð. Þessu heldur Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, en hann er einnig oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, fram í nýlegum pistli á Facebooksíðu sinni. Benedikt, sem vakti verulega athygli í vikunni með því að lýsa yfir að Viðreisn muni ekki ganga inn í samstarf núverandi stjórnarflokka segir Sjálfstæðismenn mislesa þau orð sín markvisst. Og hafi brugðist ókvæða við, til að mynda hafi komið honum á óvart hversu neikvæður Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og einn aðalmálsvari Sjálfstæðisflokksins, væri í garð Viðreisnar. „Hann virðist loka á samstarf við Viðreisn fyrir kosningar,“ segir Benedikt sem segir að ekkert samstarf annað en þetta mynstur: Sjálfstæðis-/Framsóknarflokkur/Viðreisn, hafi verið útilokað af sinni hálfu.Framsóknarmenn allra flokka sameinist Benedikt vendir þá kvæði sínu í kross og segir að hér sé í gangi vel skrifað leikrit, þar sem maðkur sé í mysunni.Benedikt heldur því fram að á bak við tjöldin hafi verið lögð drög að því að VG komi inn í núverandi stjórnarsamstarf að loknum kosninum.„Í dag kemur í ljós að hér er í gangi vel skrifað leikrit. Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að lýsa því yfir að ekki væru aðrir kostir í boði og hann væri tilneyddur í slíka stjórn, sem þó mun lengi hafa verið í undirbúningi milli Steingríms og forystu Sjálfstæðismanna. Vegna þess að þessir tveir flokkar hafa ekki meirihluta þarf Framsóknarflokkurinn að vera með líka. En Steingrímur hefur gleymt því að stundum berast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum,“ skrifar Benedikt. Hann segir spennandi að sjá hvernig kjósendur muni taka þeim tíðindum, það er stjórn sem hafi hugsað sér að vinna saman undir slagorðinu: „Framsóknarmenn allra flokka, sameinist!“Stangast á við orð Katrínar Vísir reyndi ítrekað að ná tali af Steingrími J. til að bera þetta undir hann en án árangurs. Orð hans virðast stangast á við það sem Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur sagt um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, en hún tók til að mynda afar vel í útspil Pírata þar sem þeir boðuðu til viðræðna VG, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, nú fyrir skemmstu. Kosningar 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi, mun hafa haldið því fram í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar, þá væntanlega með aðkomu Framsóknarflokks – því eins og skoðanakannanir liggja á þessu stigi er tveggja flokka stjórn útilokuð. Þessu heldur Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, en hann er einnig oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, fram í nýlegum pistli á Facebooksíðu sinni. Benedikt, sem vakti verulega athygli í vikunni með því að lýsa yfir að Viðreisn muni ekki ganga inn í samstarf núverandi stjórnarflokka segir Sjálfstæðismenn mislesa þau orð sín markvisst. Og hafi brugðist ókvæða við, til að mynda hafi komið honum á óvart hversu neikvæður Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og einn aðalmálsvari Sjálfstæðisflokksins, væri í garð Viðreisnar. „Hann virðist loka á samstarf við Viðreisn fyrir kosningar,“ segir Benedikt sem segir að ekkert samstarf annað en þetta mynstur: Sjálfstæðis-/Framsóknarflokkur/Viðreisn, hafi verið útilokað af sinni hálfu.Framsóknarmenn allra flokka sameinist Benedikt vendir þá kvæði sínu í kross og segir að hér sé í gangi vel skrifað leikrit, þar sem maðkur sé í mysunni.Benedikt heldur því fram að á bak við tjöldin hafi verið lögð drög að því að VG komi inn í núverandi stjórnarsamstarf að loknum kosninum.„Í dag kemur í ljós að hér er í gangi vel skrifað leikrit. Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að lýsa því yfir að ekki væru aðrir kostir í boði og hann væri tilneyddur í slíka stjórn, sem þó mun lengi hafa verið í undirbúningi milli Steingríms og forystu Sjálfstæðismanna. Vegna þess að þessir tveir flokkar hafa ekki meirihluta þarf Framsóknarflokkurinn að vera með líka. En Steingrímur hefur gleymt því að stundum berast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum,“ skrifar Benedikt. Hann segir spennandi að sjá hvernig kjósendur muni taka þeim tíðindum, það er stjórn sem hafi hugsað sér að vinna saman undir slagorðinu: „Framsóknarmenn allra flokka, sameinist!“Stangast á við orð Katrínar Vísir reyndi ítrekað að ná tali af Steingrími J. til að bera þetta undir hann en án árangurs. Orð hans virðast stangast á við það sem Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur sagt um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, en hún tók til að mynda afar vel í útspil Pírata þar sem þeir boðuðu til viðræðna VG, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, nú fyrir skemmstu.
Kosningar 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira