Fótbolti

Danir höfðu betur gegn Íslendingum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir í baráttunni gegn Kínverjum á dögunum.
Fanndís Friðriksdóttir í baráttunni gegn Kínverjum á dögunum. vísir
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir því danska í annarri umferð Sincere Cup sem fram fer í Kína um þessar mundir en leikurinn fór 1-0 fyrir Dönum.

Johanna Rasmussen gerði eina mark leiksins á 38. mínútu en hún lék á sínum tíma með Val í efstu deild.

Íslenska liðið gerði 2-2 jafntefli við heimamenn í fyrstu umferð. Töluverðar breytingar voru gerðar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn í dag og er Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, greinilega að prófa nokkrar útfærslur á sínu liði en Íslands tekur þátt á EM á næsta ári í Hollandi.

Kínverjar unnu síðan Úsbekistan, 4-1, í sama riðli í dag en Íslands mætir einmitt Úsbekistan í næstu umferð og fer leikurinn fram á mánudaginn. Ísland er því aðeins með 1 stig í riðlinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×