Sakar MS um að svindla vísvitandi á neytendum Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. október 2016 15:40 Elísabet fullyrðir að MS viti af því að magnið í skyrdósum KEA sé ekki það sama og auglýst sé á umbúðunum. Vísir/einkasafn Skyrmagn í stórum dósum KEA, sem framleitt er af Mjólkursamsölunni, er undir því magni sem tilkynnt er á dósunum. Þetta fullyrðir Elísabet Ólafsdóttir, betur þekkt sem Beta Rokk, sem mælt hefur magnið úr hverri dós sem hún borðar í 8 ár. Hún fullyrðir einnig að Mjólkursamsalan viti af þessu þar sem hún hafi kvartað yfir þessu fyrir 9 árum síðan og þá fengið gefins kippu af skyri en það finnst henni ekki nóg. Í morgun sendi hún inn tilkynningu á síðu Mjólkursamsölunnar á Facebook þar sem hún krefst þess að MS greiði henni 12 þúsund krónur, sem sé það hlutfall skyrs sem hún hafi greitt fyrir síðustu níu árin sem hafi ekki skilað sér í dollunni. „Þetta er búið að fara í taugarnar á mér lengi svo í morgun ákvað ég að gera eitthvað í þessu,” segir Elísabet. „Ég tók upp myndband sem ég póstaði á Facebook í morgun þar sem ég sagði frá því að ég hefði tilkynnt neytendastofu frá þessu í morgun. Ég fæ mér alltaf 480 grömm af skyri á hverjum morgni og það er yfirleitt bara örlítið eða ekkert eftir í dollunni eftir það.”Vantar 10-15 grömm í hverja dolluÍ færslunni sýnir hún nokkar ljósmyndir þar sem hún mælir magn úr hverri dós og í hvert skipti er magnið undir 500 gr. Hún segist aðeins örfáum sinnum hafa náð upp í 500 gr í öll þau skipti sem hún vigti innihald dollunar en það hafi hún gert í hvert skipti sem hún gæði sér á skyrinu. Elísabet hefur sótt fundi hjá tólf spora samtökum fyrir matarfíkla. Á hverjum morgni blandar hún skyrinu við sérstaka formúlu og þarf að vigta heildarmagnið áður en hún borðar það. Hún fullyrðir í færslu sinni að magnið sé yfirleitt á bilinu 467-492 grömm. „Ég sendi þeim fyrst póst í október 2009 og þá var ég rosalega sæt. Sagðist borðað mikið af skyri en benti þeim á það vingjarnlega að dollurnar bæru keim af kreppunni sem var þá í gangi þar sem magnið hefði verið undir því sem auglýst er. Þá spurði ég hvert væri málið. Þá fékk ég ekkert svar. Svo hafði ég aftur samband árið 2014 og þá var mér svarað og tilkynnt að það gæti gerst að þetta yrði undir auglýstu magni vegna skekkjumarka og annað. Síðast þegar ég kvartaði fékk ég kippu af skyri og mér fannst það bara ekki nóg.” Elísabet segir að þarna sé verið að svindla á neytendum og enginn taki eftir því. Hún segir að það vanti um 10 - 15 grömm í hverja dollu. „Fólk tekur ekki eftir þessu ef það vigtar þetta ekki. Ef þeir eru búnir að vera gera þetta gagngert, alla vega frá árinu 2009, hvað eru þeir þá búnir að spara sér mikinn pening? Ég væri alveg til í að vita hver sú tala væri. Ég trúi ekki á þessa afsökun með skekkjumörk, því ég hef eiginlega aldrei náð þessum 500 grömmum!”Uppfært mánudaginn 24. október klukkan 13:30Elísabet hefur dregið í land með ásakanir sínar, segir vogirnar sem hún notaði hafa verið gallaðar og það hafi ekki verið rétt, sem hún áður sagði, að hún hefði vigtað hverja einustu skyrdós undanfarin átta ár. Hún útskýrir þetta í myndbandinu að neðan en hér má svo finna ítarlegri upplýsingar um mælingar sem MS framkvæmir á skyri sínu. Tengdar fréttir Mældu yfir 1600 dósir og hver einasta uppfyllti lágmarksmagn af skyri Fullyrðingar um að skyr vantaði upp á í dósir MS standast ekki. 24. október 2016 13:18 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi Sjá meira
Skyrmagn í stórum dósum KEA, sem framleitt er af Mjólkursamsölunni, er undir því magni sem tilkynnt er á dósunum. Þetta fullyrðir Elísabet Ólafsdóttir, betur þekkt sem Beta Rokk, sem mælt hefur magnið úr hverri dós sem hún borðar í 8 ár. Hún fullyrðir einnig að Mjólkursamsalan viti af þessu þar sem hún hafi kvartað yfir þessu fyrir 9 árum síðan og þá fengið gefins kippu af skyri en það finnst henni ekki nóg. Í morgun sendi hún inn tilkynningu á síðu Mjólkursamsölunnar á Facebook þar sem hún krefst þess að MS greiði henni 12 þúsund krónur, sem sé það hlutfall skyrs sem hún hafi greitt fyrir síðustu níu árin sem hafi ekki skilað sér í dollunni. „Þetta er búið að fara í taugarnar á mér lengi svo í morgun ákvað ég að gera eitthvað í þessu,” segir Elísabet. „Ég tók upp myndband sem ég póstaði á Facebook í morgun þar sem ég sagði frá því að ég hefði tilkynnt neytendastofu frá þessu í morgun. Ég fæ mér alltaf 480 grömm af skyri á hverjum morgni og það er yfirleitt bara örlítið eða ekkert eftir í dollunni eftir það.”Vantar 10-15 grömm í hverja dolluÍ færslunni sýnir hún nokkar ljósmyndir þar sem hún mælir magn úr hverri dós og í hvert skipti er magnið undir 500 gr. Hún segist aðeins örfáum sinnum hafa náð upp í 500 gr í öll þau skipti sem hún vigti innihald dollunar en það hafi hún gert í hvert skipti sem hún gæði sér á skyrinu. Elísabet hefur sótt fundi hjá tólf spora samtökum fyrir matarfíkla. Á hverjum morgni blandar hún skyrinu við sérstaka formúlu og þarf að vigta heildarmagnið áður en hún borðar það. Hún fullyrðir í færslu sinni að magnið sé yfirleitt á bilinu 467-492 grömm. „Ég sendi þeim fyrst póst í október 2009 og þá var ég rosalega sæt. Sagðist borðað mikið af skyri en benti þeim á það vingjarnlega að dollurnar bæru keim af kreppunni sem var þá í gangi þar sem magnið hefði verið undir því sem auglýst er. Þá spurði ég hvert væri málið. Þá fékk ég ekkert svar. Svo hafði ég aftur samband árið 2014 og þá var mér svarað og tilkynnt að það gæti gerst að þetta yrði undir auglýstu magni vegna skekkjumarka og annað. Síðast þegar ég kvartaði fékk ég kippu af skyri og mér fannst það bara ekki nóg.” Elísabet segir að þarna sé verið að svindla á neytendum og enginn taki eftir því. Hún segir að það vanti um 10 - 15 grömm í hverja dollu. „Fólk tekur ekki eftir þessu ef það vigtar þetta ekki. Ef þeir eru búnir að vera gera þetta gagngert, alla vega frá árinu 2009, hvað eru þeir þá búnir að spara sér mikinn pening? Ég væri alveg til í að vita hver sú tala væri. Ég trúi ekki á þessa afsökun með skekkjumörk, því ég hef eiginlega aldrei náð þessum 500 grömmum!”Uppfært mánudaginn 24. október klukkan 13:30Elísabet hefur dregið í land með ásakanir sínar, segir vogirnar sem hún notaði hafa verið gallaðar og það hafi ekki verið rétt, sem hún áður sagði, að hún hefði vigtað hverja einustu skyrdós undanfarin átta ár. Hún útskýrir þetta í myndbandinu að neðan en hér má svo finna ítarlegri upplýsingar um mælingar sem MS framkvæmir á skyri sínu.
Tengdar fréttir Mældu yfir 1600 dósir og hver einasta uppfyllti lágmarksmagn af skyri Fullyrðingar um að skyr vantaði upp á í dósir MS standast ekki. 24. október 2016 13:18 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi Sjá meira
Mældu yfir 1600 dósir og hver einasta uppfyllti lágmarksmagn af skyri Fullyrðingar um að skyr vantaði upp á í dósir MS standast ekki. 24. október 2016 13:18