Glódís var ósátt við sjálfan sig í varnarleiknum þegar Danir skoruðu eina mark leiksins.
„Við fengum þetta mark svolítið bara í andlitið. Við vorum að skapa okkur fín færi og komast inn í teiginn hjá þeim. Síðan fáum við þetta mark á okkur og það drap svolítið á liðinu, við höfðum ekki orku í síðari hálfleiknum.“
Hún segir að Danir hafi síðan spilað skynsamlega eftir að hafa komist 1-0 yfir.
„Þær tóku sinn tíma í allar aðgerðir og gerðu þetta bara vel. Það sem við tökum jákvætt út úr þessum leik er að þegar liðið pressar upp völlinn, þá tókst það mjög vel hjá okkur.“