Kærasti Örnu Ýrar: „Alltaf verið mjög sjálfstæð með svona“ Birgir Olgeirsson skrifar 23. október 2016 22:16 Egill Trausti Ómarsson og Arna Ýr Jónsdóttir. Vísir/Facebook „Þetta hefur verið sirkus,“ segir Egill Trausti Ómarsson kærasti Örnur Ýrar Jónsdóttur sem hefur vakið heimsathygli fyrir að hætta í Miss Grand International í Las Vegas eftir að eigandi keppninnar sagði að hún yrði að grenna sig fyrir lokakvöldið. Arna Ýr var í viðtali við útvarpsþáttinn Þrjár í fötu á FM957 fyrr í kvöld þar sem hún lýsti martraðarupplifun í Las Vegas.Sjá einnig: Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Hún hafi fyrst fengið þau skilaboð frá eiganda keppninnar að hún væri of feit og þyrfti að grenna sig. Hún greindi frá því á Snapchat þar sem hún sagðist ætla að hætta í keppninni ef ekki yrði bakkað með þá kröfu.Eigandinn varð brjálaður Hún sagðist því næst hafa fengið eiganda keppninnar og framkvæmdastjóra brjálað upp á móti sér þar sem þeir sögðu hana hafa rústað orðstír keppninnar og hún yrði að laga það með nýjum skilaboðum á Snapchat þar sem henni var sagt að segja að um misskilning væri að ræða. Arna Ýr myndaði því ný skilaboð á Snapchat en á meðan stóðu eigandi og framkvæmdastjóri keppninnar fyrir framan hana. Hún fann að það hefði ekki verið rétt ákvörðun og margir skynjuðu að ekki væri allt með felldu. Meðal annars íslensk kona sem Arna Ýr þekkti ekki. Sú setti sig í samband við Örnu og sagðist skynja að hún væri í ömurlegum aðstæðum. Bauðst hún til að borga flugfarið heim til Íslands fyrir Örnu gegn því að hún myndi hætta í keppninni.Alveg sama hversu hátt er boðið Sem Arna Ýr gerði en þá fóru eigandi keppninnar og framkvæmdastjóri að biðja hana um að vera áfram og segja að hún væri nokkuð sigurstrangleg og fengi þar með 40 þúsund dollara fyrir sigurinn, en Arna lét ekki bjóða sér það og sagði það engu máli skipta hversu mikið henni yrði boðið, hún væri hætt. „Ég vissi alltaf hvað var að gerast. Ég var sá fyrsti sem hún hafði samband við þegar þetta átti sér allt stað,“ segir Egill Trausti í samtali við Vísi.„Óþægilegt að vera heima“ Aðspurður hvort ekki hafi verið erfitt að fylgjast með þessu úr fjarska segir hann svo vera. „Það er óþægilegt að vera heima þegar eitthvað svona kemur upp á. Eina sem maður getur gert er að veita stuðning í gegnum síma,“ segir Egill.„Alltaf verið mjög sjálfstæð“ Hann segir Örnu Ýr vera afar staðfasta manneskju sem lætur ekki vaða yfir sig. „Hún hefur alltaf verið mjög sjálfstæð með svona og það er aldrei hægt að segja henni til um neitt. Hún hefur alltaf verið mjög ánægð með sjálfa sig og ég vissi að hún myndi tækla þetta sjálf,“ segir Egill. Tengdar fréttir Ætlar ekki að taka þátt í keppninni ef eigendur standa við skilaboðin Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning fékk skilaboð frá eigenda fegurðarsamkeppni sem hún tekur þátt í í Las Vegas að hún þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Ef eigendur keppninnar taka skilaboðin ekki til baka ætlar hún að hætta við að taka þátt í keppninni. 22. október 2016 18:45 Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða „Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.“ 23. október 2016 09:19 Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr Jónsdóttir greinir frá þessu á Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas á næstu dögum. 21. október 2016 21:00 Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Eigendurnir fegurðarkeppninnar gáfu til kynna að Arna Ýr fengi tæpar fimm milljónir fyrir að halda áfram. 23. október 2016 21:11 Misskilningur í Las Vegas: Arna Ýr ætlar að keppa Segir starfsfólk Miss Grand International hafa misskilið orð eiganda keppninnar. 22. október 2016 21:22 Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
„Þetta hefur verið sirkus,“ segir Egill Trausti Ómarsson kærasti Örnur Ýrar Jónsdóttur sem hefur vakið heimsathygli fyrir að hætta í Miss Grand International í Las Vegas eftir að eigandi keppninnar sagði að hún yrði að grenna sig fyrir lokakvöldið. Arna Ýr var í viðtali við útvarpsþáttinn Þrjár í fötu á FM957 fyrr í kvöld þar sem hún lýsti martraðarupplifun í Las Vegas.Sjá einnig: Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Hún hafi fyrst fengið þau skilaboð frá eiganda keppninnar að hún væri of feit og þyrfti að grenna sig. Hún greindi frá því á Snapchat þar sem hún sagðist ætla að hætta í keppninni ef ekki yrði bakkað með þá kröfu.Eigandinn varð brjálaður Hún sagðist því næst hafa fengið eiganda keppninnar og framkvæmdastjóra brjálað upp á móti sér þar sem þeir sögðu hana hafa rústað orðstír keppninnar og hún yrði að laga það með nýjum skilaboðum á Snapchat þar sem henni var sagt að segja að um misskilning væri að ræða. Arna Ýr myndaði því ný skilaboð á Snapchat en á meðan stóðu eigandi og framkvæmdastjóri keppninnar fyrir framan hana. Hún fann að það hefði ekki verið rétt ákvörðun og margir skynjuðu að ekki væri allt með felldu. Meðal annars íslensk kona sem Arna Ýr þekkti ekki. Sú setti sig í samband við Örnu og sagðist skynja að hún væri í ömurlegum aðstæðum. Bauðst hún til að borga flugfarið heim til Íslands fyrir Örnu gegn því að hún myndi hætta í keppninni.Alveg sama hversu hátt er boðið Sem Arna Ýr gerði en þá fóru eigandi keppninnar og framkvæmdastjóri að biðja hana um að vera áfram og segja að hún væri nokkuð sigurstrangleg og fengi þar með 40 þúsund dollara fyrir sigurinn, en Arna lét ekki bjóða sér það og sagði það engu máli skipta hversu mikið henni yrði boðið, hún væri hætt. „Ég vissi alltaf hvað var að gerast. Ég var sá fyrsti sem hún hafði samband við þegar þetta átti sér allt stað,“ segir Egill Trausti í samtali við Vísi.„Óþægilegt að vera heima“ Aðspurður hvort ekki hafi verið erfitt að fylgjast með þessu úr fjarska segir hann svo vera. „Það er óþægilegt að vera heima þegar eitthvað svona kemur upp á. Eina sem maður getur gert er að veita stuðning í gegnum síma,“ segir Egill.„Alltaf verið mjög sjálfstæð“ Hann segir Örnu Ýr vera afar staðfasta manneskju sem lætur ekki vaða yfir sig. „Hún hefur alltaf verið mjög sjálfstæð með svona og það er aldrei hægt að segja henni til um neitt. Hún hefur alltaf verið mjög ánægð með sjálfa sig og ég vissi að hún myndi tækla þetta sjálf,“ segir Egill.
Tengdar fréttir Ætlar ekki að taka þátt í keppninni ef eigendur standa við skilaboðin Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning fékk skilaboð frá eigenda fegurðarsamkeppni sem hún tekur þátt í í Las Vegas að hún þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Ef eigendur keppninnar taka skilaboðin ekki til baka ætlar hún að hætta við að taka þátt í keppninni. 22. október 2016 18:45 Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða „Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.“ 23. október 2016 09:19 Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr Jónsdóttir greinir frá þessu á Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas á næstu dögum. 21. október 2016 21:00 Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Eigendurnir fegurðarkeppninnar gáfu til kynna að Arna Ýr fengi tæpar fimm milljónir fyrir að halda áfram. 23. október 2016 21:11 Misskilningur í Las Vegas: Arna Ýr ætlar að keppa Segir starfsfólk Miss Grand International hafa misskilið orð eiganda keppninnar. 22. október 2016 21:22 Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Ætlar ekki að taka þátt í keppninni ef eigendur standa við skilaboðin Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning fékk skilaboð frá eigenda fegurðarsamkeppni sem hún tekur þátt í í Las Vegas að hún þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Ef eigendur keppninnar taka skilaboðin ekki til baka ætlar hún að hætta við að taka þátt í keppninni. 22. október 2016 18:45
Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða „Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.“ 23. október 2016 09:19
Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr Jónsdóttir greinir frá þessu á Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas á næstu dögum. 21. október 2016 21:00
Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Eigendurnir fegurðarkeppninnar gáfu til kynna að Arna Ýr fengi tæpar fimm milljónir fyrir að halda áfram. 23. október 2016 21:11
Misskilningur í Las Vegas: Arna Ýr ætlar að keppa Segir starfsfólk Miss Grand International hafa misskilið orð eiganda keppninnar. 22. október 2016 21:22
Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09