Elliði til varnar Smára McCarthy og stærðfræðikunnáttu hans Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2016 12:59 Fátt er nú meira rætt á samfélagsmiðlum en stærðfræðimenntun Smára McCarthy. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og gegnheill og grjótharður Sjálfstæðismaður, hefur óvænt risið upp til varnar Smára McCarthy Pírata og efasemdum um stærðfræðiþekkingu hans. Elliði upplýsir að hann hefi kennt Smára stærðfærði 313 í framhaldsskóla og fullyrðir að „Smári náði ágætis tökum á tölfræði hjá sér, þar með talin Pearsons r, þáttagreiningu og fl. Það mun án vafa nýtast honum á nýjum vettvangi,“ segir Elliði. Ekki þarf að vera bókmenntafræðingur eða lærður í textagreiningu til að átta sig á því að bæjarstjórinn hefur ákaflega gaman að þessum vandræðagangi Smára, sem er einn helsti foringi Pírata. Heit umræða hefur geisað á Facebook um stærðfræðikunnáttu Smára McCarthy og það að hann hafi orðið uppvís af að ljúga til um gráðu.Sigrún Helga Lund var í stærðfræðinámi á sama tíma og Smári McCarthy í Háskóla Íslands.Vísir/VilhelmÞannig er að Sigrún Helga Lund, dósent í tölfræði við Háskóla Íslands, setti fram athugasemd þess efnis að Smári hafi ekki klárað nema helminginn af námi sínu og henni finnst skrítið að athugasemdir við námsferil hans komi fram núna, rétt fyrir kosningar. Eyjan fjallaði um málið. Og þá það að hann hafi verið titlaður stærðfræðingur. Sigrún Helga er einn frambjóðenda Viðreisnar.Smári leggur spilin á borðið umsvifalaust Viðar Þorsteinsson heimsspekingur spyr Smára hreint út á Facebooksíðu sinni hvernig hann skýri það að hafa sagst með B.Sc. gráðu á ferilskrá á LnikedIn ef hann lauk aldrei náminu? Smári leggur umsvifalaust öll spil á borðið: „Skal viðurkenna að þetta er fullkomlega kjánalegt hjá mér á LinkedIn, enda var ég þar að reyna að gefa til kynna að ég væri í B.Sc. námi, ekki að því væri lokið. Biðst afsökunar á því, og myndi glaður breyta þessu en hef ekki haft aðgang að síðunni mjög lengi, eftir að ég reyndi að loka aðganginum, einmitt vegna þess að það var margt rangt þarna og óuppfært. Það kemur mér mjög á óvart að þetta sé enn til.“Sigmundur Davíð og Smári McCarthy Óneitanlega minnir þetta mál á það sem snéri að meintu doktorsprófi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra. Einn þeirra sem lætur sig málið varða er foringi Framsóknarmanna eystra, Stefán Bogi Sveinsson, og honum þykir gæta tvískinnungs í því samhengi: „Áhugaverða sniðmengi* dagsins: Fólk sem fór mikinn í umræðu um það hvort Sigmundur Davíð hefði sagt ósatt um menntun sína annars vegar, en finnst það óþarfa smásmuguháttur og til marks um óheiðarlega pólitík að draga athygli að misræmi milli þess sem Smári McCarthy hefur sagt um menntun sína og veruleikans. Hef óljósan grun um að blaðamenn séu einkennilega stór hluti þessa mengis. *Það eru engar líkur á að ég noti þetta hugtak rétt, því ég er alls ekki stærðfræðingur, bara svo því sé til haga haldið.“ Kosningar 2016 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og gegnheill og grjótharður Sjálfstæðismaður, hefur óvænt risið upp til varnar Smára McCarthy Pírata og efasemdum um stærðfræðiþekkingu hans. Elliði upplýsir að hann hefi kennt Smára stærðfærði 313 í framhaldsskóla og fullyrðir að „Smári náði ágætis tökum á tölfræði hjá sér, þar með talin Pearsons r, þáttagreiningu og fl. Það mun án vafa nýtast honum á nýjum vettvangi,“ segir Elliði. Ekki þarf að vera bókmenntafræðingur eða lærður í textagreiningu til að átta sig á því að bæjarstjórinn hefur ákaflega gaman að þessum vandræðagangi Smára, sem er einn helsti foringi Pírata. Heit umræða hefur geisað á Facebook um stærðfræðikunnáttu Smára McCarthy og það að hann hafi orðið uppvís af að ljúga til um gráðu.Sigrún Helga Lund var í stærðfræðinámi á sama tíma og Smári McCarthy í Háskóla Íslands.Vísir/VilhelmÞannig er að Sigrún Helga Lund, dósent í tölfræði við Háskóla Íslands, setti fram athugasemd þess efnis að Smári hafi ekki klárað nema helminginn af námi sínu og henni finnst skrítið að athugasemdir við námsferil hans komi fram núna, rétt fyrir kosningar. Eyjan fjallaði um málið. Og þá það að hann hafi verið titlaður stærðfræðingur. Sigrún Helga er einn frambjóðenda Viðreisnar.Smári leggur spilin á borðið umsvifalaust Viðar Þorsteinsson heimsspekingur spyr Smára hreint út á Facebooksíðu sinni hvernig hann skýri það að hafa sagst með B.Sc. gráðu á ferilskrá á LnikedIn ef hann lauk aldrei náminu? Smári leggur umsvifalaust öll spil á borðið: „Skal viðurkenna að þetta er fullkomlega kjánalegt hjá mér á LinkedIn, enda var ég þar að reyna að gefa til kynna að ég væri í B.Sc. námi, ekki að því væri lokið. Biðst afsökunar á því, og myndi glaður breyta þessu en hef ekki haft aðgang að síðunni mjög lengi, eftir að ég reyndi að loka aðganginum, einmitt vegna þess að það var margt rangt þarna og óuppfært. Það kemur mér mjög á óvart að þetta sé enn til.“Sigmundur Davíð og Smári McCarthy Óneitanlega minnir þetta mál á það sem snéri að meintu doktorsprófi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra. Einn þeirra sem lætur sig málið varða er foringi Framsóknarmanna eystra, Stefán Bogi Sveinsson, og honum þykir gæta tvískinnungs í því samhengi: „Áhugaverða sniðmengi* dagsins: Fólk sem fór mikinn í umræðu um það hvort Sigmundur Davíð hefði sagt ósatt um menntun sína annars vegar, en finnst það óþarfa smásmuguháttur og til marks um óheiðarlega pólitík að draga athygli að misræmi milli þess sem Smári McCarthy hefur sagt um menntun sína og veruleikans. Hef óljósan grun um að blaðamenn séu einkennilega stór hluti þessa mengis. *Það eru engar líkur á að ég noti þetta hugtak rétt, því ég er alls ekki stærðfræðingur, bara svo því sé til haga haldið.“
Kosningar 2016 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira