Yfir fimmtán hundruð bjóða sig fram til Alþingis og setja nýtt met Þorgeir Helgason skrifar 10. október 2016 07:00 Frambjóðendur til alþingiskosninga eru 1.534 talsins. Vísir/Stefán Alþingiskosningarnar 29. október verða þær fjórðu á rúmum níu árum. Frestur til að skila framboðslistum til kosninga til Alþingis rennur út klukkan 12 á hádegi þann 14. október. Stjórnmálahreyfingar sem hafa ekki fengið skráðan listabókstaf þurfa að tilkynna framboð sitt eigi síðar en klukkan 12 á hádegi þann 11. október. Þrettán stjórnmálaflokkar hafa boðað framboð til alþingiskosninganna, tólf í öllum kjördæmum. Aðeins einu sinni hafa fleiri stjórnmálaflokkar boðið fram en það var árið 2013 þegar fimmtán hreyfingar voru í framboði. Alls eru 1.534 í framboði í komandi kosningum sem er mestur fjöldi frambjóðenda í sögu kosninga hérlendis en árið 2013 buðu 1.512 fram krafta sína til setu á Alþingi. Til þess að framboð teljist gilt þarf tilskilinn fjölda meðmælenda. Í hverju kjördæmi þarf hver listi 30 til 40 yfirlýsta stuðningsmenn fyrir hvert þingsæti. Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Lýðræðisflokkurinn, Framfaraflokkurinn, Píratar, Alþýðufylkingin, Samfylkingin, Dögun og Vinstrihreyfingin – grænt framboð stefna á að bjóða fram í öllum kjördæmum meðan Húmanistaflokkurinn býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður. Framfaraflokkurinn sem auglýsti framboð í síðustu viku og hélt stofnfund um síðustu helgi er hættur við. „Ég er búinn að slá þetta af, tíminn hljóp frá okkur. Það var ekki raunhæft að þetta næðist í tæka tíð,“ segir Þormar Jónsson, forsvarsmaður Framfaraflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru 246.515 kjósendur á kjörskrá. Takist öllum framboðum að afla tilskilins fjölda stuðningsmanna verða þeir á bilinu 23.010 til 30.680, sem er á bilinu níu til tólf prósent kjósenda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Kosningar 2016 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Alþingiskosningarnar 29. október verða þær fjórðu á rúmum níu árum. Frestur til að skila framboðslistum til kosninga til Alþingis rennur út klukkan 12 á hádegi þann 14. október. Stjórnmálahreyfingar sem hafa ekki fengið skráðan listabókstaf þurfa að tilkynna framboð sitt eigi síðar en klukkan 12 á hádegi þann 11. október. Þrettán stjórnmálaflokkar hafa boðað framboð til alþingiskosninganna, tólf í öllum kjördæmum. Aðeins einu sinni hafa fleiri stjórnmálaflokkar boðið fram en það var árið 2013 þegar fimmtán hreyfingar voru í framboði. Alls eru 1.534 í framboði í komandi kosningum sem er mestur fjöldi frambjóðenda í sögu kosninga hérlendis en árið 2013 buðu 1.512 fram krafta sína til setu á Alþingi. Til þess að framboð teljist gilt þarf tilskilinn fjölda meðmælenda. Í hverju kjördæmi þarf hver listi 30 til 40 yfirlýsta stuðningsmenn fyrir hvert þingsæti. Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Lýðræðisflokkurinn, Framfaraflokkurinn, Píratar, Alþýðufylkingin, Samfylkingin, Dögun og Vinstrihreyfingin – grænt framboð stefna á að bjóða fram í öllum kjördæmum meðan Húmanistaflokkurinn býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður. Framfaraflokkurinn sem auglýsti framboð í síðustu viku og hélt stofnfund um síðustu helgi er hættur við. „Ég er búinn að slá þetta af, tíminn hljóp frá okkur. Það var ekki raunhæft að þetta næðist í tæka tíð,“ segir Þormar Jónsson, forsvarsmaður Framfaraflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru 246.515 kjósendur á kjörskrá. Takist öllum framboðum að afla tilskilins fjölda stuðningsmanna verða þeir á bilinu 23.010 til 30.680, sem er á bilinu níu til tólf prósent kjósenda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kosningar 2016 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira