Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 13:56 Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. Gunnar Nelson, markvörður Íslandsmeistara FH, fékk á sig sex mörk þegar Færeyjar töpuðu 6-0 á heimavelli á móti Evrópumeisturum Portúgals. Christian Benteke er leikmaður Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en hann lék áður með Liverpool. Benteke bætti met Davide Gualtieri frá 1993 um 0,2 sekúndur en enginn hefur skorað fyrr í landsleik í fótbolta en Belgíumaðurinn.Gualtieri skoraði gamla metmarkið fyrir San Marino á móti Englandi fyrir 23 árum síðan.Christian Benteke skoraði þrennu í leiknum en belgíska landsliðið hefur fullt hús og markatöluna 13-0 eftir fyrstu þrjá leikina. Grikkir eru einnig með fullt hús í H-riðlinum eftir 2-0 útisigur á Eistlandi í kvöld. Edin Dzeko skoraði bæði mörk Bosníumanna í 2-0 sigri á Kýpur en Bosnía er í þriðja sæti eftir Belgum og Grikkjum.André Silva skoraði þrennu í fyrri hálfleik í 6-0 sigri Portúgals í Færeyjum. Cristiano Ronaldo sem skoraði fernu fyrir nokkrum dögum skoraði fjórða markið og tvö síðustu mörkin komu síðan í uppbótartíma. Portúgal tapaði fyrsta leik sínum á móti Sviss en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína með markatölunni 12-0. Svisslendingar unnu 2-1 útisigur á Andorra í kvöld og eru með fullt hús á toppi riðilsins.,Úrslitin og markaskorarar í kvöld:A-riðillHvíta Rússland -Lúxemborg 1-1 1-0 Pavel Savitski (80.), 1-1 Aurélien Joachim (85.)Holland - Frakkland 0-1 0-1 Paul Pogba (30.)Svíþjóð - Búlgaría 3-0 1-0 Ola Toivonen (39.), 2-0 Oscar Hiljemark (45.), 3-0 Victor Lindelöf (58.),B-riðillFæreyjar - Portúgal 0-6 0-1 André Silva (12.9, 0-2 André Silva (22.), 0-3 André Silva (37.), 0-4 Cristiano Ronaldo (65.), 0-5 João Moutinho (90.+1), 0-6 João Cancelo (90.+3)Andorra - Sviss 1-2 0-1 Fabian Schär (19.), 0-2 Admir Mehmedi (77.), 1-2 Alexandre Martínez (90.).Lettland - Ungverjaland 0-2 0-1 Ádám Gyurcsó (10.), 0-2 Ádám Szalai (77.)H-riðillGíbraltar - Belgía 0-6 0-1 Christian Benteke (1.), 0-2 Axel Witsel (19.), 0-3 Christian Benteke (43.), 0-4 Dries Mertens (51.), 0-5 Christian Benteke (55.), 0-6 Eden Hazard (79.).Eistland - Grikkland 0-2 0-1 Vasilis Torosidis (2.), 0-2 Kostas Stafylidis (61.)Bosnía - Kýpur 2-0 1-0 Edin Dzeko (70.), 2-0 Edin Dzeko (80.). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. Gunnar Nelson, markvörður Íslandsmeistara FH, fékk á sig sex mörk þegar Færeyjar töpuðu 6-0 á heimavelli á móti Evrópumeisturum Portúgals. Christian Benteke er leikmaður Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en hann lék áður með Liverpool. Benteke bætti met Davide Gualtieri frá 1993 um 0,2 sekúndur en enginn hefur skorað fyrr í landsleik í fótbolta en Belgíumaðurinn.Gualtieri skoraði gamla metmarkið fyrir San Marino á móti Englandi fyrir 23 árum síðan.Christian Benteke skoraði þrennu í leiknum en belgíska landsliðið hefur fullt hús og markatöluna 13-0 eftir fyrstu þrjá leikina. Grikkir eru einnig með fullt hús í H-riðlinum eftir 2-0 útisigur á Eistlandi í kvöld. Edin Dzeko skoraði bæði mörk Bosníumanna í 2-0 sigri á Kýpur en Bosnía er í þriðja sæti eftir Belgum og Grikkjum.André Silva skoraði þrennu í fyrri hálfleik í 6-0 sigri Portúgals í Færeyjum. Cristiano Ronaldo sem skoraði fernu fyrir nokkrum dögum skoraði fjórða markið og tvö síðustu mörkin komu síðan í uppbótartíma. Portúgal tapaði fyrsta leik sínum á móti Sviss en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína með markatölunni 12-0. Svisslendingar unnu 2-1 útisigur á Andorra í kvöld og eru með fullt hús á toppi riðilsins.,Úrslitin og markaskorarar í kvöld:A-riðillHvíta Rússland -Lúxemborg 1-1 1-0 Pavel Savitski (80.), 1-1 Aurélien Joachim (85.)Holland - Frakkland 0-1 0-1 Paul Pogba (30.)Svíþjóð - Búlgaría 3-0 1-0 Ola Toivonen (39.), 2-0 Oscar Hiljemark (45.), 3-0 Victor Lindelöf (58.),B-riðillFæreyjar - Portúgal 0-6 0-1 André Silva (12.9, 0-2 André Silva (22.), 0-3 André Silva (37.), 0-4 Cristiano Ronaldo (65.), 0-5 João Moutinho (90.+1), 0-6 João Cancelo (90.+3)Andorra - Sviss 1-2 0-1 Fabian Schär (19.), 0-2 Admir Mehmedi (77.), 1-2 Alexandre Martínez (90.).Lettland - Ungverjaland 0-2 0-1 Ádám Gyurcsó (10.), 0-2 Ádám Szalai (77.)H-riðillGíbraltar - Belgía 0-6 0-1 Christian Benteke (1.), 0-2 Axel Witsel (19.), 0-3 Christian Benteke (43.), 0-4 Dries Mertens (51.), 0-5 Christian Benteke (55.), 0-6 Eden Hazard (79.).Eistland - Grikkland 0-2 0-1 Vasilis Torosidis (2.), 0-2 Kostas Stafylidis (61.)Bosnía - Kýpur 2-0 1-0 Edin Dzeko (70.), 2-0 Edin Dzeko (80.).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira