Björt um brotthvarf Heiðu Kristínar: „Við erum ekki með djúpa vasa“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. október 2016 15:05 Björt segir brotthvarf Heiðu Kristínar koma sér í opna skjöldu. Vísir/Anton Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir mikinn missi vera af Heiðu Kristínu Helgadóttur úr starfi Bjartrar framtíðar. Heiða Kristín lýsti yfir stuðningi við Viðreisn á Facebook síðu sinni í gær. Hún segir brotthvarf hennar koma sér í opna skjöldu, en að flokkarnir séu reknir með mismunandi hætti. „Það kom mér talsvert á óvart og í opna skjöldu að hún væri skilin við Bjarta framtíð og það verður missir af henni. Hún hefur unnið mjög gott starf með okkur,“ segir Björt í samtali við Vísi. „Hún nefnir engan málefnalegan ágreining eða neitt svoleiðis en það er þessi vinna sem hún er að taka að sér. Og það er kannski líka þar sem skilur á milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, við erum ekki með djúpa vasa og stóreignafólk á bak við okkur sem kostar framboðið. Því ekkert hægt að seilast í það neitt. Við bara rekum okkur öðruvísi,“ segir Björt en Heiða Kristín hefur aðstoðað Viðreisn við mótun stefnu sinnar síðustu misseri en er ekki á launum hjá flokknum. „Á bak við þetta framboð er örugglega mikið af góðu fólki en auðvitað líka eins og bersýnilega sést mikið fjármagn og stórir kostunaraðilar. Við tókum meðvitaða ákvörðun um að taka ekki við fé frá fyrirtækjum og rekum okkur bara á löglegum fjárframlögum og þau leyfa ekki miklar auglýsingar eða mikið starfsmannahald eða annað,“ segir Björt.Er þetta ekkert áfall? Hún tók náttúrulega þátt í að stofna flokkinn. „Eins og ég segi þá er leiðinlegt að sjá á eftir henni, það er missir af henni. Hún er mjög góð í því sem hún gerir. Hún var góður félagi og við munum sakna hennar.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Heiða Kristín lýsir stuðningi við Viðreisn Annar af stofnendum Bjartrar framtíðar er hætt í flokknum og gengin til liðs við Viðreisn. 9. október 2016 14:58 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir mikinn missi vera af Heiðu Kristínu Helgadóttur úr starfi Bjartrar framtíðar. Heiða Kristín lýsti yfir stuðningi við Viðreisn á Facebook síðu sinni í gær. Hún segir brotthvarf hennar koma sér í opna skjöldu, en að flokkarnir séu reknir með mismunandi hætti. „Það kom mér talsvert á óvart og í opna skjöldu að hún væri skilin við Bjarta framtíð og það verður missir af henni. Hún hefur unnið mjög gott starf með okkur,“ segir Björt í samtali við Vísi. „Hún nefnir engan málefnalegan ágreining eða neitt svoleiðis en það er þessi vinna sem hún er að taka að sér. Og það er kannski líka þar sem skilur á milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, við erum ekki með djúpa vasa og stóreignafólk á bak við okkur sem kostar framboðið. Því ekkert hægt að seilast í það neitt. Við bara rekum okkur öðruvísi,“ segir Björt en Heiða Kristín hefur aðstoðað Viðreisn við mótun stefnu sinnar síðustu misseri en er ekki á launum hjá flokknum. „Á bak við þetta framboð er örugglega mikið af góðu fólki en auðvitað líka eins og bersýnilega sést mikið fjármagn og stórir kostunaraðilar. Við tókum meðvitaða ákvörðun um að taka ekki við fé frá fyrirtækjum og rekum okkur bara á löglegum fjárframlögum og þau leyfa ekki miklar auglýsingar eða mikið starfsmannahald eða annað,“ segir Björt.Er þetta ekkert áfall? Hún tók náttúrulega þátt í að stofna flokkinn. „Eins og ég segi þá er leiðinlegt að sjá á eftir henni, það er missir af henni. Hún er mjög góð í því sem hún gerir. Hún var góður félagi og við munum sakna hennar.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Heiða Kristín lýsir stuðningi við Viðreisn Annar af stofnendum Bjartrar framtíðar er hætt í flokknum og gengin til liðs við Viðreisn. 9. október 2016 14:58 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Heiða Kristín lýsir stuðningi við Viðreisn Annar af stofnendum Bjartrar framtíðar er hætt í flokknum og gengin til liðs við Viðreisn. 9. október 2016 14:58