Innlent

Heiða Kristín lýsir stuðningi við Viðreisn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Heiða Kristín Helgadóttir.
Heiða Kristín Helgadóttir. vísir/pjetur
Heiða Kristín Helgadóttir, annar af stofnendum Bjartrar framtíðar, er hætt í flokknum og gengin til liðs við Viðreisn. Hún býður sig þó ekki fram í komandi kosningum.

Frá þessu greinir Heiða Kristín á Facebook-síðu sinni. Þar greinir hún frá því að hún hafi ekki verið virkur þátttakandi í starfi Bjartrar framtíðar síðan hún hætti á þingi fyrir flokkinn í desember í fyrra. Nú nýlega hafi hún ákveðið að taka þátt í að styðja Viðreisn því hún trúi því að flokkurinn eigi að vera til hér á landi. Hins vegar sé ekki síður mikilvægt að flokkur eins og Björt framtíð eigi að vera til.

„Ég hef trú á því að það skipti máli að ýta duglega við þessari kyrrstöðu og opna stjórnmálakerfið upp fyrir ólíku fólki og ég mun gera hvað ég get til að tryggja að svo verði. Í komandi kosningum gefst í fyrsta skipti tækifæri til að kjósa nokkra flokka sem voru stofnaðir eftir 2010 og boða raunverulegar breytingar og eru engum sérhagsmunum háðir. Ég mun beita atkvæði mínu og áhrifum þannig að þessir flokkar eigi möguleika á að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir kosningar,“ skrifar Heiða Kristín, en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×