„Ég sneri hann bara niður og hélt honum“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2016 09:07 Júlíus Ármann Júlíusson framkvæmdi borgaralega handtöku í nótt. Vísir/GVA Íþróttakennarinn Júlíus Ármann Júlíusson stóð í ströngu í nótt þegar hann þurfti að snúa niður mann sem hafði gert sig líklegan til að brjótast inn í íbúð á neðri hæð í húsi Júlíusar. Maðurinn hafði gengið eftir götunni og prófað hurðarhúna á bílum og húsum. Á neðri hæðinni býr kona með ellefu daga gamalt barn. Júlíus vaknaði fyrir tilviljun á milli hálf þrjú og þrjú í nótt og ákvað að fá sér vatnsglas. Þar sem hann stóð í eldhúsglugganum sá hann mann labba á milli bíla og húsa í götunni. Mbl ræddi fyrst við Júlíus í morgun. „Ég hélt í fyrstu að þetta væri blaðberi en þótti þetta eitthvað sérstakt,“ segir Júlíus í samtali við Vísi. „Svo þegar ég sé hann skjótast inn á milli húsanna og hverfa í smá tíma, þá fer ég að fylgjast með. Hann skýst aftur fram og tekur í húna á bílum og hverfur svo aftur á milli húsa.“Mætti honum á nærbuxunum Maðurinn nálgaðist húsið hjá Júlíusi, þar sem hann býr á efri hæð. Á neðri hæðinni býr einstæð móðir með ellefu daga gamalt barn. „Ég sé hann skjótast inn á bílastæðið við húsið mitt og ég opna útidyrahurðina. Þá heyri ég að hann er að taka í húninn niðri.“ Júlíus hljóp niður tröppurnar, berfættur og á nærbuxunum. Þegar hann kemur fyrir hornið á húsinu sér hann hvar maðurinn liggur á glugga hjá konunni á neðri hæðinni. „Hann hleypur á móti mér og veitist að mér þannig að ég þurfti bara að snúa hann niður og halda honum. Hann streittist á móti, hótaði mér og reyndi að slá til mín og annað. Ég sneri hann bara niður og hélt honum.“Góðkunningi lögreglu Júlíus kallaði á konu sína sem kom út, eins og konan á neðri hæðinni. Þær hringdu á lögregluna sem kemur og handtekur manninn. Hann segir að lögregluþjónarnir hafi vitað hver maðurinn var. Hann er ekki viss um hve lengi hann þurfti að halda manninum en „fannst tíminn vera frekar langur“. „Þetta var svolítið magnað. Að standa þarna berfættur á nærbuxunum og snúa einhvern mann niður sem var að reyna að komast inn í hús.“ Júlíus segir þetta sýna fram á mikilvægi þess að læsa hurðum og bílum á kvöldin. Tengdar fréttir Hélt þjófinum þar til lögreglu bar að garði Maður framkvæmd borgaralega handtöku í nótt. 11. október 2016 07:58 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
Íþróttakennarinn Júlíus Ármann Júlíusson stóð í ströngu í nótt þegar hann þurfti að snúa niður mann sem hafði gert sig líklegan til að brjótast inn í íbúð á neðri hæð í húsi Júlíusar. Maðurinn hafði gengið eftir götunni og prófað hurðarhúna á bílum og húsum. Á neðri hæðinni býr kona með ellefu daga gamalt barn. Júlíus vaknaði fyrir tilviljun á milli hálf þrjú og þrjú í nótt og ákvað að fá sér vatnsglas. Þar sem hann stóð í eldhúsglugganum sá hann mann labba á milli bíla og húsa í götunni. Mbl ræddi fyrst við Júlíus í morgun. „Ég hélt í fyrstu að þetta væri blaðberi en þótti þetta eitthvað sérstakt,“ segir Júlíus í samtali við Vísi. „Svo þegar ég sé hann skjótast inn á milli húsanna og hverfa í smá tíma, þá fer ég að fylgjast með. Hann skýst aftur fram og tekur í húna á bílum og hverfur svo aftur á milli húsa.“Mætti honum á nærbuxunum Maðurinn nálgaðist húsið hjá Júlíusi, þar sem hann býr á efri hæð. Á neðri hæðinni býr einstæð móðir með ellefu daga gamalt barn. „Ég sé hann skjótast inn á bílastæðið við húsið mitt og ég opna útidyrahurðina. Þá heyri ég að hann er að taka í húninn niðri.“ Júlíus hljóp niður tröppurnar, berfættur og á nærbuxunum. Þegar hann kemur fyrir hornið á húsinu sér hann hvar maðurinn liggur á glugga hjá konunni á neðri hæðinni. „Hann hleypur á móti mér og veitist að mér þannig að ég þurfti bara að snúa hann niður og halda honum. Hann streittist á móti, hótaði mér og reyndi að slá til mín og annað. Ég sneri hann bara niður og hélt honum.“Góðkunningi lögreglu Júlíus kallaði á konu sína sem kom út, eins og konan á neðri hæðinni. Þær hringdu á lögregluna sem kemur og handtekur manninn. Hann segir að lögregluþjónarnir hafi vitað hver maðurinn var. Hann er ekki viss um hve lengi hann þurfti að halda manninum en „fannst tíminn vera frekar langur“. „Þetta var svolítið magnað. Að standa þarna berfættur á nærbuxunum og snúa einhvern mann niður sem var að reyna að komast inn í hús.“ Júlíus segir þetta sýna fram á mikilvægi þess að læsa hurðum og bílum á kvöldin.
Tengdar fréttir Hélt þjófinum þar til lögreglu bar að garði Maður framkvæmd borgaralega handtöku í nótt. 11. október 2016 07:58 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
Hélt þjófinum þar til lögreglu bar að garði Maður framkvæmd borgaralega handtöku í nótt. 11. október 2016 07:58