Fótbolti

Hart bjargaði Englandi þegar Henderson hélt að hann væri Ronaldinho | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
England gerði markalaust jafntefli við Slóveníu ytra í gærkvöldi í undankeppni HM 2018 en Gareth Southgate var að stýra enska liðinu í fyrsta sinn í þessari landsleikjaviku sem bráðabirgðastjóri þess eftir að Sam Allardyce þurfti að segja starfi sínu lausu.

Englendingar geta þakkað Joe Hart, markverði Manchester City sem er á láni hjá Torinu á Ítalíu, fyrir stigið en það gerði Southgate líka eftir leikinn. Markvörðurinn var magnaður í gærkvöldi og átti nokkrar glæsilegar vörslur.

Sjá einnig:Southgate: Ég tók við algjörum vandræðum

Sú flottasta sást á 47. mínútu í seinni hálfleik þegar Hart varði boltann ótrúlega alveg upp í samskeytunum eftir skalla Jasmin Kurtic. Algjörlega geggjuð varsla hjá þeim enska.

Tuttugu mínútum fyrir leikslok kom hann Englandi líka til bjargar þegar Josip Ilicic slapp í gegnum vörn gestanna eftir skondin tilþrif fyrirliða enska liðsins í gær, Jordans Hendersons.

Henderson var með boltann á miðjunni og hélt í smá stund að hann væri Ronaldinho. Hann reyndi sendingu án þess að horfa eins og Brassinn var svo frægur fyrir en gaf boltann beint á Ilicic sem straujaði að markinu en kom boltanum ekki framhjá Joe Hart.

Markvörsluna og sprenghlægileg tilþrif Hendersons má sjá hér að neðan en í spilaranum hér að ofan má sjá allt það helsta úr leiknum.

Joe Hart ver meistaralega: Jordan Henderson með 'no look“ sendingu:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×