Erlent

Krónprins Taílands vill fá ár til þess að syrgja föður sinn áður en hann tekur við

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Krónprins Taílands,  Maha Vajiralongkorn
Krónprins Taílands, Maha Vajiralongkorn Vísir/EPA
Krónprins Taílands, Maha Vajiralongkorn, vill fresta því um ár að verða krýndur konungur Taílands. Hann segist þurfa meiri tíma til þess að syrgja föður sinn sem lést á fimmtudag.

Bhumibol Adulyadej, faðir Maha og sá konungur sem lengst hafði setið á valdastóli áður en hann lést, var gífurlega vinsæll í Taílandi. Ríkir nú yfir þjóðarsorg en þúsundir Taílendinga þyrptust á götur Bangkok til þess að verða vitni að útför hans.

Á meðan beðið er eftir Maha gegnir Prayuth Chan-ocha, fyrrum forsætisráðherra, embætti ríkisstjóra og sinnir hann skyldum konungs. Núverandi forsætisráðherra gerði tilraun til þess að sefa sorg landa sinna í sjónvarpsávarpi í gær og sagði að Taílendingar þyrftu engar áhyggjur að hafa af konungsembættinu.

Maha er 64 og hafa verið uppi efasemdir um að hann ráði við konungsembættið. Hann hefur þrívegis skilið við eiginkonur sínar og foreldar síðustu eiginkonu hans voru fangelsaðir fyrir að misnota titla konungsembættisins. Sagt er að hann eigi minnst fimm börn með hjákonu sinni.

Ljóst þykir þó að Maha muni taka við konungsembættinu. Hann nýtur stuðnings herstjórnar Taílands auk þess sem afar ströng lög eru í gildi í Taílandi um hver eigi að taka við af konunginum þegar hann fellur frá, Maha öðrum fremur í vil.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×