Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. október 2016 20:30 Börn allt niður í tólf ára geta ferðast ein með íslensku flugfélögunum án þess að flugfélögin hafi afskipti af þeim en mikil fjölgun hefur orðið á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri sem koma hingað til lands. Grunur leikur á mansali í einu tilvikanna. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, hefur áhyggjur af stöðunni. Átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í því samhengi er vert að nefna að hjá íslensku flugfélögunum geta börn allt niður í tólf ára ferðast án fylgdarmanns. Börnin sem eru í umsjá Barnaverndar Reykjavíkur eru frá Sýrlandi, Kúrdistan, Marokkó, Albaníu og Afganistan. Þau eru á bilinu 14 til 17 ára. „Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum því við vorum að fá kannski tvö eða einstaka sinnum þrjú eða fjögur og sum árin engin,“ segir Halldóra Dröfn. Barnaverndarnefnd í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram fær barnið í sína umsjá. Halldóra segir að það hafi verið á reiki hvar börnunum sé best fyrir komið. „Útlendingastofnun hefur átt í erfiðleikum við að koma þessum börnum fyrir og hefur þurft að vista þau með fullorðnum. Barnaverndarnefndirnar eiga ekki í mörg hús að vernda fyrir þessa krakka og okkur er ráðlagt að setja þau ekki til að byrja með með öðrum börnum sem við berum ábyrgð á. Þetta er vegna þess að bakrunnur þeirra er ekki þekktur og það getur verið mikil áhætta að taka,“ segir Halldóra. Börnin átta sem eru í umsjá hjá Barnavernd Reykjavíkur dvelja ýmist hjá fósturforeldrum, á vistheimili fyrir unglinga, hjá ættingjum eða á gistiheimilum. Halldóra hefur áhyggjur af því hvernig málum er háttað. „Ég hefði viljað sjá hér litla móttökustöð fyrir þennan hóp barna á landsvísu og það væri þá ekki hver nefnd að burðast með það. Mitt fólk situr við símann heilu dagana að leita að gistiheimili til að leysa þennan tímabundna húsnæðisvanda þessara ungmenna. Ég vildi að það væri tekið á móti þeim á sómasamlegum stað til að sinna fyrstu aðhlynningu,“ segir Halldóra. Hún segir að líðan barnanna átta sé nokkuð misjöfn en mörg þeirra hafi upplifað ofbeldi eða stríð. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á því að í tilfelli eins barnsins hafi verið um mansal að ræða en það var í tilfelli 15 ára drengs frá Afganistan. Halldóra segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en segir að lögreglan rannsaki málið. Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Börn allt niður í tólf ára geta ferðast ein með íslensku flugfélögunum án þess að flugfélögin hafi afskipti af þeim en mikil fjölgun hefur orðið á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri sem koma hingað til lands. Grunur leikur á mansali í einu tilvikanna. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, hefur áhyggjur af stöðunni. Átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í því samhengi er vert að nefna að hjá íslensku flugfélögunum geta börn allt niður í tólf ára ferðast án fylgdarmanns. Börnin sem eru í umsjá Barnaverndar Reykjavíkur eru frá Sýrlandi, Kúrdistan, Marokkó, Albaníu og Afganistan. Þau eru á bilinu 14 til 17 ára. „Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum því við vorum að fá kannski tvö eða einstaka sinnum þrjú eða fjögur og sum árin engin,“ segir Halldóra Dröfn. Barnaverndarnefnd í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram fær barnið í sína umsjá. Halldóra segir að það hafi verið á reiki hvar börnunum sé best fyrir komið. „Útlendingastofnun hefur átt í erfiðleikum við að koma þessum börnum fyrir og hefur þurft að vista þau með fullorðnum. Barnaverndarnefndirnar eiga ekki í mörg hús að vernda fyrir þessa krakka og okkur er ráðlagt að setja þau ekki til að byrja með með öðrum börnum sem við berum ábyrgð á. Þetta er vegna þess að bakrunnur þeirra er ekki þekktur og það getur verið mikil áhætta að taka,“ segir Halldóra. Börnin átta sem eru í umsjá hjá Barnavernd Reykjavíkur dvelja ýmist hjá fósturforeldrum, á vistheimili fyrir unglinga, hjá ættingjum eða á gistiheimilum. Halldóra hefur áhyggjur af því hvernig málum er háttað. „Ég hefði viljað sjá hér litla móttökustöð fyrir þennan hóp barna á landsvísu og það væri þá ekki hver nefnd að burðast með það. Mitt fólk situr við símann heilu dagana að leita að gistiheimili til að leysa þennan tímabundna húsnæðisvanda þessara ungmenna. Ég vildi að það væri tekið á móti þeim á sómasamlegum stað til að sinna fyrstu aðhlynningu,“ segir Halldóra. Hún segir að líðan barnanna átta sé nokkuð misjöfn en mörg þeirra hafi upplifað ofbeldi eða stríð. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á því að í tilfelli eins barnsins hafi verið um mansal að ræða en það var í tilfelli 15 ára drengs frá Afganistan. Halldóra segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en segir að lögreglan rannsaki málið.
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira