Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. október 2016 20:30 Börn allt niður í tólf ára geta ferðast ein með íslensku flugfélögunum án þess að flugfélögin hafi afskipti af þeim en mikil fjölgun hefur orðið á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri sem koma hingað til lands. Grunur leikur á mansali í einu tilvikanna. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, hefur áhyggjur af stöðunni. Átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í því samhengi er vert að nefna að hjá íslensku flugfélögunum geta börn allt niður í tólf ára ferðast án fylgdarmanns. Börnin sem eru í umsjá Barnaverndar Reykjavíkur eru frá Sýrlandi, Kúrdistan, Marokkó, Albaníu og Afganistan. Þau eru á bilinu 14 til 17 ára. „Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum því við vorum að fá kannski tvö eða einstaka sinnum þrjú eða fjögur og sum árin engin,“ segir Halldóra Dröfn. Barnaverndarnefnd í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram fær barnið í sína umsjá. Halldóra segir að það hafi verið á reiki hvar börnunum sé best fyrir komið. „Útlendingastofnun hefur átt í erfiðleikum við að koma þessum börnum fyrir og hefur þurft að vista þau með fullorðnum. Barnaverndarnefndirnar eiga ekki í mörg hús að vernda fyrir þessa krakka og okkur er ráðlagt að setja þau ekki til að byrja með með öðrum börnum sem við berum ábyrgð á. Þetta er vegna þess að bakrunnur þeirra er ekki þekktur og það getur verið mikil áhætta að taka,“ segir Halldóra. Börnin átta sem eru í umsjá hjá Barnavernd Reykjavíkur dvelja ýmist hjá fósturforeldrum, á vistheimili fyrir unglinga, hjá ættingjum eða á gistiheimilum. Halldóra hefur áhyggjur af því hvernig málum er háttað. „Ég hefði viljað sjá hér litla móttökustöð fyrir þennan hóp barna á landsvísu og það væri þá ekki hver nefnd að burðast með það. Mitt fólk situr við símann heilu dagana að leita að gistiheimili til að leysa þennan tímabundna húsnæðisvanda þessara ungmenna. Ég vildi að það væri tekið á móti þeim á sómasamlegum stað til að sinna fyrstu aðhlynningu,“ segir Halldóra. Hún segir að líðan barnanna átta sé nokkuð misjöfn en mörg þeirra hafi upplifað ofbeldi eða stríð. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á því að í tilfelli eins barnsins hafi verið um mansal að ræða en það var í tilfelli 15 ára drengs frá Afganistan. Halldóra segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en segir að lögreglan rannsaki málið. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Börn allt niður í tólf ára geta ferðast ein með íslensku flugfélögunum án þess að flugfélögin hafi afskipti af þeim en mikil fjölgun hefur orðið á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri sem koma hingað til lands. Grunur leikur á mansali í einu tilvikanna. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, hefur áhyggjur af stöðunni. Átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í því samhengi er vert að nefna að hjá íslensku flugfélögunum geta börn allt niður í tólf ára ferðast án fylgdarmanns. Börnin sem eru í umsjá Barnaverndar Reykjavíkur eru frá Sýrlandi, Kúrdistan, Marokkó, Albaníu og Afganistan. Þau eru á bilinu 14 til 17 ára. „Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum því við vorum að fá kannski tvö eða einstaka sinnum þrjú eða fjögur og sum árin engin,“ segir Halldóra Dröfn. Barnaverndarnefnd í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram fær barnið í sína umsjá. Halldóra segir að það hafi verið á reiki hvar börnunum sé best fyrir komið. „Útlendingastofnun hefur átt í erfiðleikum við að koma þessum börnum fyrir og hefur þurft að vista þau með fullorðnum. Barnaverndarnefndirnar eiga ekki í mörg hús að vernda fyrir þessa krakka og okkur er ráðlagt að setja þau ekki til að byrja með með öðrum börnum sem við berum ábyrgð á. Þetta er vegna þess að bakrunnur þeirra er ekki þekktur og það getur verið mikil áhætta að taka,“ segir Halldóra. Börnin átta sem eru í umsjá hjá Barnavernd Reykjavíkur dvelja ýmist hjá fósturforeldrum, á vistheimili fyrir unglinga, hjá ættingjum eða á gistiheimilum. Halldóra hefur áhyggjur af því hvernig málum er háttað. „Ég hefði viljað sjá hér litla móttökustöð fyrir þennan hóp barna á landsvísu og það væri þá ekki hver nefnd að burðast með það. Mitt fólk situr við símann heilu dagana að leita að gistiheimili til að leysa þennan tímabundna húsnæðisvanda þessara ungmenna. Ég vildi að það væri tekið á móti þeim á sómasamlegum stað til að sinna fyrstu aðhlynningu,“ segir Halldóra. Hún segir að líðan barnanna átta sé nokkuð misjöfn en mörg þeirra hafi upplifað ofbeldi eða stríð. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á því að í tilfelli eins barnsins hafi verið um mansal að ræða en það var í tilfelli 15 ára drengs frá Afganistan. Halldóra segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en segir að lögreglan rannsaki málið.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira